14.10.2008 | 08:40
GEIR ÁGÚSTSSON OG KREPPAN ÓGURLEGA
- Halldór Laxness sagđi eitt sinn ađ kommúnistar vćru feykilegir besserwisserar, ţeir héldu sig alvitra. Slíkt hiđ sama gildir um frjálshyggjumenn, rétt eins og kommúnistar tala ţeir viđ fólk í kennaratóni. Ţetta sést í nýlegu bloggi ţess annars ágćta frjálshyggjumanns Geirs Ágústssonar. Hann talar niđur til nóbelshagfrćđingsins Paul Krugmans og kennir honum hagfrćđi. Krugman greyiđ hafi ekki skiliđ ađ orsök kreppunnar sé einokun ríkisins á peningaprentun. Verđi hún gefin frjáls munu slíkar kreppur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ţessi kenning er reyndar ćttuđ frá hinum svokallađa austurríska skóla í hagfrćđi en hann hafđi m.a. sér til ágćtis ađ gefa skít í öll reynslurök. Einn helsti forsprakki skólans, Ludwig von Mises, sagđi ađ skilja mćtti hagkerfiđ međ ţví einu ađ velti ţví fyrir sér hvernig skynsamur mađur myndi hegđa sér viđ skilyrđi frjálss markađar, ekki ţyrfti ađ rannsaka raunverulegt atferli manna. Ađ svo miklu leyti sem kenningar skólans eru prófanlegar ţá fć ég ekki annađ séđ en ađ kenningin um peningaeinokun sé röng. Ţađ urđu stórfelldar fjármagnskreppur í Bandaríkjunum áđur en Seđlabankinn ţar tók sér einkarétt á prentun peninga. Og hvernig hafa frjálshyggjumenn eins og Geir hugsađ sér ađ skýra ţá stađreynd ađ eina kreppulausa skeiđiđ í sögu kapítalismans var ríkisafskiptaskeiđiđ mikla á fyrstu áratugunum eftir stríđ?
- Winston Churchill sagđi réttilega ađ sá sem ekki er kommúnisti tvítugur hefur ekkert hjarta, sá sem enn er kommi ţrítugur hefur engan heila. Ég bćti viđ: Sá sem ekki er frjálshyggjumađur tvítugur hefur hvorki hjarta né heila, sá sem enn er frjálshyggjumađur ţrítugur er líklega á launum hjá auđvaldinu.