ENN UM VILHJÁLM ANDRA

 

Á ummælasíðu hefur geysað deila milli mín og ungs eldhuga, Vilhjálms Andra Kjartanssonar en hann er frjálshyggjusinnaðri en góðu hófi gegnir. Ég svaraði ekki almennilega staðhæfingum hans um að markaðsverð væri náttúrulegt verð en þá staðhæfingu rökstyður hann ekki. Ég hafði snuprað Geir Ágústsson fyrir þessa trú á náttúrulegt verð sem er ekkert annað en dæmi um að frjálshyggjumenn dýrka markaðinn eins og Guð. Það sem gerist á markaðnum er heilagt og náttúrulegt, halelúja!! Að gamni slepptu þá svífa hagfræðikenningar einatt í lausu lofti, eru lítt prófanlegar. Það gildir sérstaklega um skýrikenningar og kenningar sem varða grundvöll fræðanna. Kenningin um að markaðsverð sé náttúrulegt verð er ein slík kenning, mér er gjörsamlega hulið hvernig eigi að sannreyna þessa tilgátu. Hún er sennilega óprófanleg, áróðurs-kenning, ekki fræðikenning.

Vilhjálmur Andri gefur sér að frelsisskilningur frjálshyggjunnar sé sá eini rétti. En fræðimenn greinir mjög á um eðli frelsins. Hin frægi heimspekingur Gerry Cohen segir að markaðskerfið hefti frelsi manna, annar  enn frægari heimspekingur Charles Taylor að nafni segir að frelsisskilningur frjálshyggjunnar sé altof þröngur. Frjálshyggjumenn myndu neita því að barn sem alið hefur verið skpulega upp í tiltekinni stjórnmálaskoðun sé fórnarlamb kúgunnar, Taylor myndi janka því. Kristján Kristjánsson myndu gjalda jáyrði við þessu líka en á allt öðrum forsendum en Taylor. Ég ráðlegg ofurhuganum unga að kynna sér kenningar þessara manna, það sakar engan að víkka út sjóndeildarhring sinn.

 


DAVÍÐSKLÍKAN, HIÐ NÝJA ALÞÝÐUBANDALAG?

 

Eins og fram kom í síðasta bloggi hef ég verið að lesa nýjasta hefti tímarits Davíðsmanna, Þjóðmál. Í þessu tímariti er auðvaldið gagnrýnt all harkalega, öðru vísi mér áður brá. Einnig er hamast gegn ESB og þjóðleg verðmæti vegsömuð. Þessi boðskapur minnir ekki eilítið á málfluting Alþýðubandalagsins sáluga. Svo stofni Davíð flokk mætti kalla hann....getið tvisvar..jú Alþýðubandalagið!


Bloggfærslur 30. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband