15.10.2008 | 15:55
FINNLANDÍSERINGU, TAKK!
Finnar urðu að taka heldur hressilega tillit til sovéskra sjónarmiða á kaldastríðsárunum og var þróun í þá átt kölluð "Finnlandisering". Nú vilja íslenskir pótintátar ólmir feta í fótspor hins tæknivædda Finnlands Nókíusímans, gæða skólans og hinna háu skatta. Þetta er mér reyndar mikið gleðiefni, Finnar fylgja gætinni, traustri miðjustefnu, forðast frjálshyggjuöfga og róttæknisvillur. Og ég spyr "Suomi-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?"
P.S. Tilraunir íslenskra businestossa til að stæla Kanana hefur leitt til ófarnaðar, reyndar gildir það sama um tilraun Kana til að stæla sjálfa sig. Kannski þeir geti líka lært af
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.