29.11.2008 | 09:18
ÚTIFUNDUR Í BOÐI FJÁRGLÆFRAMANNA?
Á útifundinum í dag á að krefjast kosninga, afsagnar Seðlabankastjórnar o.s.frv. En eins og venjulega sleppa fjárglæframennirinir við gagnrýni, hinir frjálshyggnu Íslendingar vilja ekki skilja ábyrgð þessara manna á ástandinu. Einkaframtakið er heilagt, halelúja! Það fylgir sögunni að norska ríkissjónvarpið sagði að Jón Ásgeir skuldaði þúsund miljarða króna, skuld sem nú fellur á skattgreiðendur. En hann er náttúrulega saklaus, samanber það að mótmælandi nokkur hafði Bónusfánann með sér er hann klifraði upp á þak Alþingishússins. "Die Fahne hoch..." sungu nasistar, "dragið fánann að húni".
![]() |
Útifundur á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |