25.11.2008 | 16:56
VARNARRÆÐUR SÓKRATESAR OG DAVÍÐS
Ekki verður af Davíð Oddsyni skafið að hann er mælskur vel og ágætlega skrifandi, það kemur klárlega fram í Varnarræðu hans hjá Verslunar(ó)ráði. Heimspekingurinn Sókrates var ekki síður mælskur, það kom klárlega fram í Varnarræðu hans hjá þingi Aþeninga. Báðir eru með storminn í fangið, einir á móti næstum öllum. Og þó, Platon stóð með Sókratesi, Hannes með Davíð! Báðir eru einkar staðfastir, hvika hvergi. Sókrates gekk heldur í dauðann en að hvika frá sannfæringu sinni, líklega verður að bera Davíð með tærnar upp úr úr Seðlabankanum.