GUNNAR, BNA OG DAUÐATEYGJUR FRJÁLSHYGGJUNNAR

Frjálshyggjubjarndýrið bítur frá sér í dauðateygjunum! Það bregður sér í líki Gunnars Rögnvaldssonar sem svarar gagnrýni minni á frjálshyggjuna á ummælasíðu minni og segir m.a. að framleiðni á klukkutíma sé meiri í Bandaríkjunum en í hinum vondu ESB-sósíalistaríkjum. En annað segir hagrfræðingurinn John Kay í bók sinni The Truth About Markets. Hann birtir tölur frá OECD sem sýna að framleiðni á klukkustund er u.þ.b. sú sama í BNA og ríkustu ESB-löndunum, Kanar þéna meira af því þeir verði að vinna 20% meir en Evrópubúar. Paul Krugman, nýbakaður nóbelshafi í hagfræði, segir að framleiðni á unna klukkustund sé meiri víða um lönd en vestan hafs, t.d. í hinu vonda sósíalistbæli Frakklandi! Merkilegt (?) nokk þá hefur hagvöxtur vestanhafs verið minni á markaðsvæðingarárunum frá 1980 en á ríkisþátttöku skeiðinu vonda 1945 til 1980. Hann bætir við að framleiðnin hafi aukist minna vestanhafs á blómaskeiði frjálshyggjunnar (1980-2005) en á tuttugu og fimm árunum þar á undan á velmektardögum ríkisafskiptana. Krugman bætir því við meðaljón vestra beri minna úr býtum fyrir hverja unna klukkustund enn á árunum fyrir Reagan Þess utan hafi versnandi kjör millistéttamanna ollið gífurlegri skuldasöfnun heimila. Krugman telur þetta eina af helstu ástæðum þess að Bandaríkin séu skuldum vafin. Skattalækkun Bush er af hinu illa, hún mun stórskaða efnahagslífið og er ekkert annað en gjöf til hinna ríku frá forsetanum stéttvísa. Til að gera illl vera þénar bandaríski meðalmaðurinn þénar nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi síðan. Kjör jafnt millistéttar sem hinna fátækustu hafa annað hvort ekkert batnað eða hreinlega versnað meðan hinir ofurríku hafa rakað saman fé. Þrátt fyrir nokkurn hagvöxt síðustu áratuga þénar meðalkarlmaður á fertugsaldri engu meir en hann gerði fyrir rúmum fjörutíu árum. Samt hefur verðmæti þess sem verkamaður vestanhafs framleiðir á klukkustund aukist um 50% síðan 1973. En þeir ríku hafa heldur betur matað krókinn, tekjur hins allrahæsta þúsundhluta hafa fimmfaldast á þessum árum. Þeir hafa hirt bróðupartinn af hagvexti síðastu aldarfjórðunga. Fjöldi fræðimanna taka í sama streng, t.d. nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz og breski félagsfræðingurinn Anthony Giddens. Sá síðarnefn segir að á níunda tugnum hafi 60% af hagvextinum fallið í skaut ríkasta hundraðshluta bandarísku þjóðarinnar. Í Bretlandi frjálshyggjunnar er ástandið litlu betra, hinn fátækasti tíundi hluti þjóðarinnar bjó við lakari kjör árið 1998 en tuttugu árum áður. Það fylgir sögunni að frjálshyggjuáróðursritið The Economist viðurkennir þetta og að stéttskipting hafi aukist í BNA fyrir vikið en a.m.k. 6 rannsóknir í benda í þá átt. Economist viðurkennir líka að velferðaríkið þurfi ekki að vera þrándur í götu hagvaxtar. Tímaritið bendir á að Svíþjóð blómstri þótt hlutur ríkisins í vergri þjóðarframleiðslu sé meiri en í löndum þar sem efnahagurinn sé í mun verri málum. Sænska ríkið hirðir 57% af vergri þjóðarframleiðslu, hið franska 53%, hið þýska 47% og hið spænska Frakkland 53% Spánn 37% Þýskaland 47%. Samt blómstrar Svíþjóð en hinn þrjú ríkin séu á hausnum og það þótt Spánverjar vinni mikið, meira en Frakkar og Þjóðverjar og þarf ekki mikið til. Það fylgir sögunni auðvaldsklúbburinn World Economic Forum að fjögur Norðurlandanna væru meðal þeirra sex samfélaga sem væru fremst í fylkingu hvað varðar samkeppnishæfi, árangursríka hagstjórn, útbreiðslu hátækni og örar tækninýjunga.
Best er fyrir frjálshyggjubjarndýrið að deyja með sæmd, hætta bröltinu á dánarbeðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband