EYKUR MARKAÐSFRELSI HAGVÖXT? Um efasemdir Dani Rodrik.

 

Á Íslandi veit maður hvað það er voðalega satt að markaðsfrelsi orsaki hagvöxt. Enda mega íslenskir álitshafar vart ljúka sundur munni án þess að boða þennan dásamlega sannleika. Til dæmis vegsömuðu þeir Hannes Gissurarson og Birgir Tjörvi Pétursson rannsóknir William Easterlys og samstarfsmanna hans sem áttu að sýna að því frjálsari sem markaðurinn væri, því meiri væri hagvöxturinn. En hinn frægi hagfræðingur Dani Rodrik komst að annarri niðurstöðu. Hann dró  þær ályktanir af hagsögulegum rannsóknum sínum að ekkert samband væri milli tollfrelsis og hagvaxtar. Svo gerði hann  úttekt á þeim rannsóknum sem áttu að sýna að meiri hagvöxtur væri í opnum hagkerfum en öðrum. Niðurstaða hans var sú að svo miklar veilur væru á þeim mælingaraðferðum sem notaðar voru í þessum rannsóknum að ekkert væri að marka niðurstöður þeirra.

Hvorum eigum við að trúa, Rodrik eða Easterly? Sá síðarnefndi gerði rannsóknina á vegum frjálshyggjuáróðursstofnunarinnar Fraser Institute, Roderik er prófessor við Harvard. Líklegt er að Fraserstofnunin þrýsti á um að niðurstöður rannsóknanna verði frjálshyggjunni í vil, ráðamenn á Harvard hafa ekki slíkra hagsmuna að gæta. Því treysti ég Rodrik betur þar til annað sannarra reynist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband