24.11.2008 | 15:47
WILLOCH UM HEIMSKREPPUNA
Íslenskir hægrimenn róa lífróður og telja sér trú um að ríkið eiga alla sök á heimskreppunni. En hægrimaðurinn og fyrrum forsætisætisráðherra Noregs Kåre Willoch rær með öðrum hætti. Hann segir að þótt ríkið ameríska eigi allnokkra sök á undirmálslánunum þá sé það aðeins lítill hluti vandans. Aðalorsakavaldurinn sé stjórnleysi hins alþjóðlega fjármagnsmarkaðar. Þetta stjórnleysi olli því að sum fjármagnsfyrirtækin juku útlán sín sem nam þrítugföldu eigin fjármagni. Það þýddi að þau gátu ekki þolað nema fárra prósenta tap á útlánum sínum án þess að allt eigin fjármagn þeirra tapaðist. Auk þess gátu fyrirtækin flutt stóran hluta af starfsemi sinni til stjórnlausa geira viðskiptalífsins, hinum alþjóðlega geira, handan alls ríkisvalds. Vegna þess varð kreppan fljótlega hnattræn. Það fylgir sögunni að Willoch skrifaði prýðilega grein um aldamótin þar sem hann varaði við stjórnleysi fjármagnsins og benti á kreppuhættur af þess völdum. Hann er á svipaðri línu og þeir George Soros og Daniel Korten sem áður hafa komið við sögur minna blogga. Alla vega gætu kreddu-hægrimenn Íslands lært ýmislegt af þessum aldna vitringi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.