KRUGMAN FÉKK HAGFRÆÐINÓBELINN

Rétt í þessu bárust þær fréttir að einn minna uppáhaldshagfræðinga, Paul Krugman,hefði fengið nóbelsverðlaunin. Hann meðal þeirra sem blásið hafa nýju lífi í kenningar Keynes en þær eru eitur í beinum frjálshyggjumanna. Enda er Krugman lítill unnandi frjálshyggju og segir að ríkisstjórnir hafi gefist upp á því beita peningamagnskenningum Friedmans. Þær reyndust illa. Hann segir eins og fjöldi fræðimanna að meiri hagvöxtur hafi verið í Bandaríkjunum á ríkis-"afskipta"-skeiðinu 1945-1980 en á frjálshyggjuskeiðinu eftir 1980. Til að gera illt verra hafi tekjur meðalmanna á unna klukkustund minnkað meðan hinir ríku hafa grætt á tá og fingri. Svona talar einn helsti hagfræðingur heimsins á meðan starfssystkini hans á Íslandi liggja flöt fyrir Friedman. PS Lysthafendur geta lesið langan ritdóm minn um bók Krugmans The Conscience of a Liberal í tímaritinu Herðubreið.
mbl.is Krugman fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ekonomipriset är inte ett Nobelpris egentligen. Det ges av Sveriges Riksbank till Alfred Nobels minne och instiftades aldrig av Alfred Nobel själv utan långt långt senare.

Nobelstiftelsen är väldigt noga med att inte kalla ekonomipriset för ett Nobelpris. Det vore bra om man försökte hålla dessa två ting isär. 

S.H. (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:02

2 identicon

Mér er fullkunnugt um að "nóbelsverðalaunin" hagfræðii eru ekki eiginleg nóbelsverðlaun, hef skrifað grein um fólk sem vill láta afnema þau á þeim forsendum að hagfræði sé ekki vísindi.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband