BÓK KRUGMANS UM KREPPUNA

 

Ég var ađ ljúka lestri nýgamallar bókar Paul Krugmans um kreppu, The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008. Upprunalega útgáfan kom áriđ 1999 en svo bćtti kappinn viđ nokkrum köflum um heimskreppuna yfirstandandi. Reyndar er ţessi bók nóbelshagfrćđingsins ekki ýkja góđ ţví hann vitnar hvergi  í neinar heimildir. Aftanmálsgreinar geta veriđ hvimleiđar en ţćr eiga heima í svona riti, ţótt alţýđlegt sé. Hvađ um ţađ, meginstefiđ er ađ hagfrćđingar hafi veriđ full fljótir á sér ađ telja kreppuhagfrćđi úrelta, atburđir síđustu mánađa sýni hiđ gagnstćđa. Hann heldur mjög á lofti kenningum John Maynard Keynes um hvernig kreppur eigi ađ leysa, ríkiđ á ađ dćla peningum hagkerfiđ, t.d. međ ţví ađ styrkja innviđi samfélagsins, legga vegi, smíđa brýr o.s.frv. Krugman hćđist ađ frambođshagfrćđinni en samkvćmt henni er allra (efna)meina bót ađ efla hag hinna ríku ţví ţeir fjárfesti svo mikiđ. Hann hefđir ađ ósekju mátt gagnrýna frambođshagfrćđina međ málefnalegum hćtti. Hvađ sem ţví líđur ţá segir hann ađ  vandi dagsins sé skortur á eftirspurn, frambođi. Ríkiđ eitt getur aukiđ eftirspurnina í kreppum. Krugman andćfir kröftuglega ţeirri kenningu frjálshyggjumanna ađ rćtur meinsins séu í löggjöf sem ţeir telji ađ hafi nánast neytt banka til ađ veita  fátćklingum húsnćđislán sem ţeir svo voru ekki borgunarmenn fyrir. Hann bendir á ađ ţessi löggjöf hafi komist í gagniđ áriđ 1977, erfitt sé ađ sjá hvernig hćgt sé ađ kenna henni um kreppu sem skall á ţremur áratugum síđar (ég spyr: Af hverju skall ekki á kreppa fyrir 1990 ef ţessi löggjöf er sökudólgurinn?). Ţess utan náđi löggjöfin ađeins til sparibanka sem báru bara ábyrgđ á brot undirmálslánana sem tengdust húsnćđisblöđrunni. Einnig sé rangt ađ kenna Fannie Mae og Freddie Mac um ástandiđ ţó ţessir ríkisstyrktu bankar séu ekki án ábyrgđar. Stađreyndin sé sú ađ vegna ýmissa hneykslismála hafi veriđ ţjarmađ svo ađ ţessum bönkum ađ ţau .léku bara minniháttarhlutverk í húsnćđislánaleiknum ljóta sem leikinn var af hvađ mestri ákefđ frá 2004 til 2006. Meginástćđan fyrir bankahruninu sé ađ ekkert opinbert eftirlit var međ nýjum  bankaígildum, ţ.e. stofnunum  sem í reynd voru bankar.

Sem sagt frćgasti stjórnmálahagfrćđingur samtímans andćfir frjálshyggjugreiningum á kreppunni!


VILLA SVARAĐ

 

Sćll Villi og ţakka ţér fyrir síđast! Svo ég vindi mér beint ađ efninu ţá held ég ekki ađ markađurinn sé vél heldur gagnrýni ég frjálshyggjumenn fyrir ađ tala eins og markađurinn sé heilög vél sem öllu reddi svo fremi ríkiđ sé ekki ađ hella sandi í gangvirkiđ. Hvađ BNA og Norđurlönd varđar ţá er ţađ einföld stađreynd ađ hagvöxtur hefur veriđ minni í BNA frá 1980 en hann var 1945-1980. Paul Krugman er einn fjölmarga frćđimanna sem bent hafa á ţetta. Vissulega hefur hagvöxtur veriđ meiri í BNA en í ESB á ţessum árum en eins og ég hef áđur sagt stafar ţađ m.a. af ţví ađ Evrópumenn vinna minna en framleiđa jafn mikiđ á unna klukkustund og Kanarnir (skal senda ţér tölur um ţetta allt viđ tćkifćri). Michael Dunford segir ađ önnur ástćđa fyrir ţví ađ Evrópubúar njóta minni hagvaxtar sé feykilegur kostnađur af sameiningu Ţýskalands, í ţá hít fari 6-8% af ţjóđarframleiđslu ţessa efnahagsstórveldis Evrópu. Vegna mikilvćgis Ţýskaland veldur ţessi hrikakostnađur ţví ađ önnur Evrópulönd bíđa efnahagstjón. Hvađ Ameríku varđar ţá vita allir sem dvaliđ ţar vestra á síđustu árum (ég var ţar haustiđ 1996) ađ Bandaríkjamenn eru aftarlega á merinni í mörgum málum, lítt farsímavćddir og borga enn međ tékkum, svo eitthvađ sé nefnt. Símarstaurarnir amerísku eru eins og bautasteinar yfir ameríska efnahagsveldinu, löngu eftir ađ slíkir staurar hurfu í Evrópu norđvestanverđri eru ţeir enn notađir í Ameríku.  Í lok síđustu aldar voru Bandaríkjamenn síđur nettengdir en Norđurlandabúar og auđugustu ţjóđir Austur-Asíu, norska blađiđ Aftenposten sagđi áriđ  2000 ađ einungis 55% Bandaríkjamanna vćru nettengdir, 70% Norđurlandabúa. Helsta útflutningsvara Bandaríkjanna í dag er dollarinn, landiđ lifir á seđlaprentun. Og ef ástand mála er svona slćmt í Svíţjóđ eins og ţú og Hannes H. haldiđ, af hverju var landiđ ţá kjöriđ fremsta tćkninýjungaland veraldarinnar áriđ 2003? Tíđni ungbarnadauđa  er af mörgum talinn einn besti mćlikvarđinn sem völ er á um lífskjör manna. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ sú tíđni er miklu minni Svíţjóđ en BNA. Dánartíđnin í BNA er 6.37 af hverjum 1000 nýfćddum börnum, 2.76 í Svíţjóđ  (http://en.wikipedia.org/wiki/List of countries by infant mortality rate (2005)). Nefna má ađ hiđ frjálshyggjusinnađa tímarit The Economist viđurkennir ađ Svíţjóđ blómstri ţótt hlutur ríkisins  í vergri ţjóđarframleiđslu sé meiri en í löndum ţar sem efnahagurinn sé í mun verri málum. Sćnska ríkiđ hirđir 57% af vergri ţjóđarframleiđslu, hiđ franska 53%, hiđ ţýska 47% og hiđ spćnska 37%. Samt blómstrar Svíţjóđ en hinn ţrjú ríkin eru á hausnum og ţađ ţótt Spánverjar vinni mikiđ, meira en Frakkar og Ţjóđverjar og ţarf ekki mikiđ til.

Ţú segir ađ lífskjör manna hafi batnađ allmikiđ á Viktoríutímanum. Ekki eru allir sammála ţví, t.d. segir nóbelshagfrćđingurinn Joseph Stiglitz annađ í bók sinni Globalization and its Discontents. Hvađ kreppuna varđar ţá endurtekur ţú bara eins og mantra ađ hún sé ríkinu ađ kenna. Ţú stađhćfir án raka ađ í himnalagi hafiu veriđ ađ láta afleiđurnar afskiptalausar ţótt Greenspan viđurkenni ađ rétt hafi veriđ ađ hafa opinbert eftirlit međ ţeim. Hvernig ćtlarđu ađ skýra ađ nú skellur ţessi mikla kreppa á en ekki á tímum ţegar ríkiđ hafđi mun meira eftirlit međ fjármálamarkađnum en nú? Af hverju urđu ekki stórkreppur á blómaskeiđi ríkisţátttöku í vestrćnu efnahagslífi (1945-1980)? Af hverju dundi hver stórkreppan á fćtur annarri yfir vesrutlönd á 19du öldinni ţegar ekki einu sinni var seđlabanki í BNA? Líklegast er ađ kreppan sé ađ mestum hluta markađnum ađ kenna en ríkiđ hafi gert ilt verra, t.d. međ íbúđalánunum.

Bkv

S


MAĐUR ÁRSINS: FRÚ KREPPA!

 

Nýlega lauk stöđ mín kjöri manns ársins sem var enginn annar en hún Kreppa Útrásardóttir! Enginn mótmćlandi truflađi kjöriđ af einhverjum undarlegum ástćđum.


ENN UM VILHJÁLM ANDRA

 

Á ummćlasíđu hefur geysađ deila milli mín og ungs eldhuga, Vilhjálms Andra Kjartanssonar en hann er frjálshyggjusinnađri en góđu hófi gegnir. Ég svarađi ekki almennilega stađhćfingum hans um ađ markađsverđ vćri náttúrulegt verđ en ţá stađhćfingu rökstyđur hann ekki. Ég hafđi snuprađ Geir Ágústsson fyrir ţessa trú á náttúrulegt verđ sem er ekkert annađ en dćmi um ađ frjálshyggjumenn dýrka markađinn eins og Guđ. Ţađ sem gerist á markađnum er heilagt og náttúrulegt, halelúja!! Ađ gamni slepptu ţá svífa hagfrćđikenningar einatt í lausu lofti, eru lítt prófanlegar. Ţađ gildir sérstaklega um skýrikenningar og kenningar sem varđa grundvöll frćđanna. Kenningin um ađ markađsverđ sé náttúrulegt verđ er ein slík kenning, mér er gjörsamlega huliđ hvernig eigi ađ sannreyna ţessa tilgátu. Hún er sennilega óprófanleg, áróđurs-kenning, ekki frćđikenning.

Vilhjálmur Andri gefur sér ađ frelsisskilningur frjálshyggjunnar sé sá eini rétti. En frćđimenn greinir mjög á um eđli frelsins. Hin frćgi heimspekingur Gerry Cohen segir ađ markađskerfiđ hefti frelsi manna, annar  enn frćgari heimspekingur Charles Taylor ađ nafni segir ađ frelsisskilningur frjálshyggjunnar sé altof ţröngur. Frjálshyggjumenn myndu neita ţví ađ barn sem aliđ hefur veriđ skpulega upp í tiltekinni stjórnmálaskođun sé fórnarlamb kúgunnar, Taylor myndi janka ţví. Kristján Kristjánsson myndu gjalda jáyrđi viđ ţessu líka en á allt öđrum forsendum en Taylor. Ég ráđlegg ofurhuganum unga ađ kynna sér kenningar ţessara manna, ţađ sakar engan ađ víkka út sjóndeildarhring sinn.

 


DAVÍĐSKLÍKAN, HIĐ NÝJA ALŢÝĐUBANDALAG?

 

Eins og fram kom í síđasta bloggi hef ég veriđ ađ lesa nýjasta hefti tímarits Davíđsmanna, Ţjóđmál. Í ţessu tímariti er auđvaldiđ gagnrýnt all harkalega, öđru vísi mér áđur brá. Einnig er hamast gegn ESB og ţjóđleg verđmćti vegsömuđ. Ţessi bođskapur minnir ekki eilítiđ á málfluting Alţýđubandalagsins sáluga. Svo stofni Davíđ flokk mćtti kalla hann....getiđ tvisvar..jú Alţýđubandalagiđ!


GEIR ÁGÚSTSSON OG MISES UM HEIMSKREPPUNA

Í nýlegri grein í Ţjóđmálum segir Geir Ágústsson ađ markađurinn sé stikkfrí ţegar heimskreppan er annars vegar, eins og Bubbi syngur "ekki benda á mig, segir varđstjórinn". Varđstjórinn hefur líklegar veriđ í frjálshyggjufélaginu og sungiđ međ Geir sönginn um ađ undirrót vandans hafi veriđ einokun ríkisins á peningaprentun. Heimild Geirs fyrir ţessu er frjálshyggjupáfinn og hagfrćđingurinn  Ludwig von Mises. En Mises ţessi var ţeirrar skođunar ađ hagfrćđi vćri hrein hugvísindi og ađ reynslurök skiptu hana engu máli. Sé  kenning hans um ađ ríkiseinokun á peningaprentun valdi kreppum ekkert annađ en hans hugarsmíđ er ég ekki viss um ađ hana beri ađ taka alvarlega. Enda vitnar Geir ekki í neina "empiríu" máli sínu til stuđnings, ađeins í hugarsmíđar ţar sem rakiđ er hvernig upplýstir og eigingjarnir gerendur myndu hegđa sér viđ tiltekin skilyrđi. Í ofan á lag ţá hef ég ástćđu til ađ ćtla ađ kreppur hafi átt sér stađ áđur en ríkiđ fékk einokun á peningaprentun. Til ađ gera illt verra segja ţeir Mises og Geir ađ vextir sem skapast viđ frjáls viđskipti séu náttúrulegir vextir. En hvernig vita ţeir ţađ? Er hugtakiđ um náttúrulega vexti ekki jafn inntakslaust og hugtak marxismans um vinnugildi? Gefa ţeir Geir og Mises sér ekki einfaldlega fyrirfram ađ hiđ góđa og náttúrulega sé markađskynja, hiđ illa og ţar međ kreppur séu ríkiskynja?


JÓLASVEINATAL

 

Athugasemdum  mínum um ósmekklegar jólaskreytingar var svarađ á ummćlasíđu međ hefđbundnum skćtingi fólks sem ekki veit hvađ málefnaleg umrćđa er. Skammast er út höfund bloggsins (mig)  en stađhćfingum hans er ekki svarađ. Ţetta heitir á frćđamáli ad hominem rök, "rök" sem beinast ađ manninum, ekki rökum hans. Ég eyđi ekki tíma mínum í ađ svara svona útúrsnúningum.


Um mjađmadillandi Kana-jólasveina

Mín vegna mćtti freta á svona amerískan viđbjóđ, skammast mín altaf ţegar ég kem heim til Íslands í jólafrí og sé amerísku fjöllita kúlurnar í ćpandi, ógeđslegum litum. Svo ćttu menn ađ sjá sóma sinn í ađ spara í kreppu, ţessi mjađmadillandi Kana-Sankti-Klás hlýtur ađ kosta talsvert fé.
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

FRÉTTAFLUTNINGUR

 

Netmogginn birtir frétt um gagnrýni dansks blađamanns á útrásarhöfingjana, sérstaklega Jón Ásgeir, Fréttablađiđ ekki. Ţađ birtir aftur á móti frétt um ađ Davíđ hafi hótađ ađ kljúfa Flokkinn yrđi hann rekinn, Mogginn ekki. En eigendur blađanna hafa náttúrulega engin áhrif á fréttaflutningin. Einkaframtakiđ er nú svo heilagt.


ŢURFA ÍSLENDINGAR OXÍTÓXÍNSPRAUTU?

 

Nýlegar rannsóknir sýna ađ hormóniđ oxítoxín eykur traust manna á öđru fólki. Ađrar rannsóknir sýna ađ Íslendingar treysta öđru fólki miklu síđur en nágrannaţjóđirnar, trauststigiđ íslenska er u.ţ.b. ţađ sama og í BNA (ţetta hlýtur ađ gleđja Kanasleikjurnar sem helst vilja gera Ísland ađ 51 ríkinu). Vandinn er sá ađ vantraust er dýrt, Adam Smith lagđi ţunga áherslu á ađ traust vćri nauđsyn í viđskiptum. Í sama streng tekur Paul Zak sem stundar ţá merku frćđigrein taugahagfrćđi (!!) en sú frćđigrein rannsakar samband heilastarfsemi og hagrćnnar hegđunnar.  Hann hefur einmitt athugađ samband oxítóxíns og slíkrar hegđunar. Ţriđji frćđimađurinn landahagfrćđingurinn Mick Dunford segir ađ minna traust Kana á öđru fólki en ESB-búa skađi amerískt efnahagslíf en styrki hiđ evrópska. Og ţá vaknar spurningin: Hefur ekki dregiđ verulega úr trausti Íslendinga á fólki á hinu helga framfaraskeiđi útrásarinnar? Hve mikiđ kostar vantraust landsmanna ţá mćlt í beinhörđum peningum? Er lausn kreppunnar drjúgur skammtur af oxítoxín?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband