FRJÁLSHYGGJAN ER DAUÐ, LIFI HIN HARÐA MIÐJA!

Gagnstætt því sem Íslendingar virðast halda tók sól frjálshyggjunnar að lækka á lofti fyrir u.þ.b. áratug. Það varð æ ljósara að markaðsvæðing Reagans og Thatchers skilaði sér ekki í meiri hagvexti. Þess utan skapaði hún aukna stéttskiptingu, þeir ríku urðu miklu ríkari en almenningur þénaði minna á unna klukkustund en fyrir valdadaga þessara þokkahjúa. Til að gera illt verra urðu Ný Sjálendingar ekki feitir af einhverri róttækustu  frjálshyggjutilraunin gerð hefur verið. Um leið komu hin vondu norðurevrópsku velferðaríki aftur, Finnland með 50% skattbyrði skákaði öðrum þjóðum í tæknivæðingu og Svíþjóð stóð sig litlu lakar. Ég hef bent á þetta í ræðu og riti árum saman og hef boðað hina hörðu miðju og mjúku hentistefnu sem móteitur við frjálshyggju. Engin formúla er til fyrir góðri stjórnmálastefnu en yfirleitt best að halda sig á miðjunni. Meta verður frá máli til máls hvort ríkið eða markaðurinn sé lausnin.


mbl.is Er tími frjálshyggjunnar liðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Stefán Valdemar

Ef hin svokallaða frjálshyggja væri dauð þá gætir þú ekki skrifað þennan blogg þinn núna Stefán. Því þá sætir þú með svart/grænan terminal sem færi í gengum ríkisrekið símafélag sem hefði neitað því að internetið væri eða gæti orðið til, og það myndi því ekkert heyrast frá þér. Þú hefðir þá engan möguleika á að tilkynna andlát eins né neins.

kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hinn gullni meðalvegur er málið og allar öfgar eru slæmar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 12:40

3 identicon

Sæll Gunnar! Þú veist greinilega ekki að Netið var fundið upp af ríkinu, réttara sagt ameríska hernum. Alger einkarekstur ameríska símans hefur gert Kana síður í stakk búna til að farsímavæðast, Evrópa er mun farsímavæddari en BNA. Ástæðan er gamla miðstýringin, sameiginlegt símkerfi er í Evrópulöndum en öngþveiti amerískum símamálum. Þú virðist heldur ekki athuga að ég hvergi sagt að frjálshyggjan hefði enga kosti, hin harða miðja er milli frjálshyggju og sósíalisma.

bkv

Stefán

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stefán

Það eru engin sameiginleg símakerfi í Evrópu. Það eina sem er sameiginlegt fyrir ESB-búa eru vandræði vegna inngripa ESB-yfirvalda í viðskiptafrelsi á farsímamarkaði í ESB þannig að hingað fáum við lélegustu símafélögin. Núna er ESB að setja verðþak á sumar þjónustur á farsímamarkaði ESB. Þetta er skandall.

Já það þrífst jafnvel uppfinningasemi í hernum í BNA enda nota þeir aðila á frjálsum markaði til að vinna fyrir sig. En það er ekki nóg að finna upp hlutina Stefán. Stærsta verkefnið er að fá góða hluti á markað, fjármagna þá, þróa þá, gera þá auðvelda í notkun, gera þá ódýra, útbreiða þá og að koma í veg fyrir að miðstýringaröfl og DDR-hyggja ráðist í að stýra notkunarmöguleikum, innihaldi, verðlagi og markaðsfærslu. Þessvegna mun t.d. fyrirtæki eins og Google aldrei setja upp svo mikið sem einn vefþjón eða símaþjón í löndum eins og Svíþjóð sem reynir að setja upp eitt allherjar njósnakerfi um alla þegna sína.

Það er þessvegna sem öll miðstýrð þjófélög hingað til hafa hrunið til grunna og dáið í fátækt. Góð menntun og vísindi hjálpa ekki ef frelsið, sjálfsbjargarviðleitnin og athafnagleðina vantar. Þessvegna er t.d ESB alltaf að dragast aftur úr í velmegun til handa þegnum sinna. Miðstýrð hörð miðja ESB er að gera alla fátækari í Evrópu. Svo mun þetta veldi líða undir lok í fátækt eins og öll áætlunarbúskapsverkefni hafa hingað til gert.

Hin svokallaða harða miðja (sósíalismi með rjóma) er trygg ávísun á fátækt til handa öllum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Þú misskilur ég átti við að hvert land í Evrópu hefði haft sitt sérstaka símnet sem tryggt hefur meiri farsímavæðingu en í BNA með sitt símnetaöngþveiti. Það er algerlega rangt hjá þér að Evrópa dragist aftur úr efnahagslega, framleiðni í mörgum Evrópuríkjum er jafn mikil eða meiri en í BNA(sjá OECD skýrslur). Evrópumenn kjósa einfaldlega að vinna minna en Kanar eiga engra kosta völ, þeir eru reknir áfram með písk vegna ofurveldis atvinnurekenda (það er frelsi í lagi). Hagvöxtur hefur verið minni í BNA síðan Reagan tók völdin en á blómaskeiði ríkisafskipta 1945-1980, hinir ríku orðið miklu ríkari meðan meðaljón ber minna úr býtum á unnan klukkutíma en fyrir 30 árum. Félagslegur hreyfanleiki hefur minnkað fyrir vikið, menn geta með öðrum orðum ekki meikað það lengur. Nýja Sjáland fór illa út úr róttækustu frjálshyggjutilraun sögunnar, m.a. var orkubúskapur gefin alveg frjáls og afleiðingin var mesta rafmagnsleysi sögunnar, miðborg Auckland var rafmagnslaus í 7 vikur. Svipað gerðist í BNA, hagfræðingurinn Kuttner segir náttúrulega einokun á raforku, það kann að skýra hvers vegna Enron tryggði sér einokun á rafmagni í Kaliforníu.

Ég má ekki vera að því að skrifa meir, en mér finnst þú eins og frjálshyggjumönnum er títt rugla saman líkönum og veruleika. Líkanið sýnir hvernig markaðurinn flotti reddar öllu en hinn napri veruleiki er oft öðruvísi. Fyrir 1912 skipti ríkið ameríska sér ekkert af fjármagnsmarkaði og hvað efir annað urðu hrikalegar kreppur, reyndar alheimskreppur. Engar kreppur urðu á blómaskeiði ríkisafskipta í BNA og á Vesturlöndum. Lestu það sem ég skrifa um kostnað af "frjálsri" samkeppni í tímaritinu Skírni nýlega (símnetaöngþveitið ameríska er liður í því), það sem nóbelshagfræðingurinn Krugman segir um versnandi lífskjör og minni hagvöxt í BNA á frjálshyggjuskeiðinu og það sem Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur segir um þá staðreynd að frjáls markaður geti ekki verið til. Hann er heimild mín fyrir því að ríkið hafi fundið Netið upp og oft leikið jákævtt hlutverk í efnahagslífinu. Suður-Kórea iðnvæddist hraðar en nokkuð land í heimssögunni. Þar voru bankar þjóðnýttir og iðnaður verndaður með háum tollmúrum.

kveðjur

Stefán Valdemar Snævarr, 22.10.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er algerlega rangt hjá þér að Evrópa dragist aftur úr efnahagslega, framleiðni í mörgum Evrópuríkjum er jafn mikil eða meiri en í BNA(sjá OECD skýrslur). Evrópumenn kjósa einfaldlega að vinna minna en Kanar

Really?

Það tók náttúrlega Reagan stjórnina mörg ár að hreinsa til eftir að mamma risa-ríkisafskipta var búin að leggja efnahag USA að hálfu leyti í gröfina.

Þjóðartekjur ESB (já þær tekjur sem þjóðin aflar) á hvern þegna dragast alltaf aftur úr þjóðartekjum á hvern Bandaríkjamann, sama hvernig þú snýrð þér út úr. Framleiðni á unna klukkustund er ekki mælikvarði á neitt nema þær vinnustundir sem eru unnar. Ef enginn vinnur neitt - eða mjög lítið eins og í ESB því þar er atvinnuleysi mjög mjög hátt og hefur verið það í áratugi og þar en atvinnuþátttaka einnig mjög lág því það er til lítils að vinna því skattar í ESB eru komnir í 40% af landsframleiðslu og hinn opinberi geri er á sumum stöðum kominn í 55-60% af þjóðarframleiðslu - þá gangast framleiðni á klukkustund ekki mikið, er það?

Það sem er mest um vert er að sú framleiðsla er sem er í þjóðfélaginu sé arðsöm og skili tekjum (peningum) til þegnana. En galdurinn við peninga Stefán er alltaf þessi: að hafa þá NÚNA!

Þessutan þá er ekki öll framleiðni til hins góða því ef 55-60% af þjóðarframleiðslunni fer fram í hinum opinbera geira, þá verðum við jú öll stöðugt fátækari því hinn opinberu geiri getur ekki búið til þá peninga sem þarf að afla til þess að hægt sé að fylla á hina soltnu opinberu velferðarkassa í ríkjum vinstri sósíal-demó-krata sem ala upp velferðarfíkla til þess eins að geta viðhaldið völdum sinum yfir lífi fólksins.

Framleiðni í hinu opinbera pennaveldi Sovétríkjanna var alveg ágæt á sumum stöðum. En þau dóu samt því þau framleiddu ekkert sem neinn vildi eða hafði efni á að kaupa af þeim, nema kanski notaðar ljósaperur.

Lissabon 2000 markmiðum Evrópusambandsin

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, þá var það árið 1985 að þegnar Bandaríkja Norður Ameríku nutu þeirra þjóðartekna sem þegnar ESB verða núna að gera sér að góðu. Ef einhvern skyldi bresta minnið, þá var árið 1985 fjórða ár Ronald Reagans í embætti sem forseti Bandaríkjanna. En þetta lítilræði með þjóðartekjurnar mun lagast inna tveggja og hálfs árs, samkvæmt settum Lissabon 2000 markmiðum ESB.

Árið 1977 þá eyddu þegnar Bandaríkja Norður Ameríku eins miklu hlutfalli af fjármunum sínum í rannsóknir og þróun eins og við í ESB gerum núna. En rannsóknir og þróun stjórnar að miklu leyti hvort þú verður fátækur eða ríkur í samkeppninni við allar aðrar þjóðir heimsins í nútíð og í framtíð. Þessir þættir sjá einnig um að laða að bestu heila alþjóðasamfélagsins og einnig besta fáanlega fjármagn alþjóðasamfélagsins.

Atvinnuástand í ESB er núna eins og það var í Bandaríkjum Norður Ameríku fyrir 11 til 28 árum. Atvinnuleysi í ESB er núna í sögulegu lágmarki og er aðeins 7,1% núna um skamma stund. En þessi framgangur frá 10% áratuga atvinnuleysi ESB var vegna hækkandi verðs á húsnæði í mörgum löndum ESB, en sem núna fer hratt lækkandi aftur. Atvinnuleysi mun því aftur fara hækkandi innan skamms. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í ESB er núna aðeins 15%.

Framleiðni í ESB er núna eins og hún var í Bandaríkjum Norður Ameríku árið 1988 áður en tækniframfarir slógu í gegn vegna nýrra hagkvæmra atvinnutækja, þ.e. tölvum og í upplýsingatækni. Ein skýring á þessari framleiðni í ESB er sú að hinn opinberi geiri í ESB er núna mun stærri en hann var í styrjaldarhagkerfi Sir Winston Churchills og Breta á árunum 1940-1945 - þ.e. hagkerfis sem barðist uppá líf og dauða fyrir varðveitingu hins siðmenntaða heims.

Það er ekki hægt að bæta framleiðni í þjóðfélögum þar sem allt að 60% af þjóðartekjum þegnana eru undir stjórn, umsjá og í kössum hins ofur-stóra opinbera geira, því hið opinbera kann ekkert að fara með peninga og hefur aldrei kunnað það - samanber öllum hinum stóru og nú gjaldþrota forsjárhyggju- og áætlunarverkefnum sósíal-demo-krata og kommúnista í heiminum.

En þetta er sem sagt raunveruleikinn í ESB árið 2008. Núna þarf ESB að keppa við allan umheiminn á þessum forsendum. Hin svokölluðu PIGS-lönd ESB (Portúgal, Ítalía, Grikkland og Spánn) eru hluti af ESB og standa einnig fyrir stórum hluta af því trausti sem mun þurfa að bera uppi mynt ESB í framtíðinni. Þessi mynt heitir núna Evra.

Öll 27 lönd ESB þurfa einnig núna að keppa við hin nýju svokölluðu BRIK-lönd heimsins (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) og svo einnig við efnahags- og velmegunarrisa allra tíma, Bandaríki Norður Ameríku, sem núna hafa 22 ára og 30 ára forskot við efnahagsmál ESB-þegna og fer þetta forskot stækkandi og ekki minkandi, hvað svo sem menn í Brussel segja í fjölmiðlum eða ákveða á pappírum sínum.

Þetta er höfuðstefna ESB. Í gamni og í gríni væri kanski hægt að segja að höfuðstefna ESB sé að setja öll löndin sem eru í og koma í sambandið á höfuðið (þ.e.höfuðstefna), og þá á meðan ESB fagnar nýjum stjórnarskrársáttmála sínum og sem svo mun gera öll löndin sam-gjaldþrota í enda sameiningarferlisins. En því trúir enginn, því það væri alls ekki neitt gamanmál eða grín.

Núna standa allir hagvísar í ESB aftur á neikvæða skalanum, því núna er uppsveiflan, sem að mestu sigldi fram hjá ESB, búin í bili, alveg eins og dot.com uppsveiflan sem einnig sigldi að mestu fram hjá ESB á sínum tíma. Stöðugleiki í efnahagsmálum er mikils megnugur og er oft kallaður aðalsmerki hagstjórnar í ESB.

Niður með risa ríkisafskipti.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Engar kreppur urðu á blómaskeiði ríkisafskipta í BNA og á Vesturlöndum.

Hvernig átti hún að geta átt sér stað Stefán? Þessi ár voru einmitt ein allsherjar kreppa. Þetta er svipað og að spyrja af hverju það kom engin kreppa í kreppunni 1967-1969 á Íslandi?

Þessi fjármálakreppa sem núna geisar er lítið verð að borga fyrir allar þær framfarir sem aukið frelsi hefur skapað í heiminum frá 1980 og þar þá meðal á Íslandi. Á Íslandi hefur aukið frelsi og mini ríkisafskipti skilað Íslendingum 16 ára óslitnum hagvexti. 80% kaupmáttaraukningu frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og 50% meiri einkaneyslu á síðustu 10 árum. Hvorki meira né minna!

En krísur eru leiðinlegar og erfiðar og alveg sérstaklega þegar þær koma eftir miklar vellystingar. En þau ríki sem hafa mest frelsið, minnst ríkisafskiptin, og mest sjálfsæðið munu vinna síg út úr þeim hraðast.

Kveðjur

10araDEfrostmark

 .

OPEC ESB

Stöðugleikur ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 18:15

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

framleiðni í mörgum Evrópuríkjum er jafn mikil eða meiri en í BNA(sjá OECD skýrslur)

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér Stefán Valdemar Snævarr.

Labour productivity per hour worked - GDP in Purchasing Power Standards (PPS) er hæst í BNA af öllum stórum sambandsríkjum og efnhagssvæðum heimsins. BNA er yfirleitt notað sem viðmiðun og svo er gapið mælt til þeirra. Eins er þá er framleiðni (í PPS staðli) í ESB í heild eins og hún var í Bandaríkjum Norður Ameríku árið 1988. Ef þú vilt bara saman epli og appelsínur þá er það auðvitað leyfilegt fyrir mér. En það verður ekki meira marktækt við það. Það er t.d. ekki hægt að líkja PPS framleiðni í t.d Noregi við BNA því þá verður þú að miða við eitthvað álíka þróað svæði innan BNA.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2008 kl. 07:44

10 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Gunnar, mér yfirsást langa ádrepan kíkti bara á 8 og 9. Þú lofsyngur markaðinn OG hið mikla framlag BNA til rannsókna, en þær koma að miklu leyti frá ríkinu ameríska.Fyrir stríð stóðu Kanar langt að baki meginþjóðum Evrópu hvað rannóknir varðar enda studdi ameríska ríkið vart rannsóknir þá. Hin ríkisdómeneruða háskólakerfi meginþjóðanna evrópsku stóð þá langt framar hinu einkarekna kerfi BNA hvað rannsóknir varðar. Grunnrannsóknir er nánast útilokað að fjármagna gegnum markaðinn vegna þess hve auðvelt er að verða laumufarþega (free rider), hagnýta árangur grunnrannsókna efnahagslega án þess að borga fyrir það. Vegna sí aukins vægis grunnrannsókna í efnahagslífinu verður sú þjóð sem æltar sér að standa sig efnahagslega að láta ríkið styðja æ meir við bakið á vísindarannsóknum. Árangur BNA í rannsóknum er afurð af góðum samleik ríkis og einkaaðilja, í megindráttum er einkarekið háskólakerfi betra en ríkisrekið, en bara ef hið einkarekna fær drjúga styrki frá hinu opinbera. Þetta er hinn harða miðja, sameining hins besta frá markaði og ríki! Auk þess er hlutur stóru Evrópulandana í nýjum einkaleyfum meiri en BNA miðað við höfðatölu, 8% af einakleyfum heimsins eru þýsk, sama hlutfall breskt, 30% amerískt. Það sýnir að Kanar hafa enga yfirburði yfir meginþjóðir Evrópu á þessum sviðum. Hvað samanburðinn ESB og BNA varðar þá hafa Evrópulöndin mjög ólíkar sögulegar forsendur og merkingarlaust að alhæfa um þau. Kanar þénuðu á síðara stríði meðan flest Evrópulönd rústuðust. Það hefur tekið þau langan tíma að koma aftur, á sjötta tugnum var BNA tvöfalt ríkara en nokkuð Evrópuland, í dag er munurinn miklu minni, sum Evrópuríki eru jafnvel ríkari en BNA, en mjög erfitt er að bera þessi lönd saman. Prófessor Mick Dunford sagði í fyrirlestri að Evrópa hefði tapað svakalega á þýsku sameiningunni, hún kosta Þýskaland sex til átta prósent þjóðartekna á ári og hefur rústað þýskan efnahag. David Harvey bendir á að á níunda tugnum hafi Vestur-Þýskalandi velferðarinnar vegnað betur en Bretlandi Thatchers eða BNA Reagans. Hvað statístík varðar þá er hún skrítinn skepna og ekkert gefið í þeim málum.

Stefán Valdemar Snævarr, 23.10.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband