GEIR ÁGÚSTSSON OG MISES UM HEIMSKREPPUNA

Í nýlegri grein í Þjóðