29.4.2023 | 09:58
Gáfur og greindarpróf
Einhvern tímann var vinsćlt ađ segja ađ greind vćri einfaldlega ţađ sem mćlist á greindarprófum (köllum ţetta mćlingarrökin). En ţessi rök eru meingölluđ.
Í fyrsta lagi eru eru til alls konar greindarpróf og ţau hafa breyst síđan á sokkabandsárum ţeirra. Ef greindarpróf eru verulega ólík innbyrđis ţá er ekkert vit í mćlingarrökunum.
Skera verđur úr um hvađa greindarpróf sé best falliđ til mćlinga en ţá verđa menn ađ gera a.m.k afstćđan greinarmun á milli greindar sem slíkrar og árangurs á greindarprófum (međ afstćđum greinarmuni á ég viđ greinarmunur sem gerđur fyrir sakir raka).
Í öđru lagi er vart hćgt ađ segja ađ greindarpróf mćli sköpunargáfu enda er hún illmćlanleg (skv Kaufman 2015: 5572).
Sé svo ţá standa ţau ekki undir nafni ţví heilbrigđ skynsemi segir ađ sköpunargáfu sé jafnmikilvćg og stćrđfrćđi- og málgreind.
Í ţriđja lagi kann bandaríski sálfrćđingurinn Keith Stanovich ađ hafa nokkuđ til síns máls er hann segir ađ greindarpróf mćli ekki skynsemi (e. rationality).
Meintir gáfumenn séu ekki endilega skynsamir. Hann kemur međ ýmis dćmi um slíkt, trú ofurgáfađra einstaklinga á fáránlegar kreddur. Einnig nefnir hann til sögunnar nóbelshafa í efnafrćđi, sem trúađ hafi ţví ađ sér hafi veriđ rćnt af geimverum, og ađ HIV veiran valdi ekki alnćmi.
Auk ţess vísar hann til ýmissa tilrauna sem hann og samstarfsmenn hans hafa gert. Ástćđan fyrir ţessu sé m.a. sú ađ flest okkar séum ţekkingarlegir nískupúkar (e. cognitive misers).
Viđ hneigjumst til ađ gera okkur leikinn léttan, ekki hugsa málin niđur í kjölinn. Auk ţess trufli fordómar skynsemina. Niđurstađa hans er sú ađ greind sé ekki ţađ sama og skynsemi enda mćldu greindarmćlingar ekki hiđ síđastnefnda (Stanovich 2009: 3539).
Í fjórđa lagi telja sumir sálfrćđingar ađ ekki sé til ein allsherjar greind heldur margar gerđir greindar sem séu ósammćlanlegar.
Einn ţeirra, Howard Gardner ađ nafni, segir ađ margs konar greind sé til og ţví ófrjótt ađ draga alla greind upp á sömu seil og mćla meinta vísitölu hennar. Til sé tilfinningagreind, félagsgrein o.s.frv.
Andstćđingar segja ţetta rangt, til sé ákveđinn ţáttur, g-ţátturinn sem sé grundvöllur ţess er virđist margháttuđ greind.
Ţess utan sé hćttan sú ađ allt milli himins og jarđar geti talist greind og ţá glati hugtök um greind inntaki sínu (skv Marenus 2020). Ekki er auđvelt ađ skera úr um ţennan ágreiningi.
Hvađ sem ţví líđur kann kenning Stanovich ađ vera vatn á myllu Gardners og félaga. Má ekki segja ađ skynsemi sé sérstök tegund greindar sem tengist lítiđ öđrum greindargerđum?
Ađ minni hyggju er ađalvandi greindarprófa sá ađ ţau mćla ekki sköpunargáfu. Ţađ ţýđir einfaldlega ađ mćlingarrökin eru út í hött.
Greindarpróf mćla sjálfsagt einhverja andlega getu, t.d. skólaţroska.
En auđvitađ er ekki hćgt ađ útiloka ađ mönnum takist ađ mćla sköpunargáfu einhvern tímann í framtíđin, annađ hvort sem liđ í greindarmćlingum eđa sem mćlingu á sérstökum hćfileika, óháđum greind.
Kannski ber ađ greina milli greindar og gáfna, greindarpróf mćli hiđ fyrrnefnda en ekki gáfurnar. Ef til eru hvorki greind né gáfur mćlanlegar.
Heimildir
Kaufman, James C. 2015: Why Creativity isnt in IQ Tests, Why it Matters, and Why it will not Change Anytime Soon Probably, Journal of Intelligence, 3, bls. 5572. Sótt 28/5 2022 á file:///C:/Users/700215/Downloads/jintelligence-03-00059.pdf
Marenus, Michele 2020: Gardners Theory of Multiple Intelligences, Simply Psychology. Sótt 20/3 2022 á https://www.simplypsychology.org/multiple-intelligences.html
Stanovich, Keith E. 2009: Rational and Irrational Thought: The Thinking that IQ Tests Miss, Scientific American Mind, nóvember/desember, bls. 3539.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Athugasemdir
Ef heimska skilgreinist sem skortur á greind, er ţá ekki sami vandi uppi ađ meta heimsku?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 29.4.2023 kl. 10:30
Vel athugađ!
Stefán Valdemar Snćvarr, 29.4.2023 kl. 11:14
Hvorki hef ég gáfur né greind, en ég fagna samt hverjum góđum bloggara hér á moggabloggi.
Lćt um stund sem ég sé hér húsráđandi og býđ ţig ţví ágćtlega velkominn.
Ps. Held ég hafi ţar heilbrigđa skynsemi (common sense) ađ leiđarljósi.
Ps.2 Ţakka fróđlega pistla ţína um Kana gegn Rússum. Ágćtis og prúđmannleg innlegg, en hef einnig gaman af ađ lesa ađra bloggara um ţađ efni. Víđa skal hver skyggnast um og draga ályktanir sem skynsemi hvers og eins leyfir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 29.4.2023 kl. 11:49
Takk, Símon, sitt er hvađa gćfa og gjörvileika, sitt er hvađ gáfur og greind.
Stefán Valdemar Snćvarr, 29.4.2023 kl. 15:37
KJARNI MÁLSINS:
"Ađ minni hyggju er ađalvandi greindarprófa sá ađ ţau mćla ekki sköpunargáfu. Ţađ ţýđir einfaldlega ađ mćlingarrökin eru út í hött".
-----------------------------------------------------------------------------------
ŢAĐ ER MARGT TIL Í ŢESSU.
Jón Ţórhallsson, 29.4.2023 kl. 16:46
Takk fyrir skemmtilega umfjöllun. Ég skil hvađ ţú ert ađ fara ţegar ţú skrifar:
Kannski ber ađ greina milli greindar og gáfna, greindarpróf mćli hiđ fyrrnefnda en ekki gáfurnar.
Ţađ sem mćlir á móti ţessu er ađ greind og gáfur eru samheiti í daglegu máli, ekki satt? Í Íslenskri nútímaorđabók á vefsíđu Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum frćđum er skilgreining á orđinu "gáfađur" eftirfarndi: "sem býr yfir miklum gáfum, greindur".
Wilhelm Emilsson, 30.4.2023 kl. 05:22
Takk Jón en ţótt orđin séu samheiti í venjulegu máli ţá má setja fram tillögu um annars lags notkun. Greind má nota yfir hćfni til vélrćnna lausna, gáfur yfir hćfni til íhugunar og sköpunar.
Stefán Valdemar Snćvarr, 30.4.2023 kl. 09:16
Takk fyrir svariđ, Stefán. Ég skil.
Wilhelm Emilsson, 30.4.2023 kl. 18:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.