Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

KREPPULÚÐI, GRÝLA OG NÝJÓLASVEINARNIR

 

Það gerðist hér á dögunum að hún Grýla gamla skildi við hann Leppalúða og giftist honum Kreppulúða. Áttu þau saman 9 syni í einum grænum hvelli og stukku þeir alskapaðir út úr höfði Grýlu (var hún ekki kölluð Útrás þegar hún var ung og fögur?). Synirnir eru nefndir "nýjólasveinar" og hafa tekið við störfum hinna fyrri jólasveina. Einn nefnist Lánasníkir og verður sendur til höfuðstöðva IMF, gott ef ekki til Rússlands líka. Annar nefnist Auðvaldssleikir og gengur honum illa að finna auðvaldið, það er víst stokkið úr landi með útrásargullið. Sá þriðji heitir Gáttaði Þefur og er hann algerlega gáttaður á hinum póltitíska og efnahagslega ódaun sem fyllir vit landsmanna. Hinir sex eru víst óskírðir enn og má gera ráð fyrir fréttum um nöfn þeirra innan tíðar. Mun ég blogga um þau þegar þar að kemur.


Todd: Spáði falli Sovét og BNA.

 

Franski lýðfræðingurinn (demograph) Emmanuell Todd fall Sovétríkjanna fyrir árið 1976. Sextán árum síðar  spáði falli bandaríska heimsveldisins í bókinni Eftir heimsveldið (àpres l'empire). Eina af ástæðunum fyrir því að BNA er á fallandi fæti er sú að efnahagurinn er ekki ýkja góður, sagði hann þá. Í ofan á lag megi vel vera að auður Bandaríkjanna sé ofmetin. Enron-fyrirtækið  þóttist eiga ansi miklu meira en það átti í reynd. "Ofmatið" nam 1% af vergri þjóðarframleiðslu vestanhafs. Todd spyr (árið 2002) hvort falsanir Enrons séu einsdæmi, ef fjöldi fyrirtækja geri annað eins þá má ætla að þjóðarframleiðslan bandaríska sé öllu lægri en opinberar tölur segja. Nær má geta hvort fjármagnskreppan vestanhafs hafi veikt trú Todds á eigin spásagnir.

Hann  lét sér fátt um finnast þegar Bush hegðaði sér eins og hann ætti heiminn. Í viðtali við franskt Nettrímarit fyrir 3-4 árum sagði hann að Bush berði sér á brjóst og endurtæki "ég er sterkur, ég er sterkur" því hann vissi inni að svo væri ekki. Í fyrra sagði hann í viðtali að fall Svétríkjanna hafi m.a. stafað af ofurtrú á ríkið og heildina, en ofurtrú Kana á einstakling og markað gæti orðið banabiti hins ameríska heimsveldsins. Þetta hljómar sannfærandi í mínum eyrum en minnumst þess að Bandaríkin hafa oft sýnt verulegan endurkomumátt. Afskrifum aldrei BNA!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband