Um bók mína Á ekrum spekinnar

Ég er  bara óbreyttur verkamađur á ekrum spekinnar.  Eđa garđyrkjumađur  í víngarđi viskugyđjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mćtti ađ marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism (Stefán Snćvarr 2022). 

Eins og sjá má af undirheiti bókarinnar gaf ég stefnunefnu minni heitiđ  “Rational Poetic Experimentalism“ (RPE). Á íslensku hyggst ég nefna hana   “póetíska skynsemis- og tilraunahyggju“ (PST).

Skynsemisţátturinn birtist í ţví ađ rökvísin skal virt viđ framkvćmd heimspekilegra hugsanatilrauna. 

Orđ á borđ viđ “póetískur“ er notađ hér sumpart í merkingunum “ţađ sem er fagurbókmenntakyns“ og  “ţađ sem líkist fagurbókmenntum.”

Ţó ađallega í merkingunni  “ţađ sem skilja má eđa ber međ tćkjum póetíkur, ţ.e.  frćđa um bókmenntir (e. Poetics).” Međal ţeirra frćđa eru  bókmenntafrćđi og bókmennta-heimspeki (e. Literary Aesthetics).

Fjórđa merkingin  er hin forngríska  “poeisis“ sem ţýđir eitthvađ í líkingu viđ  “ţađ sem skapađ er međ líkum hćtti og listaverk.” Heimsmynd okkar, já ţađ sem viđ köllum  “heim“,  gćti veriđ póetísk í forngrísku merkingunni. Til dćmis sköpunarverk hugtakaskema.

Ég er engan veginn fyrstur til ađ nota póetík í svo víđri merkingu, fyrstur til ţess arna var líklega franski heimspekingurinn Gaston Bachelard.

Spurt er: Hvers lags tilraunir skulu gerđar í nafni PST? Markmiđ tilraunanna er ađ sjá hvort hiđ póetíska (bćđi í merkingunni póetík og poeisis) er  bundiđ viđ listaverk eđa hvort ţađ gegnsýrir mannlega tilvist. Ţessar tilraunir skulu nefndar “PST-tilraunir“.

Sannleikurinn hefur reynst heimspekingum slyppifengt hnoss  og er ég ţví feiminn viđ sönnunarstređ. Ludwig Wittgenstein hélt ţví fram ađ gátur heimspekinnar vćru gervigátur, mönnum virtist ađ um raunverulegur gátur vćri ađ rćđa vegna ţess ađ tungumáliđ blekkti ţá

Colin McGinn fer ađra leiđ en  Wittgenstein.   Hann telur sig geta skýrt hvers vegna sönnunarstređ heimspekinnar sé svo erfitt.

Skýringin sé  sú ađ mannskepnunni sé ekki gefiđ ađ ráđa gátur heimspekinnar. Hún sé frá náttúrunnar hendi ţekkingarlega lukt (e. cognitively closed)  fyrir slíkri ráđningu, rétt eins og hundar eru ófćrir um ađ skilja eđlisfrćđi.

En jafnvel ţótt annađ hvort Wittgenstein eđa McGinn hefđu á réttu ađ standa ţá kunna ađ verđa til nýjar heimspekigátur í framtíđinni, gátur sem standa undir nafni.  Heimspekigátur eru ekki gefnar stćrđir, fyrr á öldum voru  hvorki til gátur vísindaheimspeki né  gervigreindar.

Viđ getum ekki spáđ fyrir um gátur framtíđarinnar og ţví ekki vitađ fyrirfram hvort ţćr verđa ráđanlegar eđur ei. Ráđanlegar vel ađ merkja af mönnum, ef til vill líka af gervigreind eđa verum frá öđrum hnöttum.

Kannski eru sumar gátur heimspekinnar gervigátur en  allar ađrar heimspekigátur ţess eđlis ađ mönnum sé  ekki fćrt ađ ráđa ţćr.  Eđa sumar ţeirra ráđanlegar mönnum.

Tilraunaspeki

Hvađ sem ţví líđur er best ađ hafa vađiđ fyrir neđan sig og ofreyna sig ekki viđ heimspekilega  sannleiksleit, án ţess ađ gefa hana alveg upp á bátinn.

Í stađ sannleiksleitar  má  stunda heimspekilegar tilraunir. Tilraunaspekingurinn  leitast viđ ađ vekja menn af ţyrnirósarsvefni, vekja til umhugsunar, hreyfa viđ ţeim. Hann leitar ađ möguleikum  fremur en sannleika. Í The Poetic of Reason skrifa ég „The forte of philosophy is the proliferation of possibilities“.

Möguleikastađhćfingar ber ađ rökstyđja vel. Auk ţess  skal sannleikanum ekki alveg úthýst, hver veit nema sannleiksbrot megi finna í möguleikastađhćfingunum.

Skáld og listamenn leika sér einatt ađ hugmyndum og leita ađ spennandi möguleikum, hunsa stundum veruleikann. Franz Kafka lék sér ađ hugmyndinni um manninn sem breyttist í skorkvikindi, skáldađi  um ţessa mögulegu uppákomu sem kannski segir eitthvađ satt um mannlífiđ.

 Líkt og skáldinu er heimspekingnum heimilt ađ leika sér ađ hugmyndum en leikreglurnar eru ađ jafnađi  reglur rökvísinnar. Leikurinn sá arna er leikurinn alvarlegi,  ekki  óskyldur leik ljóđsins en heimspeki samt, leikspeki.  Eitt af markmiđum leiksins er ađ fjölga fílósófískum kostum.

 Einhver kann ađ spyrja hvort hugsanatilraunir heimspekinga eru ekki dćmi um tilraunaspeki í reynd.

Svariđ er ađ slíkar tilraunir eru einatt gerđar til ađ höndla rökleg sannindi, PST-spekingurinn (ég) er ekki bjartsýnn á ađ ţađ takist. En slíkar tilraunir geta veriđ innblásandi og umhugsunarvekjandi, ţannig hugsanatilraunir vill PST-sinninn gera.

Ég    vil   feta í fótspor  Roberts Nozicks og leggja  áherslu á ađ rađa (e. rank) kenningum eftir meintu ágćti  ţeirra fremur en taka beina afstöđu til ţeirra. Ofreyna sig ekki viđ sannleiksleit. 

Hvađa mćlikvarđa á ágćti ber ađ leggja áherslu? Til dćmis góđan rökstuđning og skýrigildi en einnig frumleika og ţađ hvort kenningin er uppbyggileg og ögrandi.

All nokkru áđur en ég las grein Nozicks bođađi ég tilleiđsluhyggju (e. inductivism) um heimspeki. Mér til mikillar ánćgju var Nozick líka tilleiđslusinni og varđi heimspekilega tilleiđslu (e. induction) međ mun betri rökum en ég.

Mín útgáfa kveđur m.a. á um ađ stundum megi efla kenningu rökum ef sýna megi fram á ađ nokkur fjöldi mismunandi, en velrökstuddra,  kenninga leiđi til sömu niđurstöđu um leiđ og rökin gegn niđurstöđunni séu ekki nógu góđ.

Ţá séu niđurstöđurnar tćkar (nothćfar) ţar til annađ sannara reynist. Köllum ţetta “PST-tilleiđslu,” henni  beitti ég oft í tilraununum í The Poetic of Reason.

Í ţessari bók  er veruleikinn   mitt tilraunadýr, ég fylli hann međ ljóđrćnu og sé hvađ setur. Ég geri mér litlar vonir um ađ höndla sannleikann en vona ađ tilraunirnar séu ögrandi, umhugsunarvekjandi, jafnvel uppbyggilega.

Sónarţćttirnir

Athugađ er í bókinni hvort eitthvert vit er í ţví ađ segja ađ máliđ, líkön, tilfinningar og fleira  hafi ákveđna póetíska ţćtti, ţeir skulu nefnast “sónarţćttir“: Frásögur,  hugsmíđar  (hiđ skáldađa, e. fictions), myndhvörf og bókmenntagreinar (e. literary genres) af tvennu tagi.

Fyrra bókmenntagreina-hugtakiđ er flokkunar-hugtak, ţađ varđar flokka bókmennta á borđ viđ skáldsögur, leikrit, og ljóđ. Hiđ síđara varđar eigindir bćđi bókmenntaverka, annarra listaverka, og  ýmissa heimssniđa (e. slices of reality) annarra: Harmrćn, ljóđrćn, spaugileg, dramatísk o.s.frv.

Ţá kann frómur lesandi  ađ spyrja af hverju ţeir kallist “sónarţćttir.” Svariđ er ađ Són var eitt kerjanna sem hinir fornnorrćnu guđir fylltu Suttungamiđi, ţađ er ađ segja skáldadrykknum.

Úr kerjunum draup mjöđurinn niđur á jörđu og urđu ţeir menn skáld ađ bragđi sem fengu dropana á sig.  Hver veit nema dropar falli á heiminn gjörvallan.

 Eitt af mikilvćgustu hugtökum PST   “destabing“ og er illţýđanlegt. Ţađ vísar til “destabilzation“ og  “stabbing.” Fyrrnefndi ţátturinn tengist ţví ađ gera hugtök, sem virđast hafa stöđugt inntak og umfang, óstöđug.

Síđarnefndi ţátturinn varđar ţá  iđju  ađ stinga kreddur á hol. “Destabing“ má kalla  “delluvana afbyggingu“ (e. No Bullshit Deconstruction), afbygging af (vonandi!) rökvísu tagi sem sett er fram á mannamáli.

Til ađ greina mína speki (ef einhver er) enn skýrar  frá hefđbundinni afbyggingu kýs ég ađ  nota sagnorđiđ  “ađ dístaba“ hvarvetna ţar sem ţví verđur komiđ viđ (ég er málunnandi en ekki hreintungumađur). 

Eftir ađ bókin kom út var mér bent á ađ kalla mćtti dístöbun "riđlun", ţađ ađ dístaba "ađ riđla". Vel athugađ!

Tćkin til delluvana afbyggingar  eru ađallega sónarţćttirnir en ţeirra koma hvergi viđ sögu afbyggingar í anda Jacques Derridas. Hafi hugtak a.m.k. ţrjá af sónarţáttunum telst ţađ dístabađ (segja má ađ ţađ sé ljóđvćtt).

Af hverju nćgja ekki tveir ţćttir? Ţađ er einfaldlega stípúlering af minni hálfu, til ađ halda dístöbun  innan marka skynseminnar verđur ađ gera skýrar  lágmarkskröfur til hennar og koma í veg fyrir geđţóttaákvarđanir varđandi hana.

Sjálfsćvisaga síleska skáldsins Pablo Neruda Ég játa ađ hafa lifađ er frásaga, full af myndhvörfum og hugsmíđum. Engum dylst hugur um ađ bókin er póetísk ţó hún sé strangt tekiđ sannfrćđileg (e. non-fiction).

Nýlega tók ég mig til og framdi ofureinfalda dístöbun á greiningarspeki. Ekki er hćgt ađ greina hugtak nema ađ hćgt sé ađ segja sögu ţess ţannig ađ skoriđ verđi úr hvort hugtakiđ er bundiđ sérstökum menningarheimi eđa er algild.

Besta, kannski eina,  leiđin til ađ greina hugtak er ađ gera hugsanatilraunir og ţćr eru skáldađar frásögur, hugsmíđar. Ef  greiningin  á hugtakinu á ađ leiđa til röklegra sanninda ţá verđur hún ađ teljast sönn í öllum mögulegum heimum.

En hugmyndin um mögulega heima er metafórísk, strangt tekiđ er ađeins til einn heimur ţótt frjótt geti veriđ ađ rćđa um mögulega heima.  Rökgreining ađ hćtti greiningarspeki hefur ţví sagnţátt, ţátt myndhvarfa og hugsmíđa, ţrjá sónarţćtti og telst ţví dístöbuđ ţangađ til annađ sannara reynist.

Afbygging af gerđ  Derrida virđist felast í ţví ađ brjóta fyrirbćri niđur og rađa brotunum aftur međ nýjum hćtti. Svo lítiđ eins og listamađurinn Jean Tinguely sem notađi brotajárn úr gömlum vélum til ađ búa til lista-vélar.

Mín afbygging, ef afbyggingu skyldi kalla, er fremur eins og listaverk Christos sem breiddi yfir mannvirki og gaf ţeim međ ţví nýja samsemd án ţess ađ brjóta ţau niđur.

Delluvana afbygging ţar sem sónarţćttirnir koma ekki viđ sögu má kalla  “fagur-dístöbun.“ Í  ţess lags  dístöbun verđur reynt ađ sýna fram á ađ estetískur ţáttur (eđa ţćttir) séu í fyrirbćrum sem á yfirborđinu virđast öldungis sneyddir slíkum ţáttum. 

Fagur-dístöbun . er ekki ljóđvćđing heldur estetísering.  Hana verđur ađ rökstyđja vandlega, sá rökstuđningur verđur líka ađ vera fallvaltur.

Ljóđiđ og hiđ lógíska

Nýráđinn starfsbróđir spurđi mig hvađ ég fengist viđ. Ég svarađi ađ bragđi „ég fćst viđ estetíska heimsvaldastefnu,” reyni ađ leggja nýjar lendur undir estetík og póetík.

Notum ađra líkingu: Ég reyni ađ sjá vanda heimspekinnar frá estetískum og póetískum sjónarhóli,  ţađ ţótt ađrir hólar veiti engu  lakara útsýni.

Sá sem fylgir póetískri hyggju hlýtur ađ skrifa um hana međ ögn ljóđrćnum hćtti. Martha Nussbaum bendir á ađ hann myndi lenda í eins konar mótsögn  viđ sjálfan sig ef hann kynnti hana međ ţurrpumpulegum, hrein-akademískum hćtti (Nussbaum 1990: 7).

Hiđ ljóđrćna má ţó ekki ríkja eitt, sameina ber skynsemina og hiđ skáldlega. Frćđin og kvćđin skulu  ríma!

Eftir margra áratuga efasemdir hefur mér loksins lćrst ađ sameina megi hiđ lógíska og hiđ ljóđrćna. Međ ţví hef ég lćknast af eins konar geđklofa.

Nietzsche lćtur Zaraţústra sinn segja söguna um andann sem fyrst holdgervđist sem úlfaldi. Sá var tilbúinn til ađ bera allar ţungar byrđir. Nćst holdgervđist hann sem  ljón  er varđi hugmyndir međ kjafti og klóm. Ađ lokum holdgađist hann sem smábarn er gat byrjađ upp á nýtt, óháđ uppeldi og hefđum.

Ég kýs ađ snúa ögn út úr sögunni og heimfćra á mig sjálfan: Framan af var ég eins og úlfaldi, hlađinn ţungum byrđum heimspekivandans. Ég velti ţví stöđugt fyrir ţví hvađa kenning vćri best, vildi finna svar en fann ekki. 

En ćsti mig upp til ađ trúa sumum og réđist sem ljón á ţá sem ég taldi fara villur vegar. Ţá varđ ég fyrir vitrun og sá ljós ljóđspekinnar, PST. Fyrir vikiđ varđ ég  smábarn  á ný, barn  sem leikur sér ađ hugmyndum og lifir í sátt viđ Guđ og menn.

Ţetta eru sprek á eldi spekinnar. Vonandi orna ţau einhverjum ţótt lítilfjörleg séu.

                                                         

 


ÓTÍMABĆRAR ATHUGASEMDIR 2: UM ŢARFA, HARĐA MIĐJU

 

Fyrir rúmri hálfri öld orti Leonard Cohen orti svo:

 

„I know you heard it‘s over noe and war must surely come

The cities they are broke in half and the middle men are gone“

 

Ţessi orđ eiga enn betur viđ í dag en í 1967. Stórstríđ virđist yfirvofandi, bćđi í Auatur-Asíu og Evrópu. Ţankaveita nokkur segir ađ Rússar búi sig undir stríđ viđ NATÓ innan fimm til tíu ára.

Ţeir gćtu unniđ sigur í  Úkraínu ef hćgriöfgaöfl í bandaríska ţinginu halda áfram ađ tefja samţykkt fjárveitinga til Úkraínu.

Eins og ţađ sé ekki nóg eru  Ísraelar  önnum kafnir viđ ađ murka lífiđ úr Gasabúum. Og íslamskir öfgamenn brýna kutana.

Vestanhafs hafa miđjumennirnir horfiđ, borgirnar klofnir í tvennt, öfgaöfl til hćgri og vinstri vađa uppi. Ofstopafullir rétthugsendur og ofstćkisfullir ţjóđrembungar gera sig gildandi  alls stađar á jarđarkringlunni. Ekki má á mili sjá hvor er umburđarlausari. „Hart er í heimi…“

Skammt er öfganna á milli,  á vissum sviđum eru margir hćgri- og vinstriöfgamenn sammála, Pútín á sér fylgismenn međal beggja.

Vinstripútínistar mega ekki vatni halda af hrifningu yfir andstöđu Pútíns gegn Bandaríkjunum, hćgripútínistar elska ţjóđrembu hans og fjandskap viđ samkynhneigđa.

Ég lenti einu sinni í feisbókardeilu viđ frjálshyggjumann sem varđi Pútín og hallmćlti Úkraínu. Vinurinn lofsöng skattastefnu Rússa, skattar vćru ţar lágir.

Ég benti honum á ađ Pútín og ađrir óligarkar skattlegđu Rússa óbeint međ ţví ađ rćna auđćfum ţjóđarinnar og flytja til hinna illu Vesturlanda.

Píp frjálshyggjupútínistans er grátbroslegt, ekki síst í ljósi ţess ađ rússneska kerfiđ er ríkiskapítalískt.

Engu síđur grátbroslegur  er stuđningur vinstriputínista viđ hinn rússneska rányrkju-kapítalisma, tekjum og eigum er ójafnar skipt austur ţar en í hinni illu Ameríku.

Hvađ er til ráđa? Ekkert annađ en ađ efla skynsamlega, hógvćra en harđa miđjustefnu. Hin harđa miđja sýnir öfgaöflunum í báđa heimana en á friđsamlegan og rökvísan máta. Hún verđur ađ tala máli umburđarlyndis. 

Um leiđ má hún  ekki frjósa ídeólógískt, hún verđur ađ vera opin fyrir hugmyndum úr ýmsum áttum og vera tilbúinn til ađ viđurkenna villu síns vegar.

Viđ ţurfum harđa miđju.


JÓLABÓKARÝNI 5: Ból eftir Steinunni Sigurđardóttur

 

Í Heimsljósi er Ólafur Kárason látinn böggla saman ástarkvćđi sem hefst svona:

„Líneik veit ég langt af öđrum bera

létta hryssu í hópi stađra mera“

Ađalpersónan í nýju skáldsögu Steinunnar heitir Líneik en ekki fylgir sögunni hvort hún er afbragđ annarra kvenna.

Ástin er Steinunni hugleikin ađ vanda, í ţessari sögu ofurást, ást sem er fólki skađvćnleg. Líneik hefur ofurást á huldumanni, fornvinur hennar á henni, móđir hennar á föđurnum, hann á karlmanni og sá á honum.

Einbjörn togar í tvíbjörn, tvíbjörn í ţríbjörn o.s.frv.

Ástarsorgin er kannski í fyrirrúmi, ţar međ talin sorg Líneikar yfir ótímabćru láti dóttur og besta vinar. Og láti foreldra og eigin krankleika, krabbanum.

Svo sliguđ er hún af ást og sorg ađ hún flyst í hús viđ sjó (Sćlubóliđ) sem er  skammt frá eldstöđvum og bíđur ţess ađ gjósi og hrauniđ gleypi hana og bóliđ.

Heiti bókarinnar, Ból, vísar jafnt til bóls ţar sem ástarleikir eru framdir og hins byggđa bóls.

Líkön og skáldsögur

Vikjum ađ öđru. Í síđustu tveimur heimspekiskruddum mínum hef ég sett fram ţá kenningu ađ í skáldsögum megi finna líkön af veruleikanum, ekki óskyld vísindalegum líkönum.

Í líkönum er myndin af veruleikanum einfölduđ međ ţeim hćtti ađ  öll áhersla  er lögđ á ţá ţćtti, sem varđa ţá rannsókn sem veriđ er ađ stunda. Vćgi ţeirra er ýkt fyrir sakir raka

Í Bóli er ástin sýnd í sinni ýktustu mynd,  ofuráhersla lögđ á hana en horft fram hjá öđrum ţáttum. Eins og í góđu líkani.

Líkön eru hvorki sönn né ósönn en misfrjó, hiđ sama gildir um skáldsögur. Í Bóli má finna líkan sem   gefur lesanda kost á sjá ástina sem hćttuspil, sem tortímandi afl. Líkaniđ er vel hannađ og virđist frjótt.

Heimspekingurinn Martha Nussbaum stađhćfir ađ ást sé ekki altaf blind, hún geti stundum opnađ augu manna, veitt ţeim innsýn í veruleikann. Ofurástin í bók Steinunnar er ekki ţess eđlis, hún blindar og skađar.

En skáldsaga vćri ekki skáldsaga ef ekkert annađ en líkaniđ kemur viđ sögu, ţar skilur međ skáldskap og vísindum.

Hversdagslífi er vel lýst í bókinni, persónusköpun er öll hin ágćtasta. Í líkani er flest skissukennt, í skáldskap verđa persónur helst ađ vera margţćttar.

Náttúran leikur mikilvćgt hlutverk, bćđi sem frelsandi afl og ógnvaldur. Eldgosiđ mögulega er bćđi tortímandi og frelsandi í senn, getur veitt Líneik líkn, frelsađ  frá sorg og ástarsorg.

Rétt eins og ástin sem er náttúruafl, frelsandi og eyđileggjandi. Sem hún er viđ ţađ ađ fyrirfara sér uppgötvar hún hálfdautt lamb og kýs ađ bjarga lífi ţess og sínu um leiđ.

Lambiđ er dćmi um frelsandi mátt náttúrunnar, eins og tré og blóm eru í lífi Líneikar.

Stíllinn og fleira

Bókin er giska lipurlega skrifuđ, á köflum mjög vel stíluđ, ekki síst ţegar Líneik er látin lýsa ţví hvernig ofurástin heltók hana.

Sá kafli snart mig djúpt, lokakaflinn er líka frábćrlega velskrifađur.

En bókin er ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Til dćmis er meginsamtal Líneikar viđ Eyjó (kćrasta föđur hennar) stirđbusalegt á köflum, ögn rćđukennt, jafnvel sjálfshjálparbókarkennt.

Og Eyjó birtist í  bókarlok  svo lítiđ eins og deus ex machina, best ađ láta ţađ gođmagn hvíla í friđi.

Hvađ um ţađ, ég fékk allmargar  stjörnur í augun. Bókin er margra verđlauna virđi.  

Líneik ber kannski ekki af öđrum en Ból ber af flestum skáldsögum. 


ÓTÍMABĆRAR ATHUGASEMDIR 1: Napóleon var LÍKA umbótamađur!

 

Hér međ hefur göngu sína blogg/feisbókar-ţáttur en heiti hans er ćttađ frá Friedrich Nietzsche sem reit kver međ heitinu „Unzeitgemäße Betractungen“, útlagt á íslensku: Ótímabćrar athugasemdir.

 

Nietzsche vildi međ ţessu heiti undirstrika ađ í ritgerđunum vćru viđurkennd viđhorf gagnrýnd, t.d. gagnrýndi hann ţá  dýrkun á sagnfrćđi og kenningunni um sögulegar framfarir sem  var mjög áberandi á ţessum árum.

Ég hyggst í ţessum ţáttum gera slíkt hiđ sama, leikurinn hefst á gagnrýni á vinsćlar hugmyndir um Napóleon.

Fyrsta athugasemdin  er skrifuđ í tilefni kvikmyndarinnar um Napóleon en í henni er honum ađeins lýst sem herforingja og elskhuga.

Í hlutverki ţess síđarnefnda gerir hann ţađ án ţess ađ fara úr buxunum, bara í Hollywood geta menn slíkt.

Í lok myndarinnar er vígi ţriggja milljóna manna lýst á hendur honum, rétt eins og andstćđingar hans vćru saklausir af mannfallinu.

Ekkert orđ um réttarbćtur hans, ekki setning um ţađ hvernig hann gaf Gyđingum borgararéttindi og hjó víđa ađ feysknum rótum lénsveldis. Hann svipti m.a. handverksgildin einokunaréttindum sínum og jók međ ţessu og öđru  markađsfrelsi.

 Í myndinni  er hann sýndir sem herforingi í Egyptalandi, ekkert sagt um tilraunir hans til ađ koma á umbótum ţar í landi, veita innfćddum borgararéttindi.

 

 Forveri fasista eđa frjálslyndur umbótamađur?

 

Ţrátt fyrir ţetta kalla sumir hann forvera Mussolinis og Hitlers, skynsamari menn leggja áherslu á ađ hann hafi veriđ eindreginn fylgismađur upplýsingastefnunnar og stuđlađ, ţrátt fyrir allt, ađ framförum.

Til ađ mynda var hann lagabćtir mikill, hann setti sínu mikla veldi lög sem viđ hann eru kennd. Međ ţví gerđi hann Frakkland og allt sitt heimsveldi ađ réttaríki og ţó.

Rétt eins og forverar hans í frönsku byltingunni var hann lítill unnandi kvenréttinda, ef eitthvađ var dró úr réttindum kvenna í lögum hans.

Í ţessu sjáum viđ tvíeđli Napóleons, međ einni hendinni jók hann mannréttindi, međ hinni dró hann úr slíkum réttindum. Tvíeđliđ sést líka í herför hans um Ítalíu í lok átjándu aldar, annars vegar opnađi hann gettó Gyđinga og gaf ţeim full réttindi, hins vegar rćndi hann listaverkum í stórum stíl.

Ţegar hann hernam Möltu frelsađi hann innfćdda undan oki  musterisriddarana, afnam lénsveldiđ og veitti Gyđingum og múslimum trúfrelsi.

En hermenn hans svívirtu dómkirkjuna í La Valetta og gerđu hana ađ hesthúsi. Svo mjög mislíkađi hinum rammkaţólsku Möltubúum framferđi ţeirra ađ ţeir risu gegn Frökkum og tóku Bretum fagnandi.

Napóleon ćtlađi ađ losa Spánverja úr viđjum rannsóknarréttar og erkikaţólsku, láta sól upplýsingarinnar skína yfir landiđ. En fór fram međ slíkum ofstopa ađ Spánverjar fengu nóg og gerđu uppreisn gegn Frökkum.

Ekki síst  gegn Joseph Bonaparte, bróđur Napóleons sem keisarinn hafđi gert ađ konungi Spánverja. Sá játađi í bréfi til bróđur síns ađ hann nyti einskis stuđnings á Spáni.

Joseph var ekki eini bróđurinn sem Napóleon gerđi ađ konungi og ţóttu fćstir ţeirrar miklir skörungar.

Hermann Lindkvist segir í ćvisögu Napóleons ađ hann hafi öđrum ţrćđi veriđ korsískur ćttbálkahöfđingi sem taldi sjálfsagt ađ hygla ćttingjum sínum.

Samt talar Lindkvist yfirleitt vel um hann, bendir til dćmis á ađ Bretar hefđi sagt stríđ á hendur honum áriđ 1803 ţegar Evrópa hafđi notiđ friđar um nokkurt skeiđ.

Ţađ er ţví rangt ađ Napóleon hafi einn boriđ ábyrgđ á hildarleiknum sem ekki lauk fyrr en viđ Waterloo tólf árum síđar. En hann lét leyfa ţrćlahald á ný í nýlendum Frakka, frönsku byltingarmennirnir höfđu afnumiđ ţađ.

Annađ mikiđ fólskuverk var framkoman viđ Haitímenn.  Hinn stórmerki leiđtogi blökkumanna ţar í landi, hernađarsnillingurinn Toussaint L‘Ouverture, hafđi losađ landiđ viđ franska nýlendukúgun, afnumiđ ţrćlahald og komiđ á upplýstu stjórnarfari.

En Napóleon sendi her til landsins og lét handataka L‘Ouverture sem veslađist upp og dó í frönsku fangelsi. Saga Haití hefđi kannski orđiđ önnur ef Napóleon  hefđi látiđ landiđ  í friđi.

Ţá kann einhver ađ  spyrja  hvort enn eitt fólskuverkiđ hafi veriđ  ţađ ađ hann stofnsetti leynilögreglu í félagi viđ hinn skuggalega lögreglustjóra Fouché. Svariđ er ađ lögregluveldi Napóleons var í mildara lagi, fáir pólitískir fangar.

Napóleon fór jafnan  mildum höndum um andstćđinga og keppinauta. Hin miklu mistök hans var innrásin í Rússlandi, ţar missteig hinn snjalli herforingi sig. Af einhverjum ástćđum vildi hann hernema Moskvu en ekki höfuđborgina Pétursborg sem var mun  nćrri veldi hans en Moskva.

Hefđi hann náđ ţví ađ sigra Rússakeisara hefđi Pólland losnađ undan rússnesku oki og ţróun Rússlands kannski orđiđ önnur. Hefđu ánauđgir bćndur ţar fengiđ frelsi? Vćri einhver Pútín í valdastóli ţar eystra nú?

Ađ meta ferilinn.

Til ađ meta feril Napóleons verđa menn  ađ hafa í huga hvernig veröldin var á hans dögum. Vart voru til eiginleg lýđrćđisríki, vísir var ađ lýđrćđi í löndum eins og Sviss og Bretlandi, en ţó var hann stćrstur í Bandaríkjunum.

En ţar nutu blökkumenn, indíánar og konur engra lýđrćđisréttinda, flestir blökkumenn voru ţrćlar og frumbyggjar hundeltir eins og villidýr.

 Í Bretlandi nutu auđ- og ađalsmenn einir lýđrćđislegra réttinda. Ţeir áttu líka einkarétt á frama í embćttiskerfi og her, gagnstćtt Frakkaveldi ţar sem allir karlmenn nutu ţessa réttar, ţökk sé frönsku byltingunni og lagasetningu Napóleons. 

Hinu verđur ekki neitađ ađ Bretar og Bandaríkjamenn höfđu tiltölulega mikiđ  mál- og prentfrelsi, slíku var ekki til ađ dreifa í veldi Napóleons.

Lokaorđ.

Hvađ sem ţví líđur ţá er gjörsamlega fáránlegt ađ líkja Napóleoni viđ Hitler, Mussolini og Stalín. Ţeir káluđu frelsinu, Napóleon jók ţađ sum part, dró sum part úr ţví.

Hann var margţćttari en andskotinn.

PS Í kvikmyndinni er Wellington lávarđur látinn áriđ 1815 tala um Belgíu en ţađ land var ekki til ţá. Einnig er téđur lávarđur látinn ávarpa Naflajón sem „your grace“. Bretar viđurkenndi ekki Napóleon sem keisara, kölluđu hann ávallt „general Bonaparte“, stundum „Bony“.

 

Helstu heimildir:

Jospin, Lionel 2014: Le mal napoléonien. París: Éditions du Seuil.

Jospin bölvar Napóleoni í sand og ösku og telur hann bera ábyrgđ á öllu sem miđur hefur fariđ í Frakklandi síđust tvćr aldirnar. En ţessi fyrrum forsćtisráđherra Frakklands ómakar sig ekki á ađ vísa í heimildir.

 

Lindkvist, Hermann 2004: Napoleon (ţýđ. Henrik Eriksen). Ósló: Schibsted.

Norma, Pierre 2002: Napoléon. París: Maxi-livres.

Roberts, Andrew, viđtal í Daily Beast


JÓLABÓKARÝNI NR 4: Kletturinn eftir Sverri Norland.

Ég hef veriđ ađ glugga í Sverrissögu, söguna um Noregskonunginn Sverri Sigurđsson.

Nafni hans Norland er kannski ekki skáldkonungur en liđtćkur rithöfundur samt. Ţađ sést vel í nýju skáldsögunni hans Kletturinn.

Ađalpersónan, Einar Torfason, segir söguna í fyrstu persónu, um útileguna međ vinum sínum Ágúst og Brynjari, útilegu sem endađi međ hörmungum.  Ágúst féll niđur af kletti og dó.

Slysiđ verđur ađ skugganum í lífi Einars, gefiđ er í skyn ađ hann hafi átt einhvern ţátt í slysinu, alla vega finnst honum ţađ sjálfur.

Hann verđur ađ eins konar mannkletti, steingervđur hiđ innra, um leiđ og hann veigrar sér viđ ađ klifra klett mannorđanna.

Í lokin nćr hann áttum sćttir sig viđ lífiđ og hlutskipti sitt.

Ágćt bók, persónusköpun er prýđileg, lesandinn verđur nákominn Einar og hans nánustu, einnig vinum hans töffaranum Brynjari og gáfnaljósinu Ágústi. 

En ekki er bókin  gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Til dćmis eru samtöl Einars viđ Brynjar og Tinu Birnu, konu ţess síđarnefnda, ögn vćmin og sjálfshjálparbókarleg.

Miklu minna skiptir ađ Sverrir notar sögnina „ađ stika“  óţarflega oft, til er fjöldi annarra orđa međ svipađa merkingu.

Ekki skiptir heldur miklu ţađ sem segir á blađsíđu 72 um ađ annađ fólk hafi glatađ sannleiksgildi sínu. Heimspekingurinn í mér mótmćlir og segir ađ setningar, kenningar og stađhćfingar geti haft sannleiksgildi, ekki fólk. En líklega á hann viđ ađ fólkiđ hafi misst ţýđingu sína.

Allt um ţađ, ég fékk fáeinar stjörnur í augun viđ lestur ţessa kvers.

 


JÓLABÓKARÝNI NR 3: Vegamyndir eftir Óskar Árna Óskarsson

Eru ekki bókmenntir bestar í háloftunum? Ég las bók Óskars Árna Óskarssonar Vegamyndir í flugvél og varđ fyrir flug-hug-ljómun, skildi Skara betur en áđur.

En fyrst ögn um kveriđ. Hér er á ferđinni úrval smáprósa og ljóđa frá 1990-2015, velflestir textarnir tengjast ferđalögum um landiđ, ađallega útkjálka ţess.

Ein sagan fjallar um ímynduđ ţorp, kallast kannski á viđ hina dásamlegu bók Italo Calvinos Borgirnar ósýnilegu. Ţćr eru ósýnilegar ţví ţćr eru strangt tekiđ ekki  til, hiđ sama gildir um ţorpin ímynduđu. En samt til á vissan hátt, ofurraunveruleg.

Óskar er mađur minimalisma, beinir sjónum sínum ađ hinu smáa og hversdagslega sem viđ nánari ađgćslu er hvorki smátt né hversdagslegt.

Sérstaklega ekki ţegar Óskar lćtur fantastíska viđburđi gerast í hvunndeginum, lćtur t.d. Jónas Hallgrímsson birtast á nútímakaffihúsi úti á landi.

 Mér hafa ţótt bćkur Óskars dálítiđ misjafnar ađ gćđum, stundum tekst honum ekki ađ gera hvunndaginn spennandi.

En í ţessari bók má finna margt af ţví besta úr bókum hans. Ég fékk nokkrar stjörnur í augun.


JÓLABÓKARÝNI 2: Heimsmeistari eftir Einar Kárason

Í lok aldarinnar síđustu var Robert James  Fischer týndur. Ţá kynntist ég bandarískum Gyđing sem sagđist vita hvar hann héldi sig. Hann hefđi átt vingott viđ frćnku skákmeistarans sem ţá bjó á leyndum stađ í Los Angeles. Fischer hafi sagt viđ hann „ţú ert nú alveg ágćtur, af Gyđingi  ađ vera“. Hann var sjálfur sem kunnugt er af Gyđingakyni.

Einar Kárason byggir skáldsögu sína Heimsmeistari  á ćvi Fischers. Ekki verđur séđ ađ hann skáldi mikiđ í hinar mörgu eyđur í sögu skákmeistarans snjalla. Reyndar hefđi hann mátt nota veruleikann meira, t.d. hin furđulegu kvennamál Fischers. Stundum er veruleikinn skáldlegri en skáldskapurinn.

Ţví miđur er dálítiđ um stílhnökra í bókinni. Athugiđ eftirfarandi setningarbút: „Hann var ađ vísu brynjađur međ réttmćtum fjandskap í garđ stjórnvalda…“ (bls. 7).

Mađur getur veriđ brynjađur gegn einhverju tilteknu en ţađ er rökleysa ađ tala um ađ vera brynjađur í garđ einhvers. Ţess utan er ekki smekklegt ađ nota líkingu viđ eitthvađ handfast, brynju, í tengslum viđ eitthvađ miđur handfast eins og stjórnmál.

Betra hefđi veriđ ađ segja hann brynjađan gegn örvahríđ eđa spjótalögum stjórnvalda. Örvar og spjót eru handföst rétt eins og brynja.

Ađra  hnökra má finna á blađsíđu 10. Ţar segir ađ hvítir landnemar í Vesturheimi „…ristu heimahaga frumbyggjanna á hol…“ Ţetta er smekkleysa af svipuđum toga og sú fyrri.

Ţađ ber ađ hafa allt líkingarmáliđ á sama tilverustigi, brynjur og spjót eru á sama tilverustigi, ekki heimahagar og ţađ sem rista má á hol.

Kannski hefđi mátt segja ađ hvítingjar hafi rist búk frumbyggjasamfélagsins á hol, búkar eru ristir á hol og ekkert gegn ţví ađ líkja samfélagi viđ skrokk. Á blađsíđu 26 stendur: „Hugur hans var biksvartur…“, svipađ á blađsíđu 29.

Nú er vissulega oft talađ um myrkan eđa ţungan huga, samt kann ég ekki vel viđ ţessa líkingu, kannski er um ađ rćđa smekksatriđi.  

Á blađsíđu 59 er hugmynd Fischers um nýsköpun í skák kölluđ „Random-kerfiđ“. Ţađ er venjulega kallađ „slembiskák“ á íslensku, í slíkri skák er taflmönnum rađađ á byrjunarreitum međ nánast tilviljunakenndum hćtti.

Styrkur Einars hefur löngum veriđ mikil frásagnagleđi og sagnahćfni. Mér finnst hvortveggja vanta í ţessari bók, ţađ er eins og honum leiđist ađ skrifa hana. Hann getur miklu betur.

Feisbókarvinur spurđi af hverju ég gćfi ekki stjörnur í jólabókadómum. Ég sagđist hafa ímugust á stjörnugjöf en fengi stundum stjörnur í augum er ég lćsi  frábćrar bćkur.

Engar stjörnur í mínum augum nú.


Börn og stríđ

Eitt hiđ skelfilegasta viđ stríđin milli Rússa og Úkrainumanna, Ísraela og Hamas, er sú stađreynd ađ saklaus börn eru fórnarlömb ţeirra.

Á hverjum degi sjáum viđ í sjónvarpi sárţjáđ andlit palestínskra barna, ef marka má tölur frá Gasasvćđinu hafa ţúsundir ţeirra falliđ í árásum Ísraela.

Eins og ţađ sé ekki nóg  eru  Hamasliđar  sagđir hafa drepiđ smábörn međ bestu lyst og rćnt nokkrum ţeirra, sumum án foreldra sem ţeir höfđu myrt.

Og Rússar eru ásakađir um ađ hafa rćnt tugţúsundum, ef ekki hundruđ ţúsundum,  úkraínskra barna.

Ţýski Gyđingurinn og nóbelshafinn  Nelly Sachs orti áhrifamikinn kvćđabálk um helförina, hluti hans fjallar um örlög barnanna í gereyđingarbúđunum:

„Ó nótt hinna grátandi barna!

Nótt barnanna sem merkt eru dauđanum!

Svefninn  hefur ekkert opiđ hliđ lengur.

Skelfilegar varđkonur hafa

tekiđ stöđu mćđranna,

ţćr hafa spennt hin svikula dauđa í vöđvum sér,

sá honum í veggi og bjálka-

alls stađar klekjast egg út í hreiđri hins illa

smábörnin sjúga angist í stađ móđurmjólkur.“

 

Heimsbyggđin verđur ađ krefjast ţess ađ börnunum verđi hlíft!

 


JÓLABÓKARÝNI 1: Högni eftir Auđi Jónsdóttur

Hér međ hefst jólabókarýni undirritađs og verđur fyrst rýnt í Högna hennar Auđar Jónsdóttur. Bókin fjallar um vistsinnađan  framtíđarfrćđing  (Högna) sem virđist alger hrakfallabálkur ţar til rofa tekur í lífi hans í bókarlok.

Hann er fórnarlamb netofsókna rétthugsenda en ţegar hann iđrast opinberlega er hann tekinn í sátt af hinu almáttka neti. 

Kvennamál hans leika mikiđ hlutverk, honum er lýst sem harla ómyndarlegum manni en međ góđan húmor.

Ég held ađ löggild kvennagull gćtu grátiđ af öfund yfir ţeim séns sem ţessi leppalúđi hefur.

Ekki fannst mér meint kímnigáfa hans góđ, ég verđ ađ játa ađ hann fór ögn í taugarnar á mér.

Lćra má af heimspekingnum Stanley Cavell ađ listdómar krefjist sjálfsskilnings dómara. Hann verđi ađ gera sér grein fyrir hvađ í honum sjálfum liti dóminn, til ađ ná ţví marki verđi hann ađ líta í launkofa hjarta síns og reyna ađ skilja sig sjálfan.

Ef til vill  lćri ég eitthvađ um mig sjálfan í krafti ţess ađ láta Högna rćfilinn pirra mig, sérstaklega svonefnda kímnigáfu hans (kannski öfunda ég hann af kynţokkanum!).

Aristóteles benti á ađ sitthvađ vćri sannleikur og trúverđugleiki í bókmenntaverki. Slíkt verk getur veriđ ósatt en trúverđugt, trúverđugleiki vćri ađalatriđiđ. En skarast ekki sannleikur og trúverđugleiki, alltént í skálduđum sögum hvers heimur er mjög líkur raunheimum (jafnvel rauna-heimum)?

Mér finnst ofurséns Högna ótrúverđugur, bćđi vegna ţess hversu lummó hann er í útliti og hve óspennandi húmor hans er.

Í hinum napra veruleika (sviđi sannleikans) er ólíklegt ađ slíkur gaur slái í gegn hjá konum.

Hvađ um ţađ, bókin byrjar ekki ýkja vel en batnar smám saman, sérstaklega er síđasti hlutinn ţokkalega góđur. Í ţeim hluta er Högni sjálfur sögumađur.

Ef finna má einhvern bođskap í bókinni ţá er ţađ helst  gagnrýni á pólitíska rétthugsun og hjarđmennsku á netinu.

Ţetta er sćmilega góđ  skáldsaga en tćpast neitt meistaraverk.

 

 


VEI YĐUR FRĆĐIMENN OG FARISEAR, HRĆSNARAR!

  

Ömurlegt er ađ fylgjast međ málflutningi alltof margra einstaklinga um atburđina fyrir botni Miđjarđarhafs.

Vinstrimenn fordćma bara Ísrael, nefna ekki morđćđi Hamas, hćgrimenn einblína á illgjörđir Hamasliđa en verja yfirgang Ísraela og fjöldamorđ ţeirra á Gasabúum.

Vinstrimenn nefna ekki kúgun Hamas á konum og samkynhneigđum, harđstjórn ţeirra og spillingu PLO.

Hćgrimenn láta hjá líđa ađ rćđa yfirgang landnema á Vesturbakkanum og ţá stađreynd ađ hreinrćktađir fasistar sitja nú í stjórn Ísraels.

Samkvćmt skjölum, sem lekiđ var í fjölmiđla, rćđa ráđamenn ţann möguleika ađ hrekja alla íbúa Gasasvćđisins til Egyptalands. Ţađ heitir „ţjóđarbrotshreinsun“ á venjulegu máli.

En ekki má gleyma „afrekum“ Hamasliđa, ţeir  eru slík varmenni ađ vel má vera ađ ţeir geri sér vígahreiđur í sjúkrahúsum og einkaíbúđum.

Hvađ sem ţví líđur ţá hafa hvorki hćgri- né vinstrimenn mikla samúđ međ Palestínumönnum og Ísraelum.

Ţeir hafa ađallega samúđ međ sjálfum sér, međ sínum pólitísku kreddum. Deilan snýst í reynd um Bandaríkin, vinstrimenn eru á móti Ísrael af ţví ađ BNA styđur ţađ, hćgrimenn halda međ Ísrael af sömu sökum.

Í Rómeó og Júlíu Shakespeares segir Mercutio um Capulet og Montague  ćttirnar sem börđust um völdin  í Verónu: „A plague o‘ both your houses!“


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband