10.10.2008 | 14:16
MÁLSÓKN GEGN BANKALIÐINU?
10.10.2008 | 11:10
LECLÉZIO, (nóbels)skáld sem lofsyngur efnisheiminn
Nóbelsverðlaun til handa Jean-Marie Gustave LeClézio, góðar fréttir! Ég hef löngum dáð þennan ljóðræna prósahöfund, ekki síst vegna fyrstu skáldsögu hans Skýrslunnar (Le procès-verbal). Hún segir frá Adam Pollo, ungum iðjuleysinga sem þráir að sameinast efnisheiminum. LeClézio leikur tilbrigði við sama stef í smásögu sem gerist á Íslandi. Íslenkur piltur villist í óbyggðum en nær svo að skynja hvernig hann sjálfur tilheyrir náttúrinni og hún honum. Franski nóbelshafinn dásamar efnisheiminn, með sínum frábæra, ljóðræna stíl tekst honum að fá okkur til að upplifa dauða náttúru sem lifandi hluta af okkur sjálfum. Hugurinn leitar til þýska heimspekingsins Ernst Bloch sem var eins konar efnis-dul-hyggjumaður, söng efnisheiminum lof og prís, sagði hann mater-ia, efnis-móður okkar allra.
Ósagt skal látið hvort LeClézio er undir áhrifum frá Bloch en víst er um að báðir hafa sterka, lýríska taug.
10.10.2008 | 10:34
LOF SVARTSÝNI
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)