LECLÉZIO, (nóbels)skáld sem lofsyngur efnisheiminn


Nóbelsverđlaun til handa Jean-Marie Gustave LeClézio, góđar fréttir! Ég hef löngum dáđ ţennan ljóđrćna prósahöfund, ekki síst vegna fyrstu skáldsögu hans Skýrslunnar (Le procčs-verbal). Hún segir frá Adam Pollo, ungum iđjuleysinga sem ţráir ađ sameinast efnisheiminum. LeClézio leikur tilbrigđi viđ sama stef í smásögu sem gerist á Íslandi. Íslenkur piltur villist í óbyggđum en nćr svo ađ skynja hvernig hann sjálfur tilheyrir náttúrinni og hún honum. Franski nóbelshafinn dásamar efnisheiminn, međ sínum frábćra, ljóđrćna stíl tekst honum ađ fá okkur til ađ upplifa dauđa náttúru sem lifandi hluta af okkur sjálfum. Hugurinn leitar til ţýska heimspekingsins Ernst Bloch sem var eins konar efnis-dul-hyggjumađur, söng efnisheiminum lof og prís, sagđi hann mater-ia, efnis-móđur okkar allra.

Ósagt skal látiđ hvort LeClézio er undir áhrifum frá Bloch en víst er um ađ báđir hafa sterka, lýríska taug.


LOF SVARTSÝNI

Ég hef löngum veriđ mađur svartsýnn, góđu heilli. Svartsýnin hefur bjargađ mér frá barnalegri trúgirni, trú á pólitískar skýjarborgir. Ég reyndi ađ vera kommi ungur sveinn ţví ţađ ţótti kúl en trúđi innst inni ekki á vitleysuna. Mér var um megn ađ trúa á tilvonandi sćluríki kommúnismans, hugsađi sem svo ađ líklega vćru ţetta draumórar. Ef ekki myndi heimurinn eyđast í kjarnorkueldi áđur en sósíalisminn kćmist á koppinn. Seinna dađrađi ég ögn viđ frjálshyggju en uppgötvađi fljótlega ađ hún vćri systir kommúnismans. Ég gat ekki trúađ ţví ađ frjáls markađur gćti reddađ öllu eins og frjálshyggjumenn segja. Og hvađ gerist? Eftir öllum sólarmerkjum ađ dćma er aukiđ markađsfrelsi ein meginástćđa heimsbankakreppunnar. Ţess utan má leiđa veigamikil rök ađ ţví ađ "frjálsan" markađ sé ekki hćgt ađ raungera fremur en lýđrćđislegan sósíalisma. Hvađ ţá međ vöggustofu-kratisma? Af honum fékk ég nóg sextán vetra sveinn í Svíaríki, sá í gegnum blöffiđ ţađ. Ég var náttúrulega allt of svartsýnn til ađ treysta útrásinni, hef sagt í rćđu og riti ađ útrásarfyrirtćkin reistu sér hurđarás um öxl, fyrr eđa síđar myndi allt klammaríiđ hrynja. En mig órađi ekki fyrir ţví ađ íslenska hagkerfiđ myndi fara á hausinn fyrir vikiđ. Ég, sjálfur meistari svartsýninnar, var ekki nógu svartsýnn! Ţví er enginn furđa ţótt ég taki undir međ Dylan ţegar hann syngur "It is easy to see with out looking to far that not much really is sacred". Nema svartsýnin, hún er heilög.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband