Hættir að kóa með kapítalistum.

Kominn tími á að Íslendingar hætti að kóa með þessu fjárglæfrahyski sem leikið hefur sér með fjöregg þjóðarinnar og mölbrotið það. Það er ekkert náttúrulögmál að athafnamenn reyni að kaupa allan heiminn fyrir lánsfé, meðal siðaðra þjóða eru til yfirvegaðir og gætnir kaupsýslumenn sem ekki hegða sér eins og hið ábyrgðalausa íslenska millapakk. Roskinn ættingi minn sagði mér fyrir nokkru árum að þessa blaðra hlyti að springa, það er ekki hægt að kaupa endalaust án þess að eiga "kapital". Þessu samsinnti ég og hef gagnrýnt þessa ríkisbububba  í ræðu og riti, þegar árið 2004 í grein í Morgunblaðinu. Ég hef lengi vitað eitt og annað um framferði þeirra, ábyrgðarleysið og auðvaldsyfirganginn. Þetta þýðir ekki að ég haldi að þeir einir séu ábyrgir fyrir kreppunni, höfuðástæðan er kreppan vestanhafs, lélegt fjármálaeftirlit hefur gert illt verra, o.s.frv., o.s.frv. En hvernig sem allt veltur er ekki endalaust hægt að afsaka framferði útrásarherranna með hjlai um samverkandi þætti, þeir verða gjör svo vel að axla ábyrgð af gerðum sínum. En horfum á björtu hliðarnar, kannski hættir Ísland að vera auðvaldsríki við hrun fjárhættuspilaborgarinnar.
mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skyldi aldrei hvernig þessir herrar gátu yfir höfuð fengið bankanna okkar því einn þeirra var jú dæmdur sakamaður. Auðvitað eru þeir sekir. Þeir hljóta að hafa vitað hvað er depit og kredit, Það þarf ekki auðveldari dæmi en þetta og það hefði hver vesæll bókari séð svo hvað sá innra eftirlitið og endurskoðendur þessara manna. Held að þar ætti líka að taka til

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband