ENSKAN OG ÚTRÁSIN

 

Sögðu ekki útrásarherrarnir að enska væri allra efnahagsmeinar bót? Það væri sko kostnaður af að tala íslensku, öll fínu útrásarfyrirtækin notuðu ensku sem vinnumál. Svo fóru útrásarkóngarnir á  businessto$$aþing sem samþykkti ályktun þess efnis að gera yrði ensku jafnhátt undir höfði og íslensku í skólunum, annars myndu Íslendingar tapa í alþjóðasamkeppni. Undir þetta tók m.a. Þorvaldur Gylfason og sagði að þetta þyldi enga bið. En hagfræðiprófessorinn virðist ekki hafa hugsað út í þá staðreynd  að slíkar breytingar á skólakerfinu myndu kosta morðfjár. Hvað sem því líður þá eru öll flottu fyrirtækin sem nota ensku sem vinnumál á hvínandi hausnum og hafa gjöreyðilagt íslenskt hagkerfi. Af hverju? Er ekki enska svo hagkvæm? Af hverju fóru fyrirtæki sem nota bara móðurmálið ekki á hausinn? Af hverju varð ekki svona kreppa á Íslandi áður landið varð hálfenskuvætt, enskar áletranir út um allt, matseðlar sumra veitingastaða á ensku osfrv? Getiði svarað þessu, enskusnobbhænsn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo mikið sammála. Hef einnig furðað mig á íslenskum framleiðendum sem auglýsa: "veljum íslenskt" en svo geta þeir ekki gert það sjálfir þegar þeir velja nöfn á Fyrirtækin og vörurnar. Bera því við að það þurfi að nota "alþjóðleg" nöfn til að vörurnar seljist. Þeir ættu þá að segja það við Framleiðendur frá Asíu með sín óþjálu nöfn: Hyundai, Daewoo, Sangyong, Mitsubishi......

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 07:53

2 identicon

Heill og sæll; Stefán !

Tek undir; með Húnboga. Vildi samt; bæta við, að orðaleppar engelskir; sérstaklega, hverjir prýða ýmiss konar verzlunar stáss, til dæmis, eru mér, hið mesta eitur í beinum.

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Svo má benda á niðurskurðar- eða letiáhrif konsúmerismans sem seytla inn í málfarið. Þetta "FME" fer í taugarnar á mér. Svona snyrting hefur einkennt enskuna í Ameríku þar sem menn halda að þeir séu að spara sér andardrátt (eða virðast gáfulegri) með því að segja Elle Aye í staðinn fyrir Los Angeles. Fjármálaeftirlitið er ágætt orð og engin ástæða til að enskuvæða íslenskuna frekar með þessu asnalega FME. Með eff-emm-e er verið að gera einfalda hluti flókna. Og apa eins og apaköttum einum er tamt.

Ólafur Þórðarson, 18.10.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband