VEI YÐUR FRÆÐIMENN OG FARISEAR, HRÆSNARAR!

  

Ömurlegt er að fylgjast með málflutningi alltof margra einstaklinga um atburðina fyrir botni Miðjarðarhafs.

Vinstrimenn fordæma bara Ísrael, nefna ekki morðæði Hamas, hægrimenn einblína á illgjörðir Hamasliða en verja yfirgang Ísraela og fjöldamorð þeirra á Gasabúum.

Vinstrimenn nefna ekki kúgun Hamas á konum og samkynhneigðum, harðstjórn þeirra og spillingu PLO.

Hægrimenn láta hjá líða að ræða yfirgang landnema á Vesturbakkanum og þá staðreynd að hreinræktaðir fasistar sitja nú í stjórn Ísraels.

Samkvæmt skjölum, sem lekið var í fjölmiðla, ræða ráðamenn þann möguleika að hrekja alla íbúa Gasasvæðisins til Egyptalands. Það heitir „þjóðarbrotshreinsun“ á venjulegu máli.

En ekki má gleyma „afrekum“ Hamasliða, þeir  eru slík varmenni að vel má vera að þeir geri sér vígahreiður í sjúkrahúsum og einkaíbúðum.

Hvað sem því líður þá hafa hvorki hægri- né vinstrimenn mikla samúð með Palestínumönnum og Ísraelum.

Þeir hafa aðallega samúð með sjálfum sér, með sínum pólitísku kreddum. Deilan snýst í reynd um Bandaríkin, vinstrimenn eru á móti Ísrael af því að BNA styður það, hægrimenn halda með Ísrael af sömu sökum.

Í Rómeó og Júlíu Shakespeares segir Mercutio um Capulet og Montague  ættirnar sem börðust um völdin  í Verónu: „A plague o‘ both your houses!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er margt til í þessu hjá þér en held að fáir samþykkji þetta samt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 7.11.2023 kl. 12:32

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hreinlæktaðir fasistar sita ekki í stjórn í Ísrael. Það er eins vitlaua yfirlýsing og að segja að Snævarar séu allir gyðingahatarar, þó einn Snævarrinn murraði eitthvað hér um árið um demanta Dorritar Moussaieff. ÉgG skrifaði um þann Snævarr í grein sem ég hef ritað um gyðingahatur á Íslandi, en það á ekki við um S. Valdemar Snævarr.

FORNLEIFUR, 7.11.2023 kl. 15:50

3 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Fornleifur, mér dettur ekki í hug að segja að allir ráðherrar Ísraelsstjórnar séu fasistar. Mér er í nöp við Netanjaú en hann er ekki fasisti. En ég á erfitt með að kalla Ben-Gvir eitthvað annað. Nefna má að Paul Berman leiðir að því getum að róttækur íslamismi eigi sér rætur í evrópskum fasisma. Sé það rétt þá gildir það um stefnu Hamas, fyrsta stefnuskrá þeirra er gegnsýrð Gyðingahatri. Þeir vitna meðal annars fjálglega í Hina vitru síons og segja Gyðinga bera ábyrgð á kommúnisma o.s.frv, gamla fasistalumman. Þeir draga í land í seinni útgáfu, hvort sem það var taktík eða eitthvað annað. 

Stefán Valdemar Snævarr, 7.11.2023 kl. 17:01

4 identicon

Það eru nú full miklar alhæfingar í þessu hjá þér. 

T.d. að einungis vinstrimenn séu á móti morðæði Ísraels. 

Ætla má að fjöldi manns sé á móti fautalegri meðferð Ísraels á Palestínumönnum bæði nú og fyrr, þetta séu ekki endilega allt vinstrimenn.

Meira að segja í sjálfum Bandaríkjunum eru 66% fylgjandi vopnahléi milli Ísraels og Hamas, harla fáir af þeim trúi ég að teljist vinstri menn upp á íslenska staðalinn.  

Eða þetta: "Hvað sem því líður þá hafa hvorki hægri- né vinstrimenn mikla samúð með Palestínumönnum og Ísraelum."

 Hvaða bull er þetta eiginlega?

Nú um stundir blöskrar fólki morðæði Ísraels á Gaza, hátt í 5000 drepin börn hafa nákvæmlega ekkert með Hamas að gera og geta ekki verið ábyrg fyrir morðæði þeirra gagnvart Ísraelum nýverið. Samúð með þeim og öðrum börnum á Gaza hefur ekkert með að gera samúð með Hamas. 

Vissulega er heldur efiðara að hafa samúð með fautanum í málinu Ísrael þó auðvitað gildi sama um börn þar og annars staðar. 

En Stefán, ekki bulla svona ferlega þú getur gert miklu betur en það. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 7.11.2023 kl. 20:14

5 Smámynd: Stefán Valdemar Snævarr

Bjarni, þessi færsla er skrifuð til að ögra, meðvitaðar einfaldanir til hvetja menn til umhugsunar. Auðvitað veit ég að málin eru miklar flóknari en þetta.

Stefán Valdemar Snævarr, 7.11.2023 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband