Engum læsum manni dylst að ég vísa með þessu bloggheiti til bókar Andra Snæs, Draumalandið. Leiðarvísir handa hræddri þjóð. Þar leiddi Andri rök að því að stóriðja væri umhverfis- og efnahagslega skaðvænleg. Þegar ég las bókina fundust mér rökin sannfærandi en nú velti ég því fyrir mér hvort stóriðja sé ekki ein leiðanna út úr ógöngunum. Mikilvægar er þó að Íslendingar losi sig við frjálshyggju-róttæknina en frjálshyggjan er hættuleg byltingarstefna, náskyld kommúnismanum. Landinu var umsnúið á nokkrum árum, gert að lummulegri skrípamynd af Bandaríkjunum, eins og m.a. sést á því að hin áður svo friðsama Reykjavík varð ein hættulegasta borg Evrópu. Í ofan á lag var íslenskum hefðum hent út og landið gert hálfenskumælandi. Kom þetta í veg fyrir þjóðargjaldþroti? Það er öðru nær, fyrirtæki sem hafa notað ensku sem vinnumál eru ekki bara gjaldþrota heldur hafa komið öllu íslenska hagkerfinu á hausinn. Ég man ekki til þess að þjóðargjaldþrot hafi orðið á Íslandi á meðan íslensk fyrirtæki létu sér móðumálið nægja.
Hvað um það, svo hraðar voru breytingarnar í fjármálageiranum að fjármálaeftirlitið gat ekki fylgt þeim eftir, því fór sem fór. Hefðu menn farið hægar í sakirnar og ekki reynt að kaupa hálfan heiminn, ekki reynt að gera Reykjavík að amerískri skrípaborg, væri efnahagurinn sæmilega traustur og Reykjavík þolanlega friðsöm. Svo fyrsta leiðarhnoðað sem ég býð upp í leiðarvísinum er: HEFJUM ÍHALDSSEMI OG ÍSLENSKAR HEFÐIR TIL VEGS OG VIRÐINGAR, FLÝTUM OKKUR HÆGT, TEMJUM OKKUR NÆGJUSEMI, VIRÐUM VISKU NÍSKUNNAR, LOSUM OKKUR VIÐ HINA AMERÍSKU GRÆÐGI OG MARKAÐSDÝRKUN.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 08:09
Hættir að kóa með kapítalistum.
![]() |
Ást á milljarðamæringum kulnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 07:58
RÚSSNESKT BLAÐ: HERSTÖÐ FYRIR LÁN!!
Meður sem er læs á rússnesku sagði mér í gær að rússneska blaðið Kosmoskaya (?) Pravda mælti með því að Rússar krefðust herstöðvar Íslandi fyrir lán. Þar eð flest rússnesk blöð eru undir járnhæl ríkisvaldsins má ætla að rússneskir ráðamenn séu þessarar skoðunar.