ÓTÍMABĆRAR ATHUGASEMDIR 2: UM ŢARFA, HARĐA MIĐJU

 

Fyrir rúmri hálfri öld orti Leonard Cohen orti svo:

 

„I know you heard it‘s over noe and war must surely come

The cities they are broke in half and the middle men are gone“

 

Ţessi orđ eiga enn betur viđ í dag en í 1967. Stórstríđ virđist yfirvofandi, bćđi í Auatur-Asíu og Evrópu. Ţankaveita nokkur segir ađ Rússar búi sig undir stríđ viđ NATÓ innan fimm til tíu ára.

Ţeir gćtu unniđ sigur í  Úkraínu ef hćgriöfgaöfl í bandaríska ţinginu halda áfram ađ tefja samţykkt fjárveitinga til Úkraínu.

Eins og ţađ sé ekki nóg eru  Ísraelar  önnum kafnir viđ ađ murka lífiđ úr Gasabúum. Og íslamskir öfgamenn brýna kutana.

Vestanhafs hafa miđjumennirnir horfiđ, borgirnar klofnir í tvennt, öfgaöfl til hćgri og vinstri vađa uppi. Ofstopafullir rétthugsendur og ofstćkisfullir ţjóđrembungar gera sig gildandi  alls stađar á jarđarkringlunni. Ekki má á mili sjá hvor er umburđarlausari. „Hart er í heimi…“

Skammt er öfganna á milli,  á vissum sviđum eru margir hćgri- og vinstriöfgamenn sammála, Pútín á sér fylgismenn međal beggja.

Vinstripútínistar mega ekki vatni halda af hrifningu yfir andstöđu Pútíns gegn Bandaríkjunum, hćgripútínistar elska ţjóđrembu hans og fjandskap viđ samkynhneigđa.

Ég lenti einu sinni í feisbókardeilu viđ frjálshyggjumann sem varđi Pútín og hallmćlti Úkraínu. Vinurinn lofsöng skattastefnu Rússa, skattar vćru ţar lágir.

Ég benti honum á ađ Pútín og ađrir óligarkar skattlegđu Rússa óbeint međ ţví ađ rćna auđćfum ţjóđarinnar og flytja til hinna illu Vesturlanda.

Píp frjálshyggjupútínistans er grátbroslegt, ekki síst í ljósi ţess ađ rússneska kerfiđ er ríkiskapítalískt.

Engu síđur grátbroslegur  er stuđningur vinstriputínista viđ hinn rússneska rányrkju-kapítalisma, tekjum og eigum er ójafnar skipt austur ţar en í hinni illu Ameríku.

Hvađ er til ráđa? Ekkert annađ en ađ efla skynsamlega, hógvćra en harđa miđjustefnu. Hin harđa miđja sýnir öfgaöflunum í báđa heimana en á friđsamlegan og rökvísan máta. Hún verđur ađ tala máli umburđarlyndis. 

Um leiđ má hún  ekki frjósa ídeólógískt, hún verđur ađ vera opin fyrir hugmyndum úr ýmsum áttum og vera tilbúinn til ađ viđurkenna villu síns vegar.

Viđ ţurfum harđa miđju.


JÓLABÓKARÝNI 5: Ból eftir Steinunni Sigurđardóttur

 

Í Heimsljósi er Ólafur Kárason látinn böggla saman ástarkvćđi sem hefst svona:

„Líneik veit ég langt af öđrum bera

létta hryssu í hópi stađra mera“

Ađalpersónan í nýju skáldsögu Steinunnar heitir Líneik en ekki fylgir sögunni hvort hún er afbragđ annarra kvenna.

Ástin er Steinunni hugleikin ađ vanda, í ţessari sögu ofurást, ást sem er fólki skađvćnleg. Líneik hefur ofurást á huldumanni, fornvinur hennar á henni, móđir hennar á föđurnum, hann á karlmanni og sá á honum.

Einbjörn togar í tvíbjörn, tvíbjörn í ţríbjörn o.s.frv.

Ástarsorgin er kannski í fyrirrúmi, ţar međ talin sorg Líneikar yfir ótímabćru láti dóttur og besta vinar. Og láti foreldra og eigin krankleika, krabbanum.

Svo sliguđ er hún af ást og sorg ađ hún flyst í hús viđ sjó (Sćlubóliđ) sem er  skammt frá eldstöđvum og bíđur ţess ađ gjósi og hrauniđ gleypi hana og bóliđ.

Heiti bókarinnar, Ból, vísar jafnt til bóls ţar sem ástarleikir eru framdir og hins byggđa bóls.

Líkön og skáldsögur

Vikjum ađ öđru. Í síđustu tveimur heimspekiskruddum mínum hef ég sett fram ţá kenningu ađ í skáldsögum megi finna líkön af veruleikanum, ekki óskyld vísindalegum líkönum.

Í líkönum er myndin af veruleikanum einfölduđ međ ţeim hćtti ađ  öll áhersla  er lögđ á ţá ţćtti, sem varđa ţá rannsókn sem veriđ er ađ stunda. Vćgi ţeirra er ýkt fyrir sakir raka

Í Bóli er ástin sýnd í sinni ýktustu mynd,  ofuráhersla lögđ á hana en horft fram hjá öđrum ţáttum. Eins og í góđu líkani.

Líkön eru hvorki sönn né ósönn en misfrjó, hiđ sama gildir um skáldsögur. Í Bóli má finna líkan sem   gefur lesanda kost á sjá ástina sem hćttuspil, sem tortímandi afl. Líkaniđ er vel hannađ og virđist frjótt.

Heimspekingurinn Martha Nussbaum stađhćfir ađ ást sé ekki altaf blind, hún geti stundum opnađ augu manna, veitt ţeim innsýn í veruleikann. Ofurástin í bók Steinunnar er ekki ţess eđlis, hún blindar og skađar.

En skáldsaga vćri ekki skáldsaga ef ekkert annađ en líkaniđ kemur viđ sögu, ţar skilur međ skáldskap og vísindum.

Hversdagslífi er vel lýst í bókinni, persónusköpun er öll hin ágćtasta. Í líkani er flest skissukennt, í skáldskap verđa persónur helst ađ vera margţćttar.

Náttúran leikur mikilvćgt hlutverk, bćđi sem frelsandi afl og ógnvaldur. Eldgosiđ mögulega er bćđi tortímandi og frelsandi í senn, getur veitt Líneik líkn, frelsađ  frá sorg og ástarsorg.

Rétt eins og ástin sem er náttúruafl, frelsandi og eyđileggjandi. Sem hún er viđ ţađ ađ fyrirfara sér uppgötvar hún hálfdautt lamb og kýs ađ bjarga lífi ţess og sínu um leiđ.

Lambiđ er dćmi um frelsandi mátt náttúrunnar, eins og tré og blóm eru í lífi Líneikar.

Stíllinn og fleira

Bókin er giska lipurlega skrifuđ, á köflum mjög vel stíluđ, ekki síst ţegar Líneik er látin lýsa ţví hvernig ofurástin heltók hana.

Sá kafli snart mig djúpt, lokakaflinn er líka frábćrlega velskrifađur.

En bókin er ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Til dćmis er meginsamtal Líneikar viđ Eyjó (kćrasta föđur hennar) stirđbusalegt á köflum, ögn rćđukennt, jafnvel sjálfshjálparbókarkennt.

Og Eyjó birtist í  bókarlok  svo lítiđ eins og deus ex machina, best ađ láta ţađ gođmagn hvíla í friđi.

Hvađ um ţađ, ég fékk allmargar  stjörnur í augun. Bókin er margra verđlauna virđi.  

Líneik ber kannski ekki af öđrum en Ból ber af flestum skáldsögum. 


ÓTÍMABĆRAR ATHUGASEMDIR 1: Napóleon var LÍKA umbótamađur!

 

Hér međ hefur göngu sína blogg/feisbókar-ţáttur en heiti hans er ćttađ frá Friedrich Nietzsche sem reit kver međ heitinu „Unzeitgemäße Betractungen“, útlagt á íslensku: Ótímabćrar athugasemdir.

 

Nietzsche vildi međ ţessu heiti undirstrika ađ í ritgerđunum vćru viđurkennd viđhorf gagnrýnd, t.d. gagnrýndi hann ţá  dýrkun á sagnfrćđi og kenningunni um sögulegar framfarir sem  var mjög áberandi á ţessum árum.

Ég hyggst í ţessum ţáttum gera slíkt hiđ sama, leikurinn hefst á gagnrýni á vinsćlar hugmyndir um Napóleon.

Fyrsta athugasemdin  er skrifuđ í tilefni kvikmyndarinnar um Napóleon en í henni er honum ađeins lýst sem herforingja og elskhuga.

Í hlutverki ţess síđarnefnda gerir hann ţađ án ţess ađ fara úr buxunum, bara í Hollywood geta menn slíkt.

Í lok myndarinnar er vígi ţriggja milljóna manna lýst á hendur honum, rétt eins og andstćđingar hans vćru saklausir af mannfallinu.

Ekkert orđ um réttarbćtur hans, ekki setning um ţađ hvernig hann gaf Gyđingum borgararéttindi og hjó víđa ađ feysknum rótum lénsveldis. Hann svipti m.a. handverksgildin einokunaréttindum sínum og jók međ ţessu og öđru  markađsfrelsi.

 Í myndinni  er hann sýndir sem herforingi í Egyptalandi, ekkert sagt um tilraunir hans til ađ koma á umbótum ţar í landi, veita innfćddum borgararéttindi.

 

 Forveri fasista eđa frjálslyndur umbótamađur?

 

Ţrátt fyrir ţetta kalla sumir hann forvera Mussolinis og Hitlers, skynsamari menn leggja áherslu á ađ hann hafi veriđ eindreginn fylgismađur upplýsingastefnunnar og stuđlađ, ţrátt fyrir allt, ađ framförum.

Til ađ mynda var hann lagabćtir mikill, hann setti sínu mikla veldi lög sem viđ hann eru kennd. Međ ţví gerđi hann Frakkland og allt sitt heimsveldi ađ réttaríki og ţó.

Rétt eins og forverar hans í frönsku byltingunni var hann lítill unnandi kvenréttinda, ef eitthvađ var dró úr réttindum kvenna í lögum hans.

Í ţessu sjáum viđ tvíeđli Napóleons, međ einni hendinni jók hann mannréttindi, međ hinni dró hann úr slíkum réttindum. Tvíeđliđ sést líka í herför hans um Ítalíu í lok átjándu aldar, annars vegar opnađi hann gettó Gyđinga og gaf ţeim full réttindi, hins vegar rćndi hann listaverkum í stórum stíl.

Ţegar hann hernam Möltu frelsađi hann innfćdda undan oki  musterisriddarana, afnam lénsveldiđ og veitti Gyđingum og múslimum trúfrelsi.

En hermenn hans svívirtu dómkirkjuna í La Valetta og gerđu hana ađ hesthúsi. Svo mjög mislíkađi hinum rammkaţólsku Möltubúum framferđi ţeirra ađ ţeir risu gegn Frökkum og tóku Bretum fagnandi.

Napóleon ćtlađi ađ losa Spánverja úr viđjum rannsóknarréttar og erkikaţólsku, láta sól upplýsingarinnar skína yfir landiđ. En fór fram međ slíkum ofstopa ađ Spánverjar fengu nóg og gerđu uppreisn gegn Frökkum.

Ekki síst  gegn Joseph Bonaparte, bróđur Napóleons sem keisarinn hafđi gert ađ konungi Spánverja. Sá játađi í bréfi til bróđur síns ađ hann nyti einskis stuđnings á Spáni.

Joseph var ekki eini bróđurinn sem Napóleon gerđi ađ konungi og ţóttu fćstir ţeirrar miklir skörungar.

Hermann Lindkvist segir í ćvisögu Napóleons ađ hann hafi öđrum ţrćđi veriđ korsískur ćttbálkahöfđingi sem taldi sjálfsagt ađ hygla ćttingjum sínum.

Samt talar Lindkvist yfirleitt vel um hann, bendir til dćmis á ađ Bretar hefđi sagt stríđ á hendur honum áriđ 1803 ţegar Evrópa hafđi notiđ friđar um nokkurt skeiđ.

Ţađ er ţví rangt ađ Napóleon hafi einn boriđ ábyrgđ á hildarleiknum sem ekki lauk fyrr en viđ Waterloo tólf árum síđar. En hann lét leyfa ţrćlahald á ný í nýlendum Frakka, frönsku byltingarmennirnir höfđu afnumiđ ţađ.

Annađ mikiđ fólskuverk var framkoman viđ Haitímenn.  Hinn stórmerki leiđtogi blökkumanna ţar í landi, hernađarsnillingurinn Toussaint L‘Ouverture, hafđi losađ landiđ viđ franska nýlendukúgun, afnumiđ ţrćlahald og komiđ á upplýstu stjórnarfari.

En Napóleon sendi her til landsins og lét handataka L‘Ouverture sem veslađist upp og dó í frönsku fangelsi. Saga Haití hefđi kannski orđiđ önnur ef Napóleon  hefđi látiđ landiđ  í friđi.

Ţá kann einhver ađ  spyrja  hvort enn eitt fólskuverkiđ hafi veriđ  ţađ ađ hann stofnsetti leynilögreglu í félagi viđ hinn skuggalega lögreglustjóra Fouché. Svariđ er ađ lögregluveldi Napóleons var í mildara lagi, fáir pólitískir fangar.

Napóleon fór jafnan  mildum höndum um andstćđinga og keppinauta. Hin miklu mistök hans var innrásin í Rússlandi, ţar missteig hinn snjalli herforingi sig. Af einhverjum ástćđum vildi hann hernema Moskvu en ekki höfuđborgina Pétursborg sem var mun  nćrri veldi hans en Moskva.

Hefđi hann náđ ţví ađ sigra Rússakeisara hefđi Pólland losnađ undan rússnesku oki og ţróun Rússlands kannski orđiđ önnur. Hefđu ánauđgir bćndur ţar fengiđ frelsi? Vćri einhver Pútín í valdastóli ţar eystra nú?

Ađ meta ferilinn.

Til ađ meta feril Napóleons verđa menn  ađ hafa í huga hvernig veröldin var á hans dögum. Vart voru til eiginleg lýđrćđisríki, vísir var ađ lýđrćđi í löndum eins og Sviss og Bretlandi, en ţó var hann stćrstur í Bandaríkjunum.

En ţar nutu blökkumenn, indíánar og konur engra lýđrćđisréttinda, flestir blökkumenn voru ţrćlar og frumbyggjar hundeltir eins og villidýr.

 Í Bretlandi nutu auđ- og ađalsmenn einir lýđrćđislegra réttinda. Ţeir áttu líka einkarétt á frama í embćttiskerfi og her, gagnstćtt Frakkaveldi ţar sem allir karlmenn nutu ţessa réttar, ţökk sé frönsku byltingunni og lagasetningu Napóleons. 

Hinu verđur ekki neitađ ađ Bretar og Bandaríkjamenn höfđu tiltölulega mikiđ  mál- og prentfrelsi, slíku var ekki til ađ dreifa í veldi Napóleons.

Lokaorđ.

Hvađ sem ţví líđur ţá er gjörsamlega fáránlegt ađ líkja Napóleoni viđ Hitler, Mussolini og Stalín. Ţeir káluđu frelsinu, Napóleon jók ţađ sum part, dró sum part úr ţví.

Hann var margţćttari en andskotinn.

PS Í kvikmyndinni er Wellington lávarđur látinn áriđ 1815 tala um Belgíu en ţađ land var ekki til ţá. Einnig er téđur lávarđur látinn ávarpa Naflajón sem „your grace“. Bretar viđurkenndi ekki Napóleon sem keisara, kölluđu hann ávallt „general Bonaparte“, stundum „Bony“.

 

Helstu heimildir:

Jospin, Lionel 2014: Le mal napoléonien. París: Éditions du Seuil.

Jospin bölvar Napóleoni í sand og ösku og telur hann bera ábyrgđ á öllu sem miđur hefur fariđ í Frakklandi síđust tvćr aldirnar. En ţessi fyrrum forsćtisráđherra Frakklands ómakar sig ekki á ađ vísa í heimildir.

 

Lindkvist, Hermann 2004: Napoleon (ţýđ. Henrik Eriksen). Ósló: Schibsted.

Norma, Pierre 2002: Napoléon. París: Maxi-livres.

Roberts, Andrew, viđtal í Daily Beast


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband