VEI YÐUR FRÆÐIMENN OG FARISEAR, HRÆSNARAR!

  

Ömurlegt er að fylgjast með málflutningi alltof margra einstaklinga um atburðina fyrir botni Miðjarðarhafs.

Vinstrimenn fordæma bara Ísrael, nefna ekki morðæði Hamas, hægrimenn einblína á illgjörðir Hamasliða en verja yfirgang Ísraela og fjöldamorð þeirra á Gasabúum.

Vinstrimenn nefna ekki kúgun Hamas á konum og samkynhneigðum, harðstjórn þeirra og spillingu PLO.

Hægrimenn láta hjá líða að ræða yfirgang landnema á Vesturbakkanum og þá staðreynd að hreinræktaðir fasistar sitja nú í stjórn Ísraels.

Samkvæmt skjölum, sem lekið var í fjölmiðla, ræða ráðamenn þann möguleika að hrekja alla íbúa Gasasvæðisins til Egyptalands. Það heitir „þjóðarbrotshreinsun“ á venjulegu máli.

En ekki má gleyma „afrekum“ Hamasliða, þeir  eru slík varmenni að vel má vera að þeir geri sér vígahreiður í sjúkrahúsum og einkaíbúðum.

Hvað sem því líður þá hafa hvorki hægri- né vinstrimenn mikla samúð með Palestínumönnum og Ísraelum.

Þeir hafa aðallega samúð með sjálfum sér, með sínum pólitísku kreddum. Deilan snýst í reynd um Bandaríkin, vinstrimenn eru á móti Ísrael af því að BNA styður það, hægrimenn halda með Ísrael af sömu sökum.

Í Rómeó og Júlíu Shakespeares segir Mercutio um Capulet og Montague  ættirnar sem börðust um völdin  í Verónu: „A plague o‘ both your houses!“


Bloggfærslur 7. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband