28.11.2023 | 22:53
JÓLABÓKARÝNI NR 4: Kletturinn eftir Sverri Norland.
Ég hef veriđ ađ glugga í Sverrissögu, söguna um Noregskonunginn Sverri Sigurđsson.
Nafni hans Norland er kannski ekki skáldkonungur en liđtćkur rithöfundur samt. Ţađ sést vel í nýju skáldsögunni hans Kletturinn.
Ađalpersónan, Einar Torfason, segir söguna í fyrstu persónu, um útileguna međ vinum sínum Ágúst og Brynjari, útilegu sem endađi međ hörmungum. Ágúst féll niđur af kletti og dó.
Slysiđ verđur ađ skugganum í lífi Einars, gefiđ er í skyn ađ hann hafi átt einhvern ţátt í slysinu, alla vega finnst honum ţađ sjálfur.
Hann verđur ađ eins konar mannkletti, steingervđur hiđ innra, um leiđ og hann veigrar sér viđ ađ klifra klett mannorđanna.
Í lokin nćr hann áttum sćttir sig viđ lífiđ og hlutskipti sitt.
Ágćt bók, persónusköpun er prýđileg, lesandinn verđur nákominn Einar og hans nánustu, einnig vinum hans töffaranum Brynjari og gáfnaljósinu Ágústi.
En ekki er bókin gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Til dćmis eru samtöl Einars viđ Brynjar og Tinu Birnu, konu ţess síđarnefnda, ögn vćmin og sjálfshjálparbókarleg.
Miklu minna skiptir ađ Sverrir notar sögnina ađ stika óţarflega oft, til er fjöldi annarra orđa međ svipađa merkingu.
Ekki skiptir heldur miklu ţađ sem segir á blađsíđu 72 um ađ annađ fólk hafi glatađ sannleiksgildi sínu. Heimspekingurinn í mér mótmćlir og segir ađ setningar, kenningar og stađhćfingar geti haft sannleiksgildi, ekki fólk. En líklega á hann viđ ađ fólkiđ hafi misst ţýđingu sína.
Allt um ţađ, ég fékk fáeinar stjörnur í augun viđ lestur ţessa kvers.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2023 | 23:21
JÓLABÓKARÝNI NR 3: Vegamyndir eftir Óskar Árna Óskarsson
Eru ekki bókmenntir bestar í háloftunum? Ég las bók Óskars Árna Óskarssonar Vegamyndir í flugvél og varđ fyrir flug-hug-ljómun, skildi Skara betur en áđur.
En fyrst ögn um kveriđ. Hér er á ferđinni úrval smáprósa og ljóđa frá 1990-2015, velflestir textarnir tengjast ferđalögum um landiđ, ađallega útkjálka ţess.
Ein sagan fjallar um ímynduđ ţorp, kallast kannski á viđ hina dásamlegu bók Italo Calvinos Borgirnar ósýnilegu. Ţćr eru ósýnilegar ţví ţćr eru strangt tekiđ ekki til, hiđ sama gildir um ţorpin ímynduđu. En samt til á vissan hátt, ofurraunveruleg.
Óskar er mađur minimalisma, beinir sjónum sínum ađ hinu smáa og hversdagslega sem viđ nánari ađgćslu er hvorki smátt né hversdagslegt.
Sérstaklega ekki ţegar Óskar lćtur fantastíska viđburđi gerast í hvunndeginum, lćtur t.d. Jónas Hallgrímsson birtast á nútímakaffihúsi úti á landi.
Mér hafa ţótt bćkur Óskars dálítiđ misjafnar ađ gćđum, stundum tekst honum ekki ađ gera hvunndaginn spennandi.
En í ţessari bók má finna margt af ţví besta úr bókum hans. Ég fékk nokkrar stjörnur í augun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2023 | 22:55
JÓLABÓKARÝNI 2: Heimsmeistari eftir Einar Kárason
Í lok aldarinnar síđustu var Robert James Fischer týndur. Ţá kynntist ég bandarískum Gyđing sem sagđist vita hvar hann héldi sig. Hann hefđi átt vingott viđ frćnku skákmeistarans sem ţá bjó á leyndum stađ í Los Angeles. Fischer hafi sagt viđ hann ţú ert nú alveg ágćtur, af Gyđingi ađ vera. Hann var sjálfur sem kunnugt er af Gyđingakyni.
