25.11.2023 | 23:21
JÓLABÓKARÝNI NR 3: Vegamyndir eftir Óskar Árna Óskarsson
Eru ekki bókmenntir bestar í háloftunum? Ég las bók Óskars Árna Óskarssonar Vegamyndir í flugvél og varđ fyrir flug-hug-ljómun, skildi Skara betur en áđur.
En fyrst ögn um kveriđ. Hér er á ferđinni úrval smáprósa og ljóđa frá 1990-2015, velflestir textarnir tengjast ferđalögum um landiđ, ađallega útkjálka ţess.
Ein sagan fjallar um ímynduđ ţorp, kallast kannski á viđ hina dásamlegu bók Italo Calvinos Borgirnar ósýnilegu. Ţćr eru ósýnilegar ţví ţćr eru strangt tekiđ ekki til, hiđ sama gildir um ţorpin ímynduđu. En samt til á vissan hátt, ofurraunveruleg.
Óskar er mađur minimalisma, beinir sjónum sínum ađ hinu smáa og hversdagslega sem viđ nánari ađgćslu er hvorki smátt né hversdagslegt.
Sérstaklega ekki ţegar Óskar lćtur fantastíska viđburđi gerast í hvunndeginum, lćtur t.d. Jónas Hallgrímsson birtast á nútímakaffihúsi úti á landi.
Mér hafa ţótt bćkur Óskars dálítiđ misjafnar ađ gćđum, stundum tekst honum ekki ađ gera hvunndaginn spennandi.
En í ţessari bók má finna margt af ţví besta úr bókum hans. Ég fékk nokkrar stjörnur í augun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.