Stefán Valdemar Snævarr
Ég er prófessor emerítus í heimspeki við Háskólann í Lillehammer í Noregi, gamall og geðvondur piparkarl sem hef gaman af hressilegum kappræðum. Mín heilaga ferning er heimspekin, listirnar, mannkynssagan og stjórnmálin. Þess utan hef ég gaman af handbolta, gömlu rokki og góðum grínþáttum. Hvað pólitík varðar þá er ég ill staðsetjanlegur, hef boðað pólitíska efahyggju. Kalla mig samt stundum harðan miðjumann eða frjálslyndan jafnaðarmann með íhaldsívafi (NATÓ-krata). Hvað íhaldsemi varðar er ég unnandi íslenskrar tungu og hatast við enskusnobb. Ég gagnrýndi útrásarfimbulfambið í ræðu og riti um langt skeið. Ég er höfundur tuttuguogeinnar bókar, þær eru af ýmsu tagi, sú síðasta kom út í fyrra, fræðaskruddan The Poetic of Reason, fyrir nokkrum vikum kom út Á ekrum spekinnar. Vangaveltur um heimspeki. Árið 2010 fékk ég fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni International Association of Aesthetics, í fyrra fékk heimspekiteymi, sem ég er hluti af, verðlanu sem rannsóknarteymi ársins við Háskólann minn. Svo fékk ég í janúar viðurkenningu frir ljóð í ljóðasamkeppni kenndri við Jón úr Vör. Ég má vel við una, fór á eftirlaun 1 ágúst, sæll og glaður.
Athugasemdir
Heill og sæll; sem æfinlegast, Stefán !
Þarna dregur þú saman; sem þér einum er lagið, í stutta en skemmtilega frásögu, svaðilfarir þessa kappa, hver lét Eydani ekki kúska sig, til nokkurrar auðsveipni, að ófyrirsynju.
Þyrftum; að eiga fleirri svona horska drengi, sem Ólaf, svo ekki sé nú talað um Þorleif heitinn Guðmundsson, Repp,, í samskiptum, við helvízka baunasalana, á sinni tíð.
Með beztu kveðjum,, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:23
Gallinn er sá, að í upphaflegu frásögninni heitir maðurinn Ólafur Harðarson ...
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.