EF ÍSLAND GENGI Í BANDARÍKIN

 

Þá yrði allt svo svaka kú maður. Kaunum slegnir betlarar lægju á torgum og svæfu í pappakössum.Íbúar "the great state of Iceland" yrðu enn feitari og ljótari en í dag. Þeir myndu missa trúnna á þróunarkenninguna og fara að trúa á Biblíuna (veitir nokkuð af trúarvakningu?). Þeir myndu losa sig við landafræðiþekkingu og halda að Afríka sé land eins og Sarah Palin. Biblían segir jú að sá sem auki þekkingu sína auk sorgir sínar líka, þá hljóta menn að verða því lífsglaðari því meiri þekkingu sem þeir losa sig við.

Í fullri alvöru: Landið (fylkið) yrði skotmark terrorista, ungbarnadauði yrði á þriðjaheimsstigi eins og hún er í BNA í dag, og heilbrigðisþjónustan versna mjög. Í dag njóta bestu heilsugæslu í heimi, sú ameríska er í 36da sæti. Þarf að segja meira? Jú gera yrði Íslendinga enskumælandi sem myndi kosta offjár. Það þyrfti að að þýða lög og lagasetningar, öll opinber skjöl, og skjöl einkafyrirtækja á ensku, nota stórfé til að kenna öllu hyskinu skammlausa ensku, breyta um öll götuheiti og örnefni. Það myndi þýða að allar götur yrðu að fá ný götuskilti. Svo yrði kínverska kannski alþjóðamál og allt unnið fyrir gýg. Þess utan hefur BNA verið að hnigna efnahagslega síðan 1973, meira um það síðar. Franski fræðimaðurinn Emmanuel Todd sem sá fall Sovétríkjanna fyrir sagði í fyrra að innan tíðar myndu Kanar þurfa að sætta sig við 10-15 % lakari lífskjör. Allt kvakið í kanavinum um að Kanar muni ná sér fljótlega af kreppunni er hlægilegt, nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Stefán,

Oft er ég sammála sem þú ert að segja, en núna verð ég að benda þér á að þekking og viska er ekki það sama. Menn geta haft mikla þekkingu en enga visku og er sú staða mála reyndar því miður alltof algeng.

Menn geta einnig haft mikla trú og andað Guði á hverjum degi þótt þeir tilheyri engum sérstökum trúarbrögðum. Það verður að skilja á milli þess að lifa í trú, eða lifa samkvæmt lögmálinu.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 20.11.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Þakka ábendingu. Þetta er ekki hugsað sem gagnrýni á trúarbrögð heldur á fáfræði bókstafstrúarmanna. Boðskapur kristninnar verður ekkert lakari þótt menn túlki sköpunarsögu Biblíuannar sem táknræna sögu.

Stefán Valdemar Snævarr, 20.11.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband