14.12.2023 | 22:38
ÓTÍMABÆRAR ATHUGASEMDIR 2: UM ÞARFA, HARÐA MIÐJU
Fyrir rúmri hálfri öld orti Leonard Cohen orti svo:
I know you heard its over noe and war must surely come
The cities they are broke in half and the middle men are gone
Þessi orð eiga enn betur við í dag en í 1967. Stórstríð virðist yfirvofandi, bæði í Auatur-Asíu og Evrópu. Þankaveita nokkur segir að Rússar búi sig undir stríð við NATÓ innan fimm til tíu ára.
Þeir gætu unnið sigur í Úkraínu ef hægriöfgaöfl í bandaríska þinginu halda áfram að tefja samþykkt fjárveitinga til Úkraínu.
Eins og það sé ekki nóg eru Ísraelar önnum kafnir við að murka lífið úr Gasabúum. Og íslamskir öfgamenn brýna kutana.
Vestanhafs hafa miðjumennirnir horfið, borgirnar klofnir í tvennt, öfgaöfl til hægri og vinstri vaða uppi. Ofstopafullir rétthugsendur og ofstækisfullir þjóðrembungar gera sig gildandi alls staðar á jarðarkringlunni. Ekki má á mili sjá hvor er umburðarlausari. Hart er í heimi
Skammt er öfganna á milli, á vissum sviðum eru margir hægri- og vinstriöfgamenn sammála, Pútín á sér fylgismenn meðal beggja.
Vinstripútínistar mega ekki vatni halda af hrifningu yfir andstöðu Pútíns gegn Bandaríkjunum, hægripútínistar elska þjóðrembu hans og fjandskap við samkynhneigða.
Ég lenti einu sinni í feisbókardeilu við frjálshyggjumann sem varði Pútín og hallmælti Úkraínu. Vinurinn lofsöng skattastefnu Rússa, skattar væru þar lágir.
Ég benti honum á að Pútín og aðrir óligarkar skattlegðu Rússa óbeint með því að ræna auðæfum þjóðarinnar og flytja til hinna illu Vesturlanda.
Píp frjálshyggjupútínistans er grátbroslegt, ekki síst í ljósi þess að rússneska kerfið er ríkiskapítalískt.
Engu síður grátbroslegur er stuðningur vinstriputínista við hinn rússneska rányrkju-kapítalisma, tekjum og eigum er ójafnar skipt austur þar en í hinni illu Ameríku.
Hvað er til ráða? Ekkert annað en að efla skynsamlega, hógværa en harða miðjustefnu. Hin harða miðja sýnir öfgaöflunum í báða heimana en á friðsamlegan og rökvísan máta. Hún verður að tala máli umburðarlyndis.
Um leið má hún ekki frjósa ídeólógískt, hún verður að vera opin fyrir hugmyndum úr ýmsum áttum og vera tilbúinn til að viðurkenna villu síns vegar.
Við þurfum harða miðju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2023 kl. 10:35 | Facebook
Athugasemdir
Vel maælt!
En er þarna verið að óska eftir fleiri og öflugri framsóknarmönnum?
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 15.12.2023 kl. 15:44
Takk, Framsókn hefur ekki stuðlað að þeim húmanísku verðmætum sem ég held á lofti. Flokkurinn er ekkert annað en hagsmunaapparat. Mér sýnist Píratar, Viðreisn og Samfylking vera fremur fulltrúar skynsamlegrar og mannúðlegrar heimssýnar. Þótt þessir flokkar séu meingallaðir hver á sína vísu. En ég er aðallega að hugsa hnattrænt.
Stefán Valdemar Snævarr, 16.12.2023 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.