13.10.2008 | 15:01
EYMD BJARTSÝNINNAR
Paul Krugman, nýbakaður nóbelshafi í hagfræði, segir að ofurbjartsýni Bandaríkjamanna sé ein af ástæðunum fyrir efnahagsörðugleikum þeirra. Könum sé kennt í æsku að þeir muni meika það á endanum, alt batni æ. Þess vegna séu þeir óhræddir við að taka lán til að fjármagna neyslu sína. Þessar lántökur hafi skaddað ameríska efnahaginn og sé ein helsta ástæðan fyrir því að landið sé skuldum vafið (þetta sagði hann löngu áður en bankahrunið mikla varð!).
Lítið land norður við Dumbshaf hefur verið kölluð "litla Ameríka", ég kalla það "fimmtugastaogfyrsta ríkið". Eyjarskeggjar námu ofurbjartsýna af sínum amerísku guðum, voru handvissir um að í himnalagi væri að skuldsetja sig upp yfir haus. Landið fór á hausinn fyrir vikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.