13.11.2008 | 17:44
KANAMELLUDÓLGAR
Í umræðum um framtíð Íslands heyrast nú raddir (hjáróma að vísu) um að Ísland ætti að ganga í BNA. En kanamelludólgarnir virðast ekki einu sinni vita að BNA er ekki í því að taka við nýjum ríkjum, ólíkt ESB sem er allt önnur Ella, ríkjasamband fullvalda ríkja, ekki land eins og BNA. Eiunhvern tímann hefðu skrif kanamelludólganna flokkast undir landráð en því er ekki lengur að heilsa eftir tíu ára útrásarfimbulfamb og hrikalega ameríkaniseringu. Auk þess er mynd BNA fegruð all hressilega í hinum hægrisinnuðu íslensku fjölmiðlum. Nánar um það síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.