12.4.2023 | 21:05
KANAR GEGN RÚSSUM. Fyrsti hluti: Rússland, saga og samfélag.
Í lok síđustu aldar starfađi kona nokkur í tengslum viđ rússnesk-bandarísk tónlistarsamstarf. Ţađ gekk ekki nema miđlungi vel, konan tjáđi mér ađ Rússar og Kanar vćru eins og hundar og kettir. Rússar vćru algerir stigveldismenn og skildu ekkert annađ, Kanar hiđ gagnstćđa og botnuđu ekkert í rússneska stigveldinu.
Enda er sagan um tengsl ţessara ţjóđa fremur saga um átök en samvinnu, nú síđast vegna Úkraínustríđsins. Skulu ţessi tengsl rćdd í ţarnćstu fćrslu. Í ţessari fćrslu mun ég rćđa sögu og samfélag Rússa, í nćstu fćrslu sögu og samfélag Bandaríkjamanna. Í ţarnćstu fćrslu beini ég sjónum mínum ađ utanríkisstefnu ţeirra í tímans rás.
Hér ađ neđan mun ég fyrst rćđa sögu hins rússneska kúgunarsamfélags frá Ívani grimma til Pútíns og zar-fasisma hans.
Ţá beini ég sjónum mínum ađ Sovétríkjunum og segi Karl Marx ekki alsaklausan af hinni sovésku eymd og kúgun. Marxisminn hafi skorađ sjálfsmark.
Hiđ rússneska kúgunarsamfélag
Moskvuríkiđ varđ til í lok miđalda, á sextándu öld hefur Ívan grimmi mikla útţenslu og leggur m.a. undir sig hiđ fremur frjálslynda borgríki Hólmgarđ (Novgorod) og lét fremja skelfileg fjöldamorđ á íbúunum. Ţar dó hinn mjói vísir ađ frjálslyndu Rússlandi.
Á sautjándu öld varđ austurhluti Úkraínu hluti af Moskvuveldinu ţegar Kósakkaríkiđ ţar kaus ađ beygja sig undir keisarann, í von um ađ hann verđi ţađ gegn pólsk-litáíska veldinu (Plokhy 2016).
Enn ţenst ríkiđ á átjándu öld út fyrir atbeina Péturs mikla og Katrínar miklu, á ţeirri nítjándu leggja Rússar undir sig Miđ-Asíu og nokkurn hluta af Kínaveldi, t.d. svćđiđ ţar sem nú er Vladivostok. Minnast má ţess ađ ţeir gleyptu stóran hluta af Póllandi, alla Georgíu og Finnland.
Einnig má nefna ađ Rússakeisara tókst ađ útrýma Sirkasissaţjóđinni sem byggđi lönd viđ Svartahafiđ. Sirkasissar voru strádrepnir og restinni vísađ úr landi, rússneskir bćndur komu í stađinn. Einhver stađar las ég ađ enginn keisari hafi veriđ talinn standa sig í stykkinu nema hann yki yfirráđasvćđi Rússlands.
Rússland varđ til vegna útţenslustefnu og hiđ sama gildir um Bandaríkin. Ţau ţöndu sig yfir meginţorra Norđur-Ameríku á kostnađ indíánanna sem voru strádrepnir eđa reknir inn á afmörkuđ svćđi. Einnig háđu Bandaríkjamenn stríđ viđ Mexíkóana og lögđu undir sig mikiđ landflćmi sem áđur var hluti af Mexíkó.
Til ađ skilja Moskvuríkiđ verđa menn ţekkja forsögu ţess (um rússneska sögu, sjá t.d. Hoskins 2012). Rússland og drjúgur hluti Úkraínu voru lengi hluti af yfirráđasvćđi Mongóla og ţeirra tatörsku fylgiţjóđar. Ţó međ ţeim hćtti ađ furstar hinna ýmsu austur-slafnesku ríkja voru skattskyldir Mongólum en höfđu visst sjálfsstćđi.
Alltént minnkađi stjórnlyndi Rússa ekki fyrir vikiđ, ţess utan fór endurreisnin međ sitt frjálsrćđi fram hjá Rússum. Í stađ ţess fengu furstar Moskvuríkisins ţá grillu í höfuđiđ eftir fall Konstantínópels ađ Moskva vćri hin ţriđja Rómarborg, Moskvufursti einn hafđi gifst frćnku síđasta Býsanskeisara. Heimsfrelsunardella Rússa virđist eiga sér rćtur í ţessari grillu (Bandaríkjamenn hafa líka slíkar grillur).
Ekki frelsuđust ánauđugir bćndur fyrir vikiđ, um 80% rússneskra bćnda voru ánauđugir og mátti selja heilu ţorpin eins og kvikfénađ (napra og skemmtilega lýsingu á ţeirri sölumennsku má finna í skáldsögu Gógols, Dauđar sálir).
Reyndar segir a.m.k. einn sagnfrćđingur ađ innan ramma ţorpanna hafi veriđ vísir ađ lýđrćđi og ţau hafi notiđ vissrar sjálfsstjórnar (Hoskins 2012)(mig minnir ađ Marx segi eitthvađ svipađ).
Sami sagnfrćđingur leggur áherslu á ađ ađallinn hafi haft umtalsverđ völd á međan Fiona Hill og Glifford Gaddy segja ađ hann hafi veriđ mun háđari keisaranum en ađallinn í Evrópu vestanverđri. Ţau segja ađ kerfi Pútíns sé í samrćmi viđ ţađ, hann úthluti vildarvinum miklum gćđum, eins og keisararnir forđum (Gaddy og Hill 2015).
Rétttrúnađarkirkjan rússneska flatmagar fyrir honum enda vön slíku atferli. Í löndum rétttrúnađarins er hefđ fyrir ţví ađ ríkiđ ríki yfir kirkjunni, ţannig voru býsanskeisarar yfirmenn kirkjunnar á međan kaţólikkar guldu páfanum ţađ sem páfans var, keisaranum ţađ sem hans var.
Ţannig var kirkjulegt og veraldlegt vald ađskiliđ á Vesturlöndum, ekki í Rússlandi ţar sem kirkjan var hluti af veldi keisaranna. Ţetta er ein af ástćđunum fyrir ţví ađ frjálsrćđi hefur búiđ viđ betri kjör í Evrópu vestanverđri en í Rússlandi.
Norskur prófessor í rússnesku, Ingunn Lunde ađ nafni, segir ađ menning hafi löngum veriđ tćki sem rússneska heimsveldiđ hafi notađ til ađ efla vald sitt (Lunde 2023).
Ţegar á átjándu öld höfđu Rússakeisarar hirđskáld sem lofuđu ţá. Og gagnstćtt sem margir halda hafi hinir miklu rithöfundar nítjándu aldarinnar veriđ fremur valdsins megin en hitt. Ţjóđskáldiđ Alexander Púskín hafi vissulega oft veriđ gagnrýninn á samfélagiđ og ţurft ađ berjast viđ ritskođunina. En hann hafi ekki gagnrýnt hiđ rússneska heimsveldi, er Rússar lögđu undir Kákasus hafi ţeir fćrst íbúunum siđmenningu (ég spyr: Í líki bćndaánauđar?).
Lunde bćtir viđ ađ í kvćđi um orrustuna viđ Poltava lofi hann heimsveldiđ og fordćmi úkraínska kósakkahöfđingjann Ivan Mazepa sem barđist međ Svíum gegn Pétri mikla, Rússajöfri. Til ađ gera illt verra hafi Púskín ort kvćđi ţar sem hann verji ţađ hvernig Rússaher braut á bak aftur uppreisn Pólverja áriđ 1831 en ţeir voru kúgađir af Moskvuvaldinu.
Hvađ um Dostójevskí? Sat hann ekki í fangabúđum vegna andófsstarfsemi? Vissulega, svarar Lunde, en hann breytti um skođun, tók ađ ađhyllast trúar-mýstík og rússneska ţjóđrembu. Lunde segir ađ ekki sé óalgengt međal rússneskra menntamanna ađ ţeir berjist fyrir auknu einstaklingsfrelsi en verji um leiđ heimsveldiđ rússneska.
