22.10.2008 | 12:44
MARTRAÐARLANDIÐ. Leiðarvísir handa skelfdri þjóð (3.leiðarhnoða)
Finnland (Suomi) reis eins og fuglinn Fönix eftir hrikalegt efnahagshrun um 1990, nú er flest í sóma í Suomi. Hinir yfirveguðu Finnar byggðu traust stórfyrirtæki eins og Nókía, þeir reistu engar fjárhættuspilaborgir. Um leið fjárfesti ríkið í mannauði, ríkið varð félagslegt fjárfestingaríki í anda breska félagsfræðingsins Anthony Giddens en hann skapaði hugtakið þriðja leiðin (Blair villtist af leið og lenti hjá Bush). Ættu Íslendingar að læra af Giddens og taka vinaþjóðina finnsku sér til fyrirmyndar, finnlandiséraður þriðjuleiðarvísir er mitt þriðja leiðarhnoða.
Jóhannes úr Kötlum orti Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú? Nú má yrkja Suomi-Ísland, óskalandið hvenær kemur þú?
Jóhannes úr Kötlum orti Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú? Nú má yrkja Suomi-Ísland, óskalandið hvenær kemur þú?