ÚTRÁSARVÆL

 

Í íslenskum þjóðsögum er talað um útburðarvæl. Konur báru nýfædd börn út og börnin gengu aftur, vældu hátt og skerandi. Fræg er sagan um útburðinn sem koma á ljóra hjá móður sinni og tryllti hana með því að kveða "móðir mín í kví, kví..." Kreppa kerling hefur nú borið útrásina út og er ekki stundarfriður fyrir útrásarvælinu "þetta er ekki okkur að kenna, þetta er Greenspan, Davíð, krónunnni, ESB-leysunni, samverkandi þáttum að kenna".

Mér liggur við sturlun eins og móður útburðarins forðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband