16.10.2008 | 07:42
ENSKAN OG ÚTRÁSIN
Sögðu ekki útrásarherrarnir að enska væri allra efnahagsmeinar bót? Það væri sko kostnaður af að tala íslensku, öll fínu útrásarfyrirtækin notuðu ensku sem vinnumál. Svo fóru útrásarkóngarnir á businessto$$aþing sem samþykkti ályktun þess efnis að gera yrði ensku jafnhátt undir höfði og íslensku í skólunum, annars myndu Íslendingar tapa í alþjóðasamkeppni. Undir þetta tók m.a. Þorvaldur Gylfason og sagði að þetta þyldi enga bið. En hagfræðiprófessorinn virðist ekki hafa hugsað út í þá staðreynd að slíkar breytingar á skólakerfinu myndu kosta morðfjár. Hvað sem því líður þá eru öll flottu fyrirtækin sem nota ensku sem vinnumál á hvínandi hausnum og hafa gjöreyðilagt íslenskt hagkerfi. Af hverju? Er ekki enska svo hagkvæm? Af hverju fóru fyrirtæki sem nota bara móðurmálið ekki á hausinn? Af hverju varð ekki svona kreppa á Íslandi áður landið varð hálfenskuvætt, enskar áletranir út um allt, matseðlar sumra veitingastaða á ensku osfrv? Getiði svarað þessu, enskusnobbhænsn?