Gott dćmi sé nóbelshafinn Josef Brodskí sem lenti illa í Sovétvaldinu og flutti til Bandaríkjanna. Hann hafi ort níđkvćđi um Úkraínu ţegar landiđ öđlađist sjálfsstćđi. Eftir ađ hafa hellt svívirđingum yfir Úkraínumenn hafi hann lokiđ kvćđinu á ađ segja ađ á dauđastund muni Úkraínumađurinn vitna í Púskín, ekki í lygar Taras Sévstenkós, ţjóđskálds Úkraínumanna. Pútín hefđi ekki getađ gert betur.
Lunde segir ađ ekki megi gleyma ţví ađ Rússaher stundi menningarstríđ á hernumdu svćđunum í Úkraínu. Úkraínskar bókum sé hent út úr bókasöfnum, samanber bókabrennur nasista. Einungis sé kennt á rússnesku í skólum, söfn eyđilögđ og menningarverđmćtum stoliđ.
Í Maríupol, sem rússnesku yfirgangsseggirnir eyđilögđu, sé komiđ stórum skiltum međ myndum af rússneskum rithöfundum. Hún gefur í skyn ađ úkraínskuvćđing Kćnugarđsstjórnar sé skiljanlegt viđbragđ viđ rússneskri menningarheimsvaldastefnu.
Ég er ekki dómbćr á bođskap Lundes en vil ţó minna á ađ ýmsir andans menn rússneskir hafa andćft valdsmönnum og kerfi ţar. Nefna má Lev Tolstoj, anarkistann Mikael Bakúnín, og Andrei Sakharov. Alexandr Solsénitsin andćfđi vissulega sovétvaldinu en hafđi afturhaldssamar, stjórnlyndar, ţjóđrembu- og réttrúnađarskođanir.
Hvađ um rússneskan almenning? Kunningi minn sem giftur er rússneskri konu og kann rússnesku, segir mér ađ ćđimargir Rússar séu tilbúnir til ađ herđa sultarólina ef ţađ verđur til ţess ađ vald og dýrđ Rússlands aukist.
Rússneski rithöfundurinn Ludmila Ulitskaja segir í viđtali viđ norskan fjölmiđil ađ hinn undirlćgjusami homo sovieticus lifi enn góđu lífi í Rússland. Hafi Ulitskaja og kunningi minn á réttu ađ standa ţá kunna ţau ađ hafa skýringuna á ţví hve margir Rússar flatmaga fyrir Pútín og styđja heimsveldisbrölt hans (margt má ljótt um Bandaríkjamenn segja en undirlćgjusemi er ekki međal ókosta ţeirra).
En ţví má ekki gleyma ađ fjöldi Rússa er á móti Pútín og stríđsrekstri hans, hundruđ ţúsunda hafa yfirgefiđ Rússland eftir ađ árásarstríđ hans hófst.
Stuđningurinn viđ Pútín var skiljanlegur fyrstu árin sem hann var viđ völd. Hann kom á stöđugleika eftir umrót og hrun Jeltsínsáranna.
Vandinn er sá ađ spillingin er engu minni í Rússlandi Pútíns en á Jeltsíntímanum og misdreifing auđs hefur ekki minnkađ. Auk ţess er Pútín orđinn einrćđisherra án ţess ađ ţađ stuđi meirihluta Rússa.
Ţeir virđist margir hverjir hćstánćgđir međ hina kristilegu, heimsveldissinnuđu zar-fasísku hugmyndafrćđi hins pútínska einrćđis.
Pútín vitnar stundum í Ivan Iljín sem var e.k. fasisti. Sá bjó í Ţýskalandi um langt skeiđ og fagnađi valdatöku nasista í grein sem hann mun hafa skrifađ 1933. Hann mun hafa haldiđ áfram ađ verja fasískar skođanir eftir stríđ en var um leiđ konungssinni. Ţađ fylgir sögunni ađ Pútín lét flytja jarđneskar leifar Iljíns til Rússlands (Snyder 2018).
Mađur sem jarmar um afnasistavćđingu er hliđhollur manni sem fagnađi valdatöku nasista! Annar hugsuđur sem tengist Pútín er Alexander Dúgín en sá mun vera undir áhrifum frá illanum Iljín.
