3.11.2008 | 08:53
KREPPAN OG TÍÐARANDINN
Tíðarandinn, sá skrítni fjandi, lætur ekki að sér hæða fremur en endranær. Nú bregður hann sér í líki búktalara og talar gegnum fjölda álitshafa víða um lönd. Hann lætur þá segja í kór "kreppan gefur líka möguleika, nú getum við losað okkur við gildismat efnishyggju". Einn kórfélaga, hinn frægi bókmenntafræðingur Harold Bloom, skrifaði grein nýlega í New York Times. Þar ræðir hann viðbrögð bandaríska rithöfundarins Ralph Waldo Emerson við kreppunni 1837. Emerson sagði að kreppan ætti að kenna Könum sjálfsþurftarbúskap, kenna þeim að treysta á sjálfa sig, ekki þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað. Kannski landar vorir geti lært eitthvað af þeim Bloom og Emerson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.