Sameining Evrópu eina lausnin?

Ég er ekki einn þessara harðsoðnu ESB-sinna, ekki einn þeirra sem telur ESB-aðild allra íslenskra og norskra meina bót.

En: „Hart er í heimi…“ Rússar ógna Vesturlöndum á nýjan leik, Kínverjar bíta í skjaldarrendur, Bandaríkin gætu orðið einangrunarstefnu að bráð vinni Trump forsetakosningarnar.

Fyrrum ráðgjafi hans, John Bolton, segir ekki ólíklegt að hann muni segja Bandaríkin úr NATÓ.

Það mundi þýða að Rússar legðu Úkraínu undir sig, Evrópa yrði að miklu leyti varnarlaus. Rússneski einvaldurinn myndi eiga alls kosti  við álfuna.

Nema hún taki á sig rögg og myndi sambandsríki með sameiginlegum her Evrópuþjóða, búinn kjarnorkuvopnum.

Kannski ekki góður kostur en hugsanlega ill nauðsyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband