21.11.2023 | 22:55
JÓLABÓKARÝNI 2: Heimsmeistari eftir Einar Kárason
Í lok aldarinnar síđustu var Robert James Fischer týndur. Ţá kynntist ég bandarískum Gyđing sem sagđist vita hvar hann héldi sig. Hann hefđi átt vingott viđ frćnku skákmeistarans sem ţá bjó á leyndum stađ í Los Angeles. Fischer hafi sagt viđ hann ţú ert nú alveg ágćtur, af Gyđingi ađ vera. Hann var sjálfur sem kunnugt er af Gyđingakyni.
Einar Kárason byggir skáldsögu sína Heimsmeistari á ćvi Fischers. Ekki verđur séđ ađ hann skáldi mikiđ í hinar mörgu eyđur í sögu skákmeistarans snjalla. Reyndar hefđi hann mátt nota veruleikann meira, t.d. hin furđulegu kvennamál Fischers. Stundum er veruleikinn skáldlegri en skáldskapurinn.
Ţví miđur er dálítiđ um stílhnökra í bókinni. Athugiđ eftirfarandi setningarbút: Hann var ađ vísu brynjađur međ réttmćtum fjandskap í garđ stjórnvalda (bls. 7).
Mađur getur veriđ brynjađur gegn einhverju tilteknu en ţađ er rökleysa ađ tala um ađ vera brynjađur í garđ einhvers. Ţess utan er ekki smekklegt ađ nota líkingu viđ eitthvađ handfast, brynju, í tengslum viđ eitthvađ miđur handfast eins og stjórnmál.
Betra hefđi veriđ ađ segja hann brynjađan gegn örvahríđ eđa spjótalögum stjórnvalda. Örvar og spjót eru handföst rétt eins og brynja.
Ađra hnökra má finna á blađsíđu 10. Ţar segir ađ hvítir landnemar í Vesturheimi ristu heimahaga frumbyggjanna á hol Ţetta er smekkleysa af svipuđum toga og sú fyrri.
Ţađ ber ađ hafa allt líkingarmáliđ á sama tilverustigi, brynjur og spjót eru á sama tilverustigi, ekki heimahagar og ţađ sem rista má á hol.
Kannski hefđi mátt segja ađ hvítingjar hafi rist búk frumbyggjasamfélagsins á hol, búkar eru ristir á hol og ekkert gegn ţví ađ líkja samfélagi viđ skrokk. Á blađsíđu 26 stendur: Hugur hans var biksvartur , svipađ á blađsíđu 29.
Nú er vissulega oft talađ um myrkan eđa ţungan huga, samt kann ég ekki vel viđ ţessa líkingu, kannski er um ađ rćđa smekksatriđi.
Á blađsíđu 59 er hugmynd Fischers um nýsköpun í skák kölluđ Random-kerfiđ. Ţađ er venjulega kallađ slembiskák á íslensku, í slíkri skák er taflmönnum rađađ á byrjunarreitum međ nánast tilviljunakenndum hćtti.
Styrkur Einars hefur löngum veriđ mikil frásagnagleđi og sagnahćfni. Mér finnst hvortveggja vanta í ţessari bók, ţađ er eins og honum leiđist ađ skrifa hana. Hann getur miklu betur.
Feisbókarvinur spurđi af hverju ég gćfi ekki stjörnur í jólabókadómum. Ég sagđist hafa ímugust á stjörnugjöf en fengi stundum stjörnur í augum er ég lćsi frábćrar bćkur.
Engar stjörnur í mínum augum nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.