OBAMA GEGN MCCAIN: HIÐ PÓSTMÓDERNA GEGN HINU MÓDERNA

 

Oft er sagt að tímaskeið hins móderna hafi einkennst af að sjálf manna voru gefnar stærðir, menn kappkostuðu við að vera sjálfstæðir, þéttlyndir og sjálfum sér samkvæmir. En öðru máli gegni um það tímabil sem kennt er við hið póstmóderna. Á þessu tímaskeiði (sem nú stendur yfir) verði sjálfsemd manna æ síður traust, æ meira fljótandi, menn skipti um ham eins og ekkert sé. Aðalmálið er að vera kúl og slá í gegn hjá öðrum. Ekki skortir Obama kúlheit og sjálf hans hefur aldrei verið gefin stærð. Hann elst upp hjá móðurforeldrum sínum í hvítu umhverfi og er lengi vel hvítur maður með svarta húð, auk þess að mótast af múslimskri menningu í Indónesíu. En svo skiptir hann um ham, tekur að leita að sínum svörtu rótum og verður nánast svertingi. Þó altaf maður milli vita eins og sannri póstmóderni persónu sæmir. McCain aftur á móti er gefin, móderni stærð enda eldri maður, fæddur og uppalinn á tíma hins móderna, gagnstætt Obama. Hann klárlega sjálfstæður og var lengi þéttlyndur en fórnaði þeirri dyggð fyrir völd. Slíkar fórnir hafa menn fært á öllum tímaskeiðum mannkynssögunnar. Valdið blífur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband