Börn og stríð

Eitt hið skelfilegasta við stríðin milli Rússa og Úkrainumanna, Ísraela og Hamas, er sú staðreynd að saklaus börn eru fórnarlömb þeirra.

Á hverjum degi sjáum við í sjónvarpi sárþjáð andlit palestínskra barna, ef marka má tölur frá Gasasvæðinu hafa þúsundir þeirra fallið í árásum Ísraela.

Eins og það sé ekki nóg  eru  Hamasliðar  sagðir hafa drepið smábörn með bestu lyst og rænt nokkrum þeirra, sumum án foreldra sem þeir höfðu myrt.

Og Rússar eru ásakaðir um að hafa rænt tugþúsundum, ef ekki hundruð þúsundum,  úkraínskra barna.

Þýski Gyðingurinn og nóbelshafinn  Nelly Sachs orti áhrifamikinn kvæðabálk um helförina, hluti hans fjallar um örlög barnanna í gereyðingarbúðunum:

„Ó nótt hinna grátandi barna!

Nótt barnanna sem merkt eru dauðanum!

Svefninn  hefur ekkert opið hlið lengur.

Skelfilegar varðkonur hafa

tekið stöðu mæðranna,

þær hafa spennt hin svikula dauða í vöðvum sér,

sá honum í veggi og bjálka-

alls staðar klekjast egg út í hreiðri hins illa

smábörnin sjúga angist í stað móðurmjólkur.“

 

Heimsbyggðin verður að krefjast þess að börnunum verði hlíft!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband