MARTRAÐARLANDIÐ. Leiðarvísir handa skelfdri þjóð (3.leiðarhnoða)

Finnland (Suomi) reis eins og fuglinn Fönix eftir hrikalegt efnahagshrun um 1990, nú er flest í sóma í Suomi. Hinir yfirveguðu Finnar byggðu traust stórfyrirtæki eins og Nókía, þeir reistu engar fjárhættuspilaborgir. Um leið fjárfesti ríkið í mannauði, ríkið varð félagslegt fjárfestingaríki í anda breska félagsfræðingsins Anthony Giddens en hann skapaði hugtakið “þriðja leiðin” (Blair villtist af leið og lenti hjá Bush). Ættu Íslendingar að læra af Giddens og taka vinaþjóðina finnsku sér til fyrirmyndar, finnlandiséraður þriðjuleiðarvísir er mitt þriðja leiðarhnoða.
Jóhannes úr Kötlum orti “Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?” Nú má yrkja “Suomi-Ísland, óskalandið hvenær kemur þú?”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

10araDEfrostmark

 .

OPEC ESB

Stöðugleikur ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Hvað kemur þetta Finnlandi við? ESB er enginn heild heldur lönd með mismunandi bakgrunn, þess vegna er ESB meðaltal ótinteressant og þess utan er statistík flókið fyrirbæri. Sum eru enn í sárum vegna hins kommúníska hagkerfis, önnur vegna hálffasísks hagkerfis, ég þekki Portúgal vel, en það land var rústað af sveitalubbafasistaveldi.

Stefán Valdemar Snævarr, 23.10.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband