15.11.2024 | 10:29
Goðsögur Moskvuvaldsins (II)
Áróðursvél Moskvuríkisins heldur því fram að Úkraínu sé stjórnað af nasistum og að afnasistavæða verði landið. Þetta er tóm tjara og afsökun fyrir nýlendustefnu Pútíns, löngun hans til að innlima Úkraínu í veldi sitt.
Staðreyndin er sú að í síðustu þingkosningum í Úkraínu fékk sameiginlegur listi hægriöfgamanna undir tveimur prósenta atkvæða og náði engum inn á þing. Þeir höfðu einn þingmann á fyrra þingi.
Þarf að nefna að Zelenskí er rússneskumælandi Gyðingur? Kannski verður að nefna að í forsetatíð fyrirrennara hans var forsætisráðherrann Gyðingur að nafni Volodomyr Groysman. Sérkennilegur nasismi atarna!
Bæta má við að í Rússlandi eru starfandi ýmis hægriöfgasamtök, t.d. Rússneska heimsveldið en Pútín nennir ekki að afnasistvæða þau, það þótt öfgasamtök séu bönnuð í Rússíá.
Í ofan á lag berst Rusich, sveit rússneskra nasista, með Moskvuhernum gegn Úkraínumönnum.
Það er ekki óalgengt að menn líti á fasisma og nasisma sem heildræn hugmyndakerfi, rétt eins og marx-lenínisminn var (og jafnvel enn þá er). En það er misskilningur, nasismi er reyndar nær því að hafa slíkt hugmyndakerfi en ítalski fasisminn.
Þótt Pútín hafi tæpast heildrænt hugmyndakerfi er því ekki útilokað að flokka megi hann með fasistum. Skal reynt að ígrunda þá flokkaskipan hér.
Nasismi og fasismi
Gyðingarhatur, andúð á Rómaþjóðinni, rasismi, þjóðremba, kvenhatur, heimsvaldastefna, hernaðarhyggja, andlýðræðishyggja, andkommúnismi, hatur á hommum, jafnvel á menntun og menntamönnum, bændahyggja og dýrkun á Hitler voru burðarásarnir í hugmyndafræði nasista.
Samt höfðu þeir ekki ákveðna stefnu í efnahags-, heimspeki- og trúmálum, gagnstætt kommúnistum.
Einnig fengu tilraunir Alfred Rosenbergs til að skapa nasíska heimspeki lítinn hljómgrunn (Rosenberg 1934). Fræðimaðurinn Martin Kitchen leggur áherslu á kenningaandúð nasista og segir orðrétt: Rosenbergs unreadable works remained unread (Kitchen 1976: 28).
Gagnólíkir heimspekingar fylgdu nasistum að málum, t.d. Martin Heidegger og Ernst Mally en sá síðarnefndi var rökgreiningarheimspekingur og upphafsmaður skyldurökfræði.
Heidegger verður seint kenndur við rökgreiningu (um hann og nasismann, sjá t.d. Bambach 2012: 102-115)(um Mally og nasismann, sjá Hieke og Zecha 2018).
Ítalski fasisminn var enn síður hugmyndafræðilegt kerfi, þrátt fyrir tilraunir til að skapa honum heimspekikenningu með útúrsnúningum úr heimspeki Hegels.
Sú tilraun var ekki framin fyrr en nokkru eftir að fasistar höfðu náð völdum, Mússólíní hafði áhuga á ýmsum heimspekingum en ekki Hegel (um ítalska fasismann sjá t.d. Kitchen 1976).
Hann taldi að þessi fasíska Hegelshyggja væri sér til framdráttar.
Gagnstætt því fordæmdi Rosenberg Hegel og taldi heimspeki hans framandi þýsku blóði (Rosenberg 1934: 525). Aðalatriðið er að fasistar og nasistar höfðu lítinn áhuga á sértækum kennisetningum, gagnstætt kommúnistum.
Pútín er heldur ekki ofþjakaður af ást á sértekningum.
Hvað varðar ítalska fasismann þá var kjarninn í honum andlýðræðisstefna, þjóðremba og dýrkun á Mússólíní. Allt annað var undirlagt duttlungum einræðisherrans. Framan af vegnaði Gyðingum ágætlega á Ítalíu, nokkrir af forystumönnum fasista voru Gyðingar.
En tækifærissinninn Mússólíní gjörbreytti um stefnu á einni nóttu þegar hann gerði bandalag við Hitler Þá var tekið að þjarma allhressilega að ítölskum Gyðingum.
Einhver kann að spyrja hvort Mússi hafi ekki upprunalega verið sósíalisti, því sé fasisminn sósíalískur.
Svar mitt er að það er jafn fáránlegt að segja þetta eins og að telja frjálshyggjuna kommúníska af því að frjálshyggjumaðurinn Jónas Haralz var Moskvukommi á sínum yngri árum.
Þess utan mun Mússólini á sínu forfasíska skeiði hafa boðað skrítinn sósíalisma, blandaðan hugmyndum Nietzsches en sá var sósíalismanum fjandsamlegur (Snajder 2002: 235262).
Hvað um nasista? Kenndu þeir sig ekki við þjóðernis-sósíalisma? Vissulega en þeir voru áróðursmenn dauðans-í orðsins fyllstu merkingu. Sósíalíska þætti má finna í stefnuskrá þeirra en þeir gerðu fátt til að koma henni í framkvæmd.
Til dæmis kveður stefnuskráin á um að þjóðnýta skuli stórmarkaði og leigja smákaupmönnum en Hitler lyfti ekki litlafingri til að koma þessu hálfsósíalíska markmiði í framkvæmd.
Það er hins vegar vart rétt að Hitler hafi verið handbendi stórauðvalds. Eitt er fyrir sig að hann þjarmaði hressilega að auðugum Gyðingum, annað er að hann lét handtaka stóriðjumanninn Fritz Thyssen sem hafði dælt fé í flokk nasista (Thyssen 1941).
Hitler hafði byssurnar, stórauðvaldið ekki. Hið sama gildir um Pútín, hann sviptir þá auðmenn, sem ekki lúta honum, eigum sínum (t.d.. Kódorovskí).
Um leið gerir hann klíkufélaga sína forríka (t.d. Arkadí Rótenberg). Sjálfan sig sennilega líka.
Nasistaflokkurinn var á vissan hátt fasísk útgáfa af gömlu Framsókn, tækifærissinnaður í flestu, þó ekki í stuðningi við landbúnaðinn. Enda höfðu nasistar meira fylgi meðal bænda en annarra stétta.
Ekki fylgir sögunni hvort rússneskir bændur flatmaga fyrir Pútín, þeim væri trúandi til þess.
Tekið skal fram að ég er EKKI að væna Framsókn um nasisma, Tíminn, málgagn flokksins, tók eindregna afstöðu gegn nasistum frá fyrstu stundu.
Pútín og rússneski fasisminn.
Eitt af því fáa jákvæða sem segja má um Pútín er að hann er ekki Gyðingahatari, enda hefur júdóvini hans, Gyðingnum Arkadí Rósenberg og fjölskyldu hans, vegnað vel. Fölskyldan er meðal þeirra ólígarka sem öðluðust auð sinn vegna tengsla við Pútín.
Fiona Hill og Clifford Gaddy segja í bók sinni um Pútín að hann hafi skorað á rússneska Gyðinga sem flutt hafa Ísraels að snúa heim.
Samt hafi hann leikið á strengi Gyðingahaturs þegar hann vó að þeim óligörkum sem ekki beygðu sig fyrir honum. Nokkrir þeirra voru Gyðingar (Hill og Gaddy 2015).
Seint verður hann vændur um skorti þjóðrembu, heimsveldistefnu og einræðishyggju, það á hann sammerkt með Hitler og Mússólíní.
Í ofan á lag má Pútín vart ljúka sundur munni án þess að vegsama keisarana rússnesku, einna helst Pétur mikla og Katarínu miklu.
Ekki virðist hann hafa áhyggjur af því að keisararnir voru einræðisherrar sem ríktu yfir þjóð þar sem 80% voru nánast þrælar. Hann afhjúpar sig með því lýðræðisfjandskap og heimsveldishyggju sína.
Einnig hefur hugmyndafræði Pútíns fasískar hliðar, hann lét flytja jarðneskar leifar fasistans Ivan Iljins til Moskvu og lagði blómsveig á gröf hans. en sá bjó í Þýskalandi árið 1933 og fagnaði valdatöku nasista.
Pútín mun hafa staðið fyrir því að jarðneskar leifar hans yrðu fluttar til Rússlands og lagði blómsveig á gröf hans (samkvæmt t.d. Snyder 2018: 5859).
Iljín boðaði e.k. trúarlegan fasisma sem skipaði rússnesku þjóðinni í hásæti, hún væri útvalin þjóð Rússland væri sérstakt land, handan tímans (!!!).
Því landi skyldi stjórnað af alvöldum, útvöldum, einstakling, helst konungi (tsar). Pútin sem jarmar um afnasistavæðingu er hliðhollur manni sem fagnaði valdatöku nasista!
Málpípa Pútíns, fyllibyttan Dmitri Medvedev, hvetur rússneska æsku að lesa þann hrylling sem Iljín setti saman.
Annar meðhjálpari Pútíns, Valerí Súrkov, mun hafa nútímavætt kenningar heimspekingsins. Til að gera illt verra hafi úrvals-rit Iljíns verið gefin öllum meðlimum Pútínflokksins og sérhverjum ríkisstarfsmanni í landinu (Snyder 2018: 1635 og víðar).
Enn einn hugsuður, sem tengist Pútín, er Alexander Dúgín en sá mun vera undir áhrifum frá Iljín. Dólgurinn Dúgín boðar rússneskan fasisma segir í grein sem í enskri þýðingu heitir Fascism-Borderless and Red (Dúgín 1997).
Fasistinn elski hið brútala, ofurmannlega og englalega, segir hann. Eðli fasismans sé nýtt stigveldi, nýr aðall. Um leið sé margt í stefnu hans sósíalískt, Hitler og Mússólíní hafi mistekist m.a. vegna þess að þeir voru of vinsamlegir auðhringjum og borgaralegum öflum.
Rússneski fasisminn eigi að forðast þau mistök og aðlaga stjórnarfarið rússneskum aðstæðum. Dúgín er greinilega vinstrifasisti, gagnstætt Iljín sem kalla má hægrifasista.
Meðal vinstrifasista má nefna SA foringjann Ernst Röhm en vinstrifasistar biðu ósígur í valdabaráttu innan nasistahreyfingarinnar. Röhm var myrtur árið 1934 að fyrirskipan Hitlers, það var hinn endanlegi ósigur vinstrinasistanna.
Mússólíní stóð fyrir umfangsmikilli einkavæðiungu í upphafi ferils síns (Bel 2011: 937-956). Hitler fetaði í fótspor hans, það var allur sósíalisminn í Þýskalandi nasismans (Bel 2010: 34-55). Síðar söðluðu báðir við og juku ríkisafskipti verulega mikið þegar þeir töldu það henta valdakerfi sínu.
Pútín er heldur enginn andstæðingur einkaframtaks og markaðar, Hill og Gaddy segja að hann hafi varið markaðskerfi í rökræðum við kommúnista í þinginu þegar hann var forsætisráðherra (Hill og Gaddy 2015).
Það fylgir sögunni að Hitler lofsöng einkaframtakið í a.m.k. einni ræðu (Hitler 1936: 11). Pútín hefði getað tekið undir þann söng.
Enn eitt sem hann á sameiginlegt með nasistum er menningaríhaldsmennska, t.d. í mynd andúðar á hommum og öðru LGBT fólki. Norska blaðið Aftenposten segir frá ofsóknum á hendur þessa fólks sem aukist hafi mjög eftir innrás Moskvuhersins í Úkraínu (Aftenposten 9/11 2024).
Annað er endalaust tuð um að annarleg öfl vilji þjóðina feiga, þeim verði að stúta svo hún megi lifa.
Þriðja atriðið er löngun Pútíns til að sameina allt rússneskumælandi fólk í sama ríki, það líkist löngun Hitlers til að smala öllu þýskumælandi fólki í sömu ríkisréttina.
Hið fjórða er efnahagskerfið þar sem auðhringir og ólígarkar mega þéna fé svo fremi þeir þjóni hagsmunum alvaldsins.
Hið fimmta er hervæðing þjóðlífsins. Pútín hefur hann sett á laggirnar æskulýðssamtök þar sem ungmennum er kenndur vopnaburður, rétt eins og Hitlersæskunni.
Réttast er að kalla stefnu Pútíns tsar-fasisma, fyrri liðurinn vegna keisaradýrkunar alvaldsins (sjá samt hér).
Viðbjóðslegur boðskapur Pútínistans Sergeivitsj.
Ein af málpípum Pútíns nefnist Timofei Sergeivitsj. Frétta-stofan RIA Novosti (hluti af aróðursvél Kremlarbóndans) birtir grein eftir hann þar sem hann mælir með hrikalegri kúgun á Úkraínumönnum í nafni afnasistavæðingar.
Drepa verði allan úkraínska herinn, meðhöndla verði úkraínska hermenn sem glæpamenn. Útrýma verði líka allri hinni þjóðernissinnuðu elítu.
Rússar taki alla fjölmiðla yfir og stjórni netinu algerlega. Skólabókum verði að breyta allhressilega og banna allt sem fíflið fasíska kallar nasistaáróður (les: hugmyndir um Úkrainumenn sem sérstaka þjóð).
Yfirgripsmiklar lögreglurannsóknir beri að framkvæma, ofsækja beri alla sem styðja ríkisstjórnina úkraínsku.
Setja beri andnasískar (les: Rússófasískar) stofnanir á laggirnar og andnasistavæðing (les: Rússavæðing) fari fram um 25 ára skeið. Fjöldahandtökur og fjöldalíflát, 25 ára afnasistavæðingar-stjórn (les: Rússavæðingarstjórn) o.s.frv.
Greinin hefði aldrei verið birt ef einræðisstjórnin hefði ekki talið hana í lagi, jafnvel verið sammála boðskapnum.
Boðskapurinn sá arna verður ekki kallaður annað en fasískur, alveg eins og boðskapur Dúgíns. Þessir menn vaða uppi með öfghagjamm sitt í landi þar sem meintir öfgar eru bannaðir (ekki eru ofstopafullar hótanir Mededves skárri).
Rússland þarf á afnasistavæðingu að halda.
Lokaorð.
Pútín er fylgjandi þjóðrembu, heimsvaldastefnu, hernaðar- og einræðishyggju rétt eins og fasistar. Hann vitnar líka fjálglega í fasíska hugsuði eins og Iljín. .
Sú staðreynd að margt er á reiki í hugmyndafræði Pútínismans gerir hann enn líkari ítalska fasismanum. Rétt eins og Mússólíní trúir hann aðallega á mátt sinn og megin.
Þessi stefnu-nefna Pútíns er að því leyti til ólík nasismanum að hann er ekki Gyðingahatari en Mússólini var það líklega heldur ekki framan af enda var ástkona hans Gyðingur.
Einnig er andúð Pútíns á LGTB fólki lík stefnu nasista, sem og móðursýkislegur ótti við meinta óvini þjóðarinnar. Efnahagskerfið hefur líka þætti sem minnir á nasismann.
Niðurstaða mín er sú að vel megi flokka Pútín með fasistum.
Heimildir utan nets:
Bambach, Charles 2010: Heidegger, National Socialism and the German People, Bret W. Davis (ritstj..): Martin Heidegger. Key Concepts. Durham: Acumen, bls. 102-115.
Bel, Germa 2010: Against the mainstream: Nazi privatization in 1930′s Germany, Economic History Review, 63 (1), 34-55.
Bel, Germa 2011: The first privatization: Selling shoes and privatizing public monopolies in fascist Italy (1922-1925), Cambridge Journal of Economics, 35 (5), 937-956.
Dugin, Alexander 1997: Fascism-Borderless and Red. Sótt 13/11 2024 á chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://www.stephenhicks.org/wp-content/uploads/2022/03/DuginA-Fascism-Borderless-Red.pdf
Hieke, Alexander and Zecha, Gerhard 2018: Ernst Mally, Stanford Encyclopedia of Philosophy. Sótt 7/11 2024 á https://plato.stanford.edu/entries/mally/
Hill Fiona og Gaddy, Clifford 2015: Mr. Putin: The Operative in the Kremlin. The Brooking Institution.
Hitler, Adolf 1935: Lighed giver fred (þýðandi Clara Hammerich): København: Hasselbalch.
Kitchen, Martin 1976: Fascism. London: MacMillan Press.
Rosenberg, Alfred 1934: Der Mythus des 20. Jahrhunderts. Eine Wertung der seelisch-geistigen Gestaltenkämpfe unserer Zeit. München: Hoheneichen-Verlag, https://archive.org/details/Rosenberg-Alfred-Der-Mythus-Text Sótt 8/5 2019.
Sznajder, Mario 2002: Nietzsche, Mussolini, and Italian Fascism, Golomb og Robet S Wistrich (ritstj.): Nietzsche, Godfather of Fascism? On the Uses and Abuses of Philosophy. Princeton og Oxford: Princeton University Press, bls. 235262.
Thyssen, Fritz 1941: I paid Hitler (þýðandi César Saerchinger). London: Hodder and Stoughton Ltd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Stefán Valdemar; sem jafnan og fyrr !
Stjórnarhættir Vladimírs Putin; minna okkur meir og meir á ofstæki Ívans IIII. Vasilyvich hins ógurlega (1547 - 1584) svo vægt sje til orða tekið.
Hins vegar; skal jeg alveg viðurkenna, að jeg hefi ekkert sjerstaka samúð með Gyðingum:: sje mið tekið af starfsháttum þeirra og allra handanna scandölum í gegnum tíðina:: lítandi á sig sem einskonar yfirþjóð umfram alla aðra sbr. Gamla Testamentis þvæluna / svo ekki sje nú minnst á óþverrahátt Zíonista ríkisins Ísrael´s, í okkar samtíma.
Þær eru jú; vægast sagt hlægilegar:: fullyrðingar Moskvumanna, hvað varðar hinn meinta Nazisama Úkraínumanna:: yfirvarp eitt, til þess að rjettlæta viðurstyggilegan yfirgang Rússa í Úkraínu - svo munum við fautaskap Rússa gagnvart Georgíumönnnum árið 2008, svo ekki sje talað um hinar Japönsku Kúril- eyjar:: með Rússneskri hersetu í nær 80 ár, svo fátt eitt sje talið.
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2024 kl. 16:24
Toyota Corolla hefur fjögur hjól. Alveg eins og Ferrari F40. Þar af leiðir að Toyota Corolla er Ferrari F40.
Aha. Stemmir.
Aldrei þessu vant hafa Rússar álpast til þess að réttnefna andstæðinga sína.
Þeir eru eins nálægt því að vera nazistar og hægt er. Ekki "hægri-öfgamenn," heldur nazistar. Rússar eru nær því að vera hægri-öfgamenn.
Það er engin einkavæðing í fasisma. Ríkið á fólkið. Það sem fólkið þykist eiga það getur ríkið tekið bótalaust hvenar sem er. Spyrðu bara Kínverja.
Bara eir sem voru þí flokknum gátu átt fyrirtæki í friði. Annars var allt rekið í gegnum verkalýðsfélögin. Sem þvældist svo fyrir þeim í stríðinu.
Þar með er ég auðvita ekki að segja að ég sé í lopapeysu eða hafi drukkið mjólk nýlega.
"Framan af vegnaði Gyðingum ágætlega á Ítalíu, nokkrir af forystumönnum fasista voru Gyðingar."
Fasimi er ekki kynþáttahyggja. Og kynþáttahyggja er ekki nazismi.
"Kynþættir eru bara uppspuni" sagði Mússólíní. Nokkrum sinnum.
Gyðingar eru kynþáttur, sögðu nazistar. Og þeir kölluðu sig kynþáttahyggju-sósíalista. (Basically Woke.)
Ekki rugla kynþáttahyggju kommúnistum og krötum saman.
"Tekið skal fram að ég er EKKI að væna Framsókn um nasisma"
Það er líka óþarfi. Þeir eru hálf-fasískir, ekki kynþáttahyggjumenn. Orðið er "lénsræði." Feudalism. Nálægt, en ekki sama. Pedantískt smáatriði.
KEA og allt það shit. Bara lén. Smákónga-bullshit sem tröllríður enn öllu hérna.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2024 kl. 21:43
Ásgrímur, eitt af því fyrsta sem nasistar gerðu var að banna verkalýðsfélögin. Seinna stofnuðu þeir Arbeitsfront þar sem bæði atvinnurekendur og launþegar áttu að starfa saman. Sameiginlegur félagsskapur atvinnurekenda og launþega flokkast EKKI undir verkalýðsfélög. Hafi þessi félagsskapur haft veruleg völd í efnaghagslífinu þá þýðir það að atvinnurekendur hafi haft umtalsverð völd. Mjög er deilt um hvort stóriðjuhöldara hafi haft verulega völd eða verið í gylltu búri. Einn sérfræðingur í fasisma Martin Kitchen segir að starfsmenn áætlunarkerfisins, sem komið var á 1936, hafi að 2/3 jafnframt verið starfsmenn auðhringsins I.G. Farben. Breytingar á áætlunarstefnunni megi að verulega leyti rekja til togstreitu milli stórfyrirtækjanna. Mörg þeirra stórgræddu á nasismanum, leigðu þræla af SS. Fyrir utan Auschwitz getur að líta stóreflisverksmiðju sem var í eigu I.G. Farben. Hvað Mússólíni varðaði þá er rétt hjá þér að hann kom með yfirlýsingar um að kynþættir væru ekki til en söðlaði um þegar hann gerði bandalag við Hitler. Einkavæðing nasista og fasista heldur áfram að hafa átt sér stað þótt vissulega hafi ríkið haft verulega mikil völd í efnahagslífinu.
Stefán Valdemar Snævarr, 16.11.2024 kl. 11:43
Þakka fróðlegan pistil. Spurningin er hvaða þátt Marteinn Lúter átti í gyðingahatri Þjóðverja?
Hörður Þormar, 16.11.2024 kl. 16:43
Óskar Helgi, Gyðingar líta EKKI á sig sem verandi öðrum æðra, að vera Guðs útvalda þjóð þýðir að þeir séu líka útvaldir til að þjást fyrir syndir sínar meir en aðrir.
Hvaða skandalar tengjast Gyðingum fremur en öðrum þjóðum? Svonefndir skandalar voru aðallega tilbúningur Gyðingahatara, t.d. setti leyniþjónisa Rússakeisara saman þvæluna um hina vísu Síons. Ekki eru til meinar sannanir fyrir neinum samsærum Gyðinga.
Þeir voru jafnan friðsamir, létu oft ofbeldi Gyðingahatara yfir sig ganga án mótspyrnu. Ekki skal ég verja framferði Ísraels á Gasasvæðinu, heldur ekki Hamasliða.
En fjöldi Gyðinga gagnrýnir Ísrael harkaleg, t.d. bandaríski félagsskapurinn Jews for Peace. Fjórðungur bandarískra Gyðinga telur Ísrael rasískt ríki.
Þetta er einmitt hinn mikli styrkur þeirra, gagnrýnin hugsun enda er meðalgreindarvísitala Gyðinga hærri en annarra. Þeir hafa gert mannkyninu mikið gagn með vísindastarfi, heimspeki, listum o.s.frv.
Án Einsteins hefðurðu ekki GPS tæki, án Brians Epsteins ekki Bítlana!
Auðvitað eru þeir ekki fullkomnir en hver er það?
Stefán Valdemar Snævarr, 16.11.2024 kl. 18:12
Hörður Þormar, góð spurning. Örugglega talsvert mikil áhrif. En Lúter hafði skrítið samband við Gyðinga, sagt er að hann hafi haldið að þeir myndu snúast til kristni þegar búið væri að hreinsa af kaþólsku. Þeim hafi skiljanlega ekki verið vel kaþólskuna með alla sína dýrlinga og nánast fjölgyðistrú.
En þegar hann uppgötvaði að þeir létu ekki segjast tók hann að hata þá. "Hell hatn no more fury than a woman scorned".
Stefán Valdemar Snævarr, 16.11.2024 kl. 19:07
Sælir; á ný !
Stefán Valdemar.
O jú; Jehóvah tilbeiðzlan hefur leitt Gyðinga út í það kviksyndi,
sem þeir svamla nú í:: auk Zíonismans, framkoma þeirra í Mið- Austurlöndum frá 1948 sjerílagi hefur hefur magnað andúðina á þeim / ekki skyldum við heldur gleyma þjónkun Bandaríkjamanna sem og sumra Evrópusambands þjóðanna við Djöfulskapnum í Palestínu, líka sem Líbanon og víðar, fræðaþulur mæti.
Jeg veit svo ekki betur; en Japanir - Suður- Kóreumenn og Taíwanar t.d. standi Gyðingum rækilega á sporði hvað hugvit og vísindi áhrærir:: sem og Indverjar, ekki síður.
Ekki síðri kveðjur; þeim hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2024 kl. 20:32
Með sömu rökum mætti hatast við Rússa þar eð all stór hluti þeirra er ánægður með yfirgangssemi og heimsveldisstefnu. Ísraelsmenn eru ekki einir á báti.
Ekki vantar heldur alls kyns andstyggðar skoðanir meðal Bandaríkjamanna, Kínverja, Íslendinga o.s.frv. "Sá yðar sem syndlaus er..."
Jú jú margt má ljótt segja um stefnu Ísraels og þjónkun Kana við þá. En þeir mega eiga að þeir samþykktu skiptingu Palestínu 1948, Palestínumenn sögðu nei.
Vissulega var skiptingin þeim ekki haglkvæm en tæpast hefði orðið naqba, harmleikur Palestínumanna, ef þeir hefðu sætt sig við skiptinguna. Það afsakar ekki framferði ísraelsmanna sem ráku fólk eins og búfénað úr landi.
Hvað andleg afrek varðar þá eru Gyðingar bara 16 milljónir, Indverjar einn og hálfur milljarður, Japanir 120 milljónir.
Hlutfallslega bera Gyðingar af hvað andleg afrek varðar, mjög stór hluti nóbelsverðlauna hafa fallið þeim í skaut.
Á fyrsta þriðjung síðustu aldar fengu Þjóðverjar 1/3 allra nóbelsverðlauna, 20% þýskra nóbelshafa voru Gyðingar.
Nýlega las ég grein þar sem sagt var að Þjóðverjar hefðu ekki megnað að þróa framúrstefnu tölvutækni vegna þess að Hitler hrakti drjúgan hluta af skammtaeðlisfræðingum landsins til Bandaríkjanna.
Skammtafræði skipti miklu í þessari tölvutækniþróun.
Hefði Hitler látið Gyðinganna í friði væri Þýskaland mun öflugra í dag en ella, Evrópa öll líka. Það fylgir sögunni að Ísraelsmenn eru mjög framarlega í tölvutækni.
Einhvers staðar las ég að Tel Aviv væri næst öflugasta t0lvuumhverfi heims á eftir Kísildal, Það hjá þjóð sem telur vart 10 milljónir íbúa.
Óskandi væri að þeir einbeittu sér að tölvutækni og hættu að hrella Palestínumenn og Líbani. Og að Hamas hætti sínum árásum.
Stefán Valdemar Snævarr, 17.11.2024 kl. 11:05
Óskar Helgi, viðbót hér: Annað dæmi um andlegan styrk Gyðinga er skákstyrkurinn. Þriðjungur heimsmeistara í skák hafa verið af Gyðingakyni.
Nútíma Gyðingahatur á sér vel mögulega rætur í öfund, Gyðingar voru bæði snjallir á andlega sviðinu og drjúgir viðskiptamenn. Sérstaklega hið síðarnefnda hefur vakið öfund.
Stefán Valdemar Snævarr, 17.11.2024 kl. 11:50
Sælir - enn og aftur !
Stefán Valdemar.
Til að fyrirbyggja allan misskilning; hefi jeg fullkomna andúð á Gyðingum / ekki um neitt hatur að ræða, af minni hálfu.
Þeir eru einfaldlega; (í okkar samtíma) álíka ógeðfelldir í árásagirni sinni líkt:: og Rússar (í Úkraínu - Kákasus löndunum og víðar) sem og Kínverjar gagnvart vinum mínum þjóðernissinnunum Kínversku á Taíwan.
Putín - Nathanyahú og Xi- Jiping eru einfaldlega drullusokkar af I.° fræðaþulur vísi.
Þar um; ei meir að tala (eins og Jón heitinn Ólafsson Indíafari hefði orðað það, þá hann lauk kaflaskilunum í sinni stórkostlegu Reisubók á
17. öldinni).
Hinar sömu kveðjur; vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 12:17
Gott hjá Indiafaranum! Xi, Pútín og Netanhyahu (og Trump) eru drullusokkar en það þ+yðir ekki að allir þegnar þeirra séu það.
Þekkirðu nokkurn Gyðing? Ég þekki slatta, einn þeirra, Bandaríkjamaður, hefur hvað eftir annað farið til Ísraels/Palestínu að aðstoða Palestínumenn. Hann hefur fátt gott að segja um ísrael.
Gyðingar eru misjafnir eins og annað fólk.
Ertu viss um að djúp sé staðfest milli andúðar á Gyðingum og hatri á þeim?
Stefán Valdemar Snævarr, 17.11.2024 kl. 12:49
. . . . sælir; sem endranær !
Stefán Valdemar.
Mögulega; getur óhugnanleg uppivaðzla Ísraelsmanna (Gyðinga) í Mið- Austurlöndum helgast af þeirri staðreynd, að þorri Vesturlanda hefur staðið með þeim í andskotahættinum gagnvart Filisteum (Palestínumönnum) :: allt frá 1948, og sennilega lengur, þá skoðað er ofan í kjölinn.
Já; einn mága minna er Gyðingur, og eru samskipti mín við þau engin sökum fullkomins stuðnings míns við Hizbollah í Líbanon (Flokk Guðs, á íslenzkunni) svo og sjálfsagða mótspyrnu Írana gagnvart Bandarískri heimsvaldastefnu - þar eystra, sem og víðar um grundir.
Hamas liðar á Gazaströndinni aftur á móti; hafa marg- sannað aumingjaskap sinn og lydduhátt, með því að skýla sjer á bak við konur og börn og gamalmenni.
Lítil Hermennzka þar á ferð; Stefán Valdemar.
Nei; jeg er ekkert svo viss um, að djúpið sje neitt staðfest milli andúðar og haturs á Gyðingum - persónulega: hefi jeg látið andúðina nægja til þessa, frá minni hlið.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.