Einar Kárason byggir skáldsögu sína Heimsmeistari á ćvi Fischers. Ekki verđur séđ ađ hann skáldi mikiđ í hinar mörgu eyđur í sögu skákmeistarans snjalla. Reyndar hefđi hann mátt nota veruleikann meira, t.d. hin furđulegu kvennamál Fischers. Stundum er veruleikinn skáldlegri en skáldskapurinn.
Ţví miđur er dálítiđ um stílhnökra í bókinni. Athugiđ eftirfarandi setningarbút: Hann var ađ vísu brynjađur međ réttmćtum fjandskap í garđ stjórnvalda (bls. 7).
Mađur getur veriđ brynjađur gegn einhverju tilteknu en ţađ er rökleysa ađ tala um ađ vera brynjađur í garđ einhvers. Ţess utan er ekki smekklegt ađ nota líkingu viđ eitthvađ handfast, brynju, í tengslum viđ eitthvađ miđur handfast eins og stjórnmál.
Betra hefđi veriđ ađ segja hann brynjađan gegn örvahríđ eđa spjótalögum stjórnvalda. Örvar og spjót eru handföst rétt eins og brynja.
Ađra hnökra má finna á blađsíđu 10. Ţar segir ađ hvítir landnemar í Vesturheimi ristu heimahaga frumbyggjanna á hol Ţetta er smekkleysa af svipuđum toga og sú fyrri.
Ţađ ber ađ hafa allt líkingarmáliđ á sama tilverustigi, brynjur og spjót eru á sama tilverustigi, ekki heimahagar og ţađ sem rista má á hol.
Kannski hefđi mátt segja ađ hvítingjar hafi rist búk frumbyggjasamfélagsins á hol, búkar eru ristir á hol og ekkert gegn ţví ađ líkja samfélagi viđ skrokk. Á blađsíđu 26 stendur: Hugur hans var biksvartur , svipađ á blađsíđu 29.
Nú er vissulega oft talađ um myrkan eđa ţungan huga, samt kann ég ekki vel viđ ţessa líkingu, kannski er um ađ rćđa smekksatriđi.
Á blađsíđu 59 er hugmynd Fischers um nýsköpun í skák kölluđ Random-kerfiđ. Ţađ er venjulega kallađ slembiskák á íslensku, í slíkri skák er taflmönnum rađađ á byrjunarreitum međ nánast tilviljunakenndum hćtti.
Styrkur Einars hefur löngum veriđ mikil frásagnagleđi og sagnahćfni. Mér finnst hvortveggja vanta í ţessari bók, ţađ er eins og honum leiđist ađ skrifa hana. Hann getur miklu betur.
Feisbókarvinur spurđi af hverju ég gćfi ekki stjörnur í jólabókadómum. Ég sagđist hafa ímugust á stjörnugjöf en fengi stundum stjörnur í augum er ég lćsi frábćrar bćkur.
Engar stjörnur í mínum augum nú.
20.11.2023 | 23:42
Börn og stríđ
Eitt hiđ skelfilegasta viđ stríđin milli Rússa og Úkrainumanna, Ísraela og Hamas, er sú stađreynd ađ saklaus börn eru fórnarlömb ţeirra.
Á hverjum degi sjáum viđ í sjónvarpi sárţjáđ andlit palestínskra barna, ef marka má tölur frá Gasasvćđinu hafa ţúsundir ţeirra falliđ í árásum Ísraela.
Eins og ţađ sé ekki nóg eru Hamasliđar sagđir hafa drepiđ smábörn međ bestu lyst og rćnt nokkrum ţeirra, sumum án foreldra sem ţeir höfđu myrt.
Og Rússar eru ásakađir um ađ hafa rćnt tugţúsundum, ef ekki hundruđ ţúsundum, úkraínskra barna.
Ţýski Gyđingurinn og nóbelshafinn Nelly Sachs orti áhrifamikinn kvćđabálk um helförina, hluti hans fjallar um örlög barnanna í gereyđingarbúđunum:
Ó nótt hinna grátandi barna!
Nótt barnanna sem merkt eru dauđanum!
Svefninn hefur ekkert opiđ hliđ lengur.
Skelfilegar varđkonur hafa
tekiđ stöđu mćđranna,
ţćr hafa spennt hin svikula dauđa í vöđvum sér,
sá honum í veggi og bjálka-
alls stađar klekjast egg út í hreiđri hins illa
smábörnin sjúga angist í stađ móđurmjólkur.
Heimsbyggđin verđur ađ krefjast ţess ađ börnunum verđi hlíft!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2023 kl. 11:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2023 | 01:34
JÓLABÓKARÝNI 1: Högni eftir Auđi Jónsdóttur
Hér međ hefst jólabókarýni undirritađs og verđur fyrst rýnt í Högna hennar Auđar Jónsdóttur. Bókin fjallar um vistsinnađan framtíđarfrćđing (Högna) sem virđist alger hrakfallabálkur ţar til rofa tekur í lífi hans í bókarlok.
Hann er fórnarlamb netofsókna rétthugsenda en ţegar hann iđrast opinberlega er hann tekinn í sátt af hinu almáttka neti.
Kvennamál hans leika mikiđ hlutverk, honum er lýst sem harla ómyndarlegum manni en međ góđan húmor.
Ég held ađ löggild kvennagull gćtu grátiđ af öfund yfir ţeim séns sem ţessi leppalúđi hefur.
Ekki fannst mér meint kímnigáfa hans góđ, ég verđ ađ játa ađ hann fór ögn í taugarnar á mér.
Lćra má af heimspekingnum Stanley Cavell ađ listdómar krefjist sjálfsskilnings dómara. Hann verđi ađ gera sér grein fyrir hvađ í honum sjálfum liti dóminn, til ađ ná ţví marki verđi hann ađ líta í launkofa hjarta síns og reyna ađ skilja sig sjálfan.
Ef til vill lćri ég eitthvađ um mig sjálfan í krafti ţess ađ láta Högna rćfilinn pirra mig, sérstaklega svonefnda kímnigáfu hans (kannski öfunda ég hann af kynţokkanum!).
Aristóteles benti á ađ sitthvađ vćri sannleikur og trúverđugleiki í bókmenntaverki. Slíkt verk getur veriđ ósatt en trúverđugt, trúverđugleiki vćri ađalatriđiđ. En skarast ekki sannleikur og trúverđugleiki, alltént í skálduđum sögum hvers heimur er mjög líkur raunheimum (jafnvel rauna-heimum)?
Mér finnst ofurséns Högna ótrúverđugur, bćđi vegna ţess hversu lummó hann er í útliti og hve óspennandi húmor hans er.
Í hinum napra veruleika (sviđi sannleikans) er ólíklegt ađ slíkur gaur slái í gegn hjá konum.
Hvađ um ţađ, bókin byrjar ekki ýkja vel en batnar smám saman, sérstaklega er síđasti hlutinn ţokkalega góđur. Í ţeim hluta er Högni sjálfur sögumađur.
Ef finna má einhvern bođskap í bókinni ţá er ţađ helst gagnrýni á pólitíska rétthugsun og hjarđmennsku á netinu.
Ţetta er sćmilega góđ skáldsaga en tćpast neitt meistaraverk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2023 | 00:05
VEI YĐUR FRĆĐIMENN OG FARISEAR, HRĆSNARAR!
Ömurlegt er ađ fylgjast međ málflutningi alltof margra einstaklinga um atburđina fyrir botni Miđjarđarhafs.
Vinstrimenn fordćma bara Ísrael, nefna ekki morđćđi Hamas, hćgrimenn einblína á illgjörđir Hamasliđa en verja yfirgang Ísraela og fjöldamorđ ţeirra á Gasabúum.
Vinstrimenn nefna ekki kúgun Hamas á konum og samkynhneigđum, harđstjórn ţeirra og spillingu PLO.
Hćgrimenn láta hjá líđa ađ rćđa yfirgang landnema á Vesturbakkanum og ţá stađreynd ađ hreinrćktađir fasistar sitja nú í stjórn Ísraels.
Samkvćmt skjölum, sem lekiđ var í fjölmiđla, rćđa ráđamenn ţann möguleika ađ hrekja alla íbúa Gasasvćđisins til Egyptalands. Ţađ heitir ţjóđarbrotshreinsun á venjulegu máli.
En ekki má gleyma afrekum Hamasliđa, ţeir eru slík varmenni ađ vel má vera ađ ţeir geri sér vígahreiđur í sjúkrahúsum og einkaíbúđum.
Hvađ sem ţví líđur ţá hafa hvorki hćgri- né vinstrimenn mikla samúđ međ Palestínumönnum og Ísraelum.
Ţeir hafa ađallega samúđ međ sjálfum sér, međ sínum pólitísku kreddum. Deilan snýst í reynd um Bandaríkin, vinstrimenn eru á móti Ísrael af ţví ađ BNA styđur ţađ, hćgrimenn halda međ Ísrael af sömu sökum.
Í Rómeó og Júlíu Shakespeares segir Mercutio um Capulet og Montague ćttirnar sem börđust um völdin í Verónu: A plague o both your houses!