SAGT VAR, SATT ER. SITTHVAÐ UM STJÓRNMÁL

Marxistar sögðu að Vesturlönd arðrændu þriðja heiminn. Samt er satt að skjólstæðingar Bandaríkjanna, Suður-Kórea og Tævan risu úr örbirgð til allsnægta og hundruð milljónir manna annars staðar í þriðja heiminum hafa orðið bjargálna á síðustu áratugum. Það bendir gegn arðránskenningunni.

Frjálshyggjumenn sögðu að hnattvæðingin myndi leiða til friðar og farsældar, frelsis og lýðræðis hvarvetna á hnettinum. Hin ýmsu lönd myndu sérhæfa sig í þeirri efnahagsvirkni sem þeim hæfði best, öllum til hagsbóta.

Samt er satt að einræðisöflin sækja á og heimsfriðurinn er í hættu. Sérhæfni Rússa og Kínverja eru notuð af einræðisherrum þeirra til að þrýsta á önnur lönd. Þeim einum til hagsbótar. Þetta bendir gegn kenningunni um að hnattvæðingin efli frelsi, frið og lýðræði.

Vinstrimenn sögðu að velferðarkerfið eitt gæti bjargað almúganum frá örbirgð. Samt er satt að í Sviss er harla lítið um örbirgð þótt landið verði seint kallað velferðarríki.

Frjálshyggjumenn sögðu að umfangsmikið lýðræði ógnaði markaðsfrelsinu. Samt er satt að hið markaðsfrjálsa Sviss hefur eitt umfangsmesta lýðræði sem um getur.

Vinstrimenn (ýmsir frjálshyggjumenn líka) sögðu að fjölþjóðasamfélagið væri öllum til hagsbóta. Samt er satt að það er samskiptakostnaður (e. transaction cost) af slíku samfélagi þar eð það kostar fé að samhæfa aðgerðir margvíslegra þjóða. Og hví er svo mikið ofbeldi meðal innflytjenda í Svíþjóð?

Frjálshyggjumenn sögðu að áætlunarbúskapur væri leiðin til fátæktar og alræðis. Samt er satt að Suður-Kórea og Tævan ráku takmarkaðan áætlunarbúskap með mjög góðum efnahagsárangri og tóku upp lýðræði áður en þeir hættu þeim búskap.

Best er að trúa sem fæstu þegar stjórnmál eru annars vegar.Gjalda líka varhug við því sem ég segi satt vera.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Komið hefur í ljós að líf undir glóbalisma er verri en stríð, og sósíallinn í Kanada myrðir fólk til þæginda-auka.

Hvernig á því stendur að Ljósvetningagoði vissi hvernig raunveruleikinn virkar, en ekki nútíma-fólk, það er merkilegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2024 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband