ÚTIFUNDUR Í BOÐI FJÁRGLÆFRAMANNA?

Á útifundinum í dag á að krefjast kosninga, afsagnar Seðlabankastjórnar o.s.frv. En eins og venjulega sleppa fjárglæframennirinir við gagnrýni, hinir frjálshyggnu Íslendingar vilja ekki skilja ábyrgð þessara manna á ástandinu. Einkaframtakið er heilagt, halelúja! Það fylgir sögunni að norska ríkissjónvarpið sagði að Jón Ásgeir skuldaði þúsund miljarða króna, skuld sem nú fellur á skattgreiðendur. En hann er náttúrulega saklaus, samanber það að mótmælandi nokkur hafði Bónusfánann með sér er hann klifraði upp á þak Alþingishússins. "Die Fahne hoch..." sungu nasistar, "dragið fánann að húni".


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þetta er alls ekki rétt hjá þér. Fjárglæframennirnir hafa fengið sinn skerf af gagnrýni á þessum fundum.

Neddi, 29.11.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Kommentarinn

Einmitt Neddi. Fólk er líka að mæta til að mótmæla ríkisstjórninni að hún geri ekkert til að kalla fram ábyrgð fjárglæframanna. Það er ekki hægt að treysta því að fjárglæframennirnir afsali eigum sínum sjálfviljugir...

Kommentarinn, 29.11.2008 kl. 10:27

3 identicon

Ég held að það sé reginmisskilningur að tilgangur þess að flagga Bónusfánanum hafi verið að lýsa aðdáun á því veldi sem þar liggur að baki. Það er ekki þannig sem írónía virkar....

Eyja Margrét (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:43

4 identicon

Nákvæmlega Eyja Margrét.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: corvus corax

Sorglegt að þú skulir, einn allra, ekki vera búinn að fatta skilaboðin sem send voru með því að flagga Bónusfánanum. Hvílíkur andlegur skortur! Á hvaða sambýli ert þú?

corvus corax, 29.11.2008 kl. 14:31

6 identicon

Sódóma:

Ef fólk mótmælir bara eins og þægir litlir krakkar eins og þú leggur til gerist aldrei neitt! Það þarf að hrista upp í hlutunum. Þó fólk mætti 100 daga í röð á Austurvöll þá hefði það engin áhrif á Geir. Ekki ef fólk hlustar bara á ræður í klukkutíma og fer svo heim.

Friðrik (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:24

7 identicon

Sódóma: Fólk er ekki að mótmæla ástandinu, heldur óbreyttu ástandi.
Og þó svo ég sé alls ekki hlynntur "uppákomum, eins og þú orðar það, vegna þess að ég tel það veikja málstað annarra mótmælenda, þá er varla hægt að tala um að þessar "uppákomur" teljist til tíðinda í stærra samhengi. Víða annars staðar hafa slíkar "uppákomur verið af öðrum og alvarlegri toga en eggjakast og fánahífingar. Ég vil líka biðja fólk um að hafa það hugfast að þessar "uppákomur" hafa ekkert með mótmælafundinn að gera heldur má frekar segja að um sé að ræða prakkaraskap nokkurra unglinga sem notfæra sér þá athygli sem mótmælafundurinn fær.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband