1.11.2008 | 08:58
HRINGADROTTINN BORUBRATTUR
Hringadrottinn neyðist til að tala eins og hann geti staðið kreppu-óveðrið af sér, að efa það opinberlega er ávísun á hrun. Slíkt er eðli viðskipta, orð eru morð í viðskiptaheiminum. Nýjasta afrek Hringadrottins er að sameina fjölmiðlafyrirtæki sitt fyrirtækjum Bjargvargs unga og hafa þessir herrar með því skapað einokun af verri gerðinni í fjölmiðlaheiminum. Nær lýkur þessari auðvaldsnótt útrásarinnar? Kannski þegar fyrirtæki þessara manna fara á hvínandi hausinn, megi það verða sem fyrst!
![]() |
Baugur getur staðið veðrið af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |