AÐ KÓA MEÐ KAPÍTALISTUM. Skjár einn, RÚV og auglýsingamarkaðurinn

 

Þótt fjárglæframenn hafi komið Klakanum á kaldann klaka halda hinir frjálshyggjnu Íslendingar áfram með að kóa með kapítalistunum. Nú hafa þrjátíu til fjörutíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að RÚV hypji sig af auglýsingamarkaðnum. Illar tungur segja að þetta stafi af samúð með Sjá einum. Sjálfur hef ég óþökk á þeirri sjónvarpsstöð, m.a. vegna þess að henni tókst að útrýma orðinu "piparsveinn" úr málinu, það var svo kúl að kalla piparsveinaþáttinn "íslenska bachelorinn". Aðspurður sagði talsmaður stöðvarinnar að piparsveinn væri svona gæi sem vildi ekki giftast. Nú má ætla að fólk af þessu tagi opni ekki bók en í orðabókum er piparsveinn einfaldlega skilgreindur sem "ógiftur maður".

Kapítalistarnir láta sér ekki nægja að eyðileggja efnahaginn, þeir vilja líka eyðilegga tungumálið. Enda finnst þeim íslenska ekki nógu kúl, fyrirtækin sem rústuðu  íslenska efnahaginn notuðu ensku sem vinnumál. Þeir sögðu að enskan væri svo arðvænlega. Voðalega var það satt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já Stefán, gamli vin. Þetta er svo órtúlegur farsi að ég er alveg stúmm. ÞJóðin er eins og meðvirkt alkabarn eftir misnotkun og níð í 17 ár.  Ég vona að við eigum einhverja von þegar yfir lýkur og finnum sjálf okkur að nýju. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 10:17

2 identicon

Vel mælt Jón, eins og talað úr mínu hjarta. Gaman að heyra frá þér eftir öll þessi ár.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband