NORSKA RÍKISSJÓNVARPIÐ UM JÓN ÁSGEIR

 

 

Í gær var sýndur stuttur þáttur í norska ríkissjónvarpinu um "afrek" Jóns Ásgeirs og hann sagður skulda eitt þúsund miljarða króna. Viðtal var við Jón Gerald Sullenberger sem staðhæfði að Hringadrottinn hafi stefnt fjölda auðherra til Miami árið 1999 og þar lagt drögin að yfirtöku bankakerfisins innan frá. Á heimasíðu ríkissjónvarpsins birtist svo yfirlýsing Jóns Ásgeirs þar sem hann sagði þáttinn gera Davíð Oddson og félaga að sannleiksvitni. Það er nokkuð til í því, í þættinum var talað eins og Jón Ásgeir hefði nánast keypt sig lausan úr skattsvikamálinu. Hann hafi getað notað margfalt meira fé við vörn sína en ákæruvaldið hafði undir höndum. Það er grábölvað og sýnir auðvaldsmennsku útrásarinnar en það breytir engu um þá staðreynd að margt bendir til þess að skattamálið hafi verið blásið upp af Davíð. Hann  notaði   sömu brellur og Pútin þegar hann felldi Kodorovskí með meira eða minna lognum skattsvikaákærum. Ofurveldi Jóns Ásgeirs og útrásarherranna var einnig til umræðu og sagði fyrrum ritstjóri Séð og heyrt ekki farir sýnar sléttar, Hann hafi verið rekinn þegar nýir eigendur tóku blaðið yfir en þeim þótti hann ekki nógu fylgispakur Jón Ásgeiri. Sá herramaður lét á sínum tíma reka sjónvarpsfréttamann sem neitaði að fylgja fyrirskipunum hans um að skattamál hans yrðu ekki rædd í fréttum. En þessi svívirðilega framkoma gerir þátt Davíðs ekki hætishót betri. Í þættinum býsnaðist Óli Björn Kárason yfir yfirgangi Jóns Ásgeirs. En ef lýsingarnar í grein í Tímariti máls og menningar á ritsjórnarferli Óla Björns á DV eru réttar er hann kannski ekki rétti maðurinn til að hneykslast á öðrum. Í þeirri grein  var staðhæft að auðmenn tengdir Davíð hafi þá tekið DV yfir og meðhöndlað blaðamennina eins og skepnur. Þeir tóku líka Dag yfir og lögðu niður að bragði. Mín spurning er: Var það fjandsamlega yfirtaka, var ekki hægt að bjarga Degi frá gjaldþroti? Eða vildi þetta hyski ekki eina vinstrablaðið á Íslandi feigt? Kannski þetta fólk eigi meira sameiginlegt með Hringadrottni en það vill viðurkenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband