JÓLABÓKARÝNI 5: Ból eftir Steinunni Sigurđardóttur

 

Í Heimsljósi er Ólafur Kárason látinn böggla saman ástarkvćđi sem hefst svona:

„Líneik veit ég langt af öđrum bera

létta hryssu í hópi stađra mera“

Ađalpersónan í nýju skáldsögu Steinunnar heitir Líneik en ekki fylgir sögunni hvort hún er afbragđ annarra kvenna.

Ástin er Steinunni hugleikin ađ vanda, í ţessari sögu ofurást, ást sem er fólki skađvćnleg. Líneik hefur ofurást á huldumanni, fornvinur hennar á henni, móđir hennar á föđurnum, hann á karlmanni og sá á honum.

Einbjörn togar í tvíbjörn, tvíbjörn í ţríbjörn o.s.frv.

Ástarsorgin er kannski í fyrirrúmi, ţar međ talin sorg Líneikar yfir ótímabćru láti dóttur og besta vinar. Og láti foreldra og eigin krankleika, krabbanum.

Svo sliguđ er hún af ást og sorg ađ hún flyst í hús viđ sjó (Sćlubóliđ) sem er  skammt frá eldstöđvum og bíđur ţess ađ gjósi og hrauniđ gleypi hana og bóliđ.

Heiti bókarinnar, Ból, vísar jafnt til bóls ţar sem ástarleikir eru framdir og hins byggđa bóls.

Líkön og skáldsögur

Vikjum ađ öđru. Í síđustu tveimur heimspekiskruddum mínum hef ég sett fram ţá kenningu ađ í skáldsögum megi finna líkön af veruleikanum, ekki óskyld vísindalegum líkönum.

Í líkönum er myndin af veruleikanum einfölduđ međ ţeim hćtti ađ  öll áhersla  er lögđ á ţá ţćtti, sem varđa ţá rannsókn sem veriđ er ađ stunda. Vćgi ţeirra er ýkt fyrir sakir raka

Í Bóli er ástin sýnd í sinni ýktustu mynd,  ofuráhersla lögđ á hana en horft fram hjá öđrum ţáttum. Eins og í góđu líkani.

Líkön eru hvorki sönn né ósönn en misfrjó, hiđ sama gildir um skáldsögur. Í Bóli má finna líkan sem   gefur lesanda kost á sjá ástina sem hćttuspil, sem tortímandi afl. Líkaniđ er vel hannađ og virđist frjótt.

Heimspekingurinn Martha Nussbaum stađhćfir ađ ást sé ekki altaf blind, hún geti stundum opnađ augu manna, veitt ţeim innsýn í veruleikann. Ofurástin í bók Steinunnar er ekki ţess eđlis, hún blindar og skađar.

En skáldsaga vćri ekki skáldsaga ef ekkert annađ en líkaniđ kemur viđ sögu, ţar skilur međ skáldskap og vísindum.

Hversdagslífi er vel lýst í bókinni, persónusköpun er öll hin ágćtasta. Í líkani er flest skissukennt, í skáldskap verđa persónur helst ađ vera margţćttar.

Náttúran leikur mikilvćgt hlutverk, bćđi sem frelsandi afl og ógnvaldur. Eldgosiđ mögulega er bćđi tortímandi og frelsandi í senn, getur veitt Líneik líkn, frelsađ  frá sorg og ástarsorg.

Rétt eins og ástin sem er náttúruafl, frelsandi og eyđileggjandi. Sem hún er viđ ţađ ađ fyrirfara sér uppgötvar hún hálfdautt lamb og kýs ađ bjarga lífi ţess og sínu um leiđ.

Lambiđ er dćmi um frelsandi mátt náttúrunnar, eins og tré og blóm eru í lífi Líneikar.

Stíllinn og fleira

Bókin er giska lipurlega skrifuđ, á köflum mjög vel stíluđ, ekki síst ţegar Líneik er látin lýsa ţví hvernig ofurástin heltók hana.

Sá kafli snart mig djúpt, lokakaflinn er líka frábćrlega velskrifađur.

En bókin er ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Til dćmis er meginsamtal Líneikar viđ Eyjó (kćrasta föđur hennar) stirđbusalegt á köflum, ögn rćđukennt, jafnvel sjálfshjálparbókarkennt.

Og Eyjó birtist í  bókarlok  svo lítiđ eins og deus ex machina, best ađ láta ţađ gođmagn hvíla í friđi.

Hvađ um ţađ, ég fékk allmargar  stjörnur í augun. Bókin er margra verđlauna virđi.  

Líneik ber kannski ekki af öđrum en Ból ber af flestum skáldsögum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband