10.12.2008 | 16:38
Um mjaðmadillandi Kana-jólasveina
Mín vegna mætti freta á svona amerískan viðbjóð, skammast mín altaf þegar ég kem heim til Íslands í jólafrí og sé amerísku fjöllita kúlurnar í æpandi, ógeðslegum litum. Svo ættu menn að sjá sóma sinn í að spara í kreppu, þessi mjaðmadillandi Kana-Sankti-Klás hlýtur að kosta talsvert fé.
Jólasveinar valda deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vertu þá ekkert að koma til Íslands í jólafrí!! Það er augljós og verð ábending. Það er víst nóg af nöldrandi og geðillum gamalmennum hérlendis, eins og fréttin sýnir. Það þarf varla að flytja þá vælandi inn í landið.
Er hægt að nöldra og væla um allt? Rosalega hlýtur líf ykkar að vera innantómt og leiðinlegt, greyjin mín.
linda (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:02
Ég verð nú bara að taka undir með lindu.
Til hvers ertu að koma um jólin ef þér finnast jólaskreytingarnar viðbjóður og .þú svona skömmustulegur.
Það hlýtur að vera skemmtilegra fyrir þig og ættingja þína að fá þig á öðrum tíma ársins þegar þú ert væntanlega í betra skapi.
Landfari, 10.12.2008 kl. 18:14
Þetta jólarugl er nú löngu komið fram úr góðu hófi.
Krummi, 10.12.2008 kl. 18:43
Ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur yfir hafið. Ég veit það af gamalli reynslu að samneyti við norðmenn er mannskemmandi og getur valdið varalegum leiða og óstöðvandi nöldri. Þú ert greinilega orðinn verulega ílla haldinn af forpokun og heimóttarskap og sennilega kominn yfir þau mörk að þér sé við bjargandi. Það eina sem þú getur í stöðunni er að sækja um norskan ríkisborgararétt og hefja bloggskriftir í Verdens Gang. Mér sýnist það hæfa þér betur...
Huxi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.