1.12.2008 | 08:57
ÞURFA ÍSLENDINGAR OXÍTÓXÍNSPRAUTU?
Nýlegar rannsóknir sýna að hormónið oxítoxín eykur traust manna á öðru fólki. Aðrar rannsóknir sýna að Íslendingar treysta öðru fólki miklu síður en nágrannaþjóðirnar, trauststigið íslenska er u.þ.b. það sama og í BNA (þetta hlýtur að gleðja Kanasleikjurnar sem helst vilja gera Ísland að 51 ríkinu). Vandinn er sá að vantraust er dýrt, Adam Smith lagði þunga áherslu á að traust væri nauðsyn í viðskiptum. Í sama streng tekur Paul Zak sem stundar þá merku fræðigrein taugahagfræði (!!) en sú fræðigrein rannsakar samband heilastarfsemi og hagrænnar hegðunnar. Hann hefur einmitt athugað samband oxítóxíns og slíkrar hegðunar. Þriðji fræðimaðurinn landahagfræðingurinn Mick Dunford segir að minna traust Kana á öðru fólki en ESB-búa skaði amerískt efnahagslíf en styrki hið evrópska. Og þá vaknar spurningin: Hefur ekki dregið verulega úr trausti Íslendinga á fólki á hinu helga framfaraskeiði útrásarinnar? Hve mikið kostar vantraust landsmanna þá mælt í beinhörðum peningum? Er lausn kreppunnar drjúgur skammtur af oxítoxín?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.