Dólgurinn Dúgín bođar rússneskan fasisma segir í grein sem í enskri ţýđingu heitir Fascism-Borderless and Red (Dúgín 1997). Fasistinn elski hiđ brútala, ofurmannlega og englalega. Eđli fasismans sé nýtt stigveldi, nýr ađall. Um leiđ sé margt í stefnu hans sósíalískt, Hitler og Mússólíní hafi mistekist m.a. vegna ţess ađ ţeir voru of vinsamlegir auđhringjum og borgaralegum öflum. Rússneski fasisminn eigi ađ forđast ţau mistök og ađlaga stjórnarfariđ rússneskum ađstćđum.
Svo segir í enskri ţýđingu á grein hans: In distinction to rigid Marxist-Leninist dogmas, Russian national socialism proceeds from an understanding of social justice which is characteristic exactly for our nation, for our historical traditions, our economic ethics (Dúgín 1997).
Pútín hefđi ekki skrifađ undir ţetta ţar eđ hann varđi markađskerfiđ í rökrćđum viđ kommúnista ţegar hann var forsćtisráđherra (skv Hill og Gaddy 2015). Hans zar-fasismi er hćgriútgáfan međ áherslu á andúđ á kynhverfum, jákvćđri mynd af keisarastjórninni og rétttrúnađarkirkjunni.
Rússneska byltingin og sjálfsmark marxismans
Á zar-fasisminn sér einhverjar rćtur í Sovétkommúnismanum? Pútín var alltént KGB-mađur.
Sovétkommúnismann má telja eina birtingarmynd Moskvuríkisins. Hann var afurđ byltingar, réttar sagt valdaráns atvinnubyltingarmanna.
En ekki náđi hún ţeim markmiđum sínum ađ gera menn frjálsa, fćra alţýđunni völd og allsnćgtir. Öđru nćr, hún leiddi til villimannlegrar kúgunar og efnahagslegrar eymdar.
Karl Marx er ekki saklaus af ţessu, hin sovéska kúgun var sjálfsmark marxismans. Hann og Engels segja í Kommúnistaávarpinu ađ í sósíalismanum yrđi ađ stofna landbúnađar- og iđnađarheri, miđstýra hagkerfinu og koma á vinnuţvingun (ţ. Arbeitszwang, rangţýtt á íslensku sem vinnuskylda) (Marx og Engels 2008, Marx 1969).
Spurt er: Hver á ađ sjá um heragann og vinnuţvingunina? Getur miđstýring ekki leitt til alveldis?
Í öđru riti segir Marx ađ í sósíalismanum eigi menn ađ fá kvittun fyrir vinnustundum, gegn framvísun hennar eigi ţeir ađ fá úthlutađ vörum sem kostađ hefur álíka vinnustundir ađ framleiđa (Marx 1968).
Spyrja má hvort kerfi ţetta getur virkađ án viđamikils skrifrćđis (sjá miklu nánar Stefán Snćvarr 2021: 186-235).
Af ţessu má sjá ađ Karl Popper hafđi á röngu standa er hann taldi ađ Marx hefđi ekki haft tiltölulega skýrar hugmyndir um hvernig sósíalisminn myndi arta sig (Popper 1971).
Til ađ gera illt verra hvöttu ţeir Marx og Engels í öđru riti byltingarmenn til ađ stunda hryđjuverk (Marx og Engels 1850). Engels talađi innfjálgur um glćsiáriđ 1793 í frönsku byltingunni ( des glorreichen Jahres 1793) (Engels 1959). Ţađ var ár ógnarstjórnarinnar, er svo ađ skilja ađ hann hafi taliđ hana til fyrirmyndar? (sjá nánar Stefán Snćvarr 2013: 39-49).
Marxískir byltingarmenn voru miklir bókstafstrúarmenn og virđast hreinlega hafa fariđ eftir bókstafnum í Kommúnistaávarpinu og Byltingarávarpinu. Í desember 1917 bönnuđu bolsévíkar verkföll, í janúar 1918 ráku ţeir lýđrćđislega kjöriđ ţing heim.
Ţá kann einhver ađ segja ađ Sovétríkin hafi veriđ fórnarlamb vestrćns samsćris, eins og Steinn Steinarr orti Og ţótt ţú tapir, ţađ gerir ekkert til/ţví ţađ var nefnilega vitlaust gefiđ (Steinn Steinarr 1991: 164).
Ţetta er ekki sennileg tilgáta, m.a. vegna ţess ađ ţátttaka Vesturveldanna í borgarastyrjöldinni (íhlutunarstríđiđ) var fálmkennd og illa skipulögđ. Hefđi veriđ um samsćri rćđa ţá hefđi ţátttaka ţeirra ekki veriđ svo fálmkennd.
Auk ţess bendir flest til ađ hinar fámennu vestrćnu hersveitir hafi ekki ofreynt sig á ţátttöku í átökunum (samkvćmt t.d. Flake 2019: 549-552). Í einu tilviki munu bolsévíkar í tiltekinni rússneskri borg hafa beđiđ bandamenn um ađstođ.
Í ofan á lag bárust Evrópuríkin á banaspjótum og gátu ekki ađstođađ andbyltingarmenn mikiđ ţótt ţau hefđu fegin viljađ (Ţjóđverjarnir voru sennilega hćst ánćgđir međ Bolsévíkastjórnina ţar eđ hún hafđi dregiđ Rússland út úr stríđinu).
Ţessi ríki voru örmagna eftir fyrri heimsstyrjöld og í Bandaríkjunum óx einangrunarsinnum ásmeginn. Kanar ofreyndu sig ekki á ţátttöku í íhlutunarstríđinu enda önnum kafnar viđ ađ fćkka mjög í herliđi sínu.
Bćta má viđ ađ marxistinn Rosa Lúxembúrg kvartađi yfir skorti á tjáningarfrelsi í Rússlandi ţegar haustiđ 1918 og ári seinna fordćmdi annar marxisti, Karl Kautsky, bolsévíka fyrir kúgun og yfirgang. Ţeim láđist ađ nefna hiđ meinta vestrćna samsćri, kannski af ţví ađ ekkert slíkt hafi veriđ framiđ (Lúxembúrg 1967: 108114)(Kautsky 1967: 118123).
Nefna má ađ anarkistinn Mikael Bakúnín spáđi ţví áriđ 1872 ađ marxísk bylting myndi leiđa til valdatöku menntamanna og hrikalegrar kúgunar (Bakúnín 1872). Engu líkara er en ađ sagnarandi hafi komiđ yfir hann.
Auđvitađ kom fleira til en sjálfsmark marxismans. Lenín taldi ađ verkamenn gćtu aldrei öđlast meira en fagfélagsvitund, atvinnubyltingarmenn yrđu ađ hafa vit fyrir ţeim og veita ţeim forystu. Í byltingarflokknum skyldi ríkja stigveldi.
Ţegar í byrjun tuttugustu aldar gagnrýndi Lev Trotskí flokksskipun Leníns harkalega (Trotskí 1967: 6265). Fyrst myndi miđstjórnin taka völdin í flokknum, ţá ađalritarinn völdin yfir henni og samfélaginu öllu. Hann reyndist sannspár.
Deila má um hvort flokkshugmyndir Leníns hafi veriđ marxískrar ćttar. Voru ţćr kannski fremur í anda hins rússneska stjórnlyndis? En hafi Bakúnín á réttu ađ standa má ćtla ađ Marx hafi sáđ frćjum flokkshugmyndanna. Alltént hefur skortur Rússa á frjálslyndum hefđum gert illt verra í Sovétríkjunum sálugu.
Öll vötn féllu ađ sama firđinum.
Lokaorđ
Bćndur voru enn kúgađri í Rússlandi en víđast í Evrópu, landiđ miđstýrđara, ósnortiđ af endurreisninni, heimsveldisţćttir í hugsun margra andans manna og valdsmenn haldnir heimsfrelsunardellu.
Slíkt og ţvílíkt veit ekki á gott, ţađ kann ađ hafa átt ţátt í kúgun kommúnistaáranna ţótt veilur marxismans og lenínismans hafi valdiđ miklu um hana.
Nýjasta birtingarmynd rússnesku kúgunarhefđarinnar er hinn heimsveldissinnađi zar-fasismi Pútíns.
Heimildaskrá:
Bakúnín, Mikael 1872: On the International Workingmens Association and Karl Marx, https://www.marxists.org/reference/archive/bakunin/works/1872/karl-marx.htm. Sótt 11/4 2023.
Dúgín, Alexander 1997: Fascism-Borderless and Red https://www.linkedin.com/pulse/syrizas-moscow-connection-fascism-borderless-red-dugin-umland Sótt 9/4 2022.
Engels, Friedrich 1959: Der magyarische Kamp, Neue rheinische Zeitung, Nr 194, 13/1 1849, í Karl Marx-Friedrich Engels: Werke. Band 6. Berlin/DDR: Dietz Verlag, bls. 165173.
Flake, Lincoln 2019: Nonsense from the beginning o.s.frv. The Journal of Slavic Military Studies, Vol. 32, Issue 4, bls. 549-552, https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/13518046.2019.1690189
Hill Fiona og Gaddy, Clifford 2015: Mr. Putin: The Operative in the Kremlin. The Brooking Institution.
Hoskins, Geoffrey 2012: Russian History: A Very Short Introductionţ Oxford: Oxford University Press.
Jóhannes Björn Lúđvíksson 1979: Faliđ vald. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Kautsky, Karl 1967: Kommunisme og terror (ţýđ. óţekktur), Jens A. Christophersen (ritstj.) Bolsjevikrevolusjonen 1917. Ósló: Pax forlag, bls. 118123.
Lunde, Ingunn 2023: Imperiets diktere, Morgenbladet, Nr. 1, 6-12 janúar.
Lúxembúrg, Rósa 1967: Den russiske revolusjon (ţýđ. óţekktur), Jens A. Christophersen (ritstj.) Bolsjevikrevolusjonen 1917. Ósló: Pax forlag, bls. 108114. ´
Marx, Karl og Engels, Friedrich 1850: Address of the Central Commitee to the Communist League, http//www.marxists.org/archive/marx/works/1847/communistleague/1850-ad 1.htm. Sótt 25/2 2011.
Marx, Karl 1968: Athugasemdir viđ stefnuskrá ţýzka verkamannflokksins. Ţýđandi Brynjólfur Bjarnason. Úrvalsrit. 2 bindi. Reykjavík: Heimskringla, bls. 314331.
Marx, Karl 1969: Manifest der kommunistischen Partei. München Wilhelm Fink Verlag (af einhverjum ástćđum er ţessi útgáfa eignuđ Marx einum) (upprunalega gefin út 1850/1851).
Marx, Karl og Engels, Friedrich 2008: Kommúnistaávarpiđ (ţýđandi Sverrir Kristjánsson) Reykjavík: Hiđ íslenzka bókmenntafélag (upprunalega gefin út 1948).
Plokhy, Serhii 2016: The Gates of Europe. A History of Ukraine. Harmondsworth: Penguin.
Popper, Karl 1971: The Open Society and its Enemies. Volume II: Hegel and Marx. Princeton, New Jersey: Princeton University Press.
Snyder, Timothy 2018: The Road to Unfreedom. Russia. Europe. America. New York: Duggan Books.
Stefán Snćvarr 2013: Marx og Engels: Ţjóđir og alţjóđaremba, Ţjóđmál nr. 2, 9. árg., bls. 39-49.
Stefán Snćvarr 2021: Bivrřst. Funderinger og grublerier. Oslo: Kolofonforlaget.
Steinn Steinarr 1991: Ađ sigra heiminn, í Ljóđasafni. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Trotskí, Lev 1967: Klassens fřrstefřdselsrett (ţýđ. óţekktur), Jens A. Christophersen (ritstj.) Bolsjevikrevolusjonen 1917. Ósló: Pax forlag, bls. 6265.
Um íhlutunarstríđiđ https://en.wikipedia.org/wiki/Allied_intervention_in_the_Russian_Civil_War
Um circassian ţjóđina https://en.wikipedia.org/wiki/Circassian_genocide
Um Ivan Iljín https://en.wikipedia.org/wiki/Ivan_Ilyin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2023 kl. 11:58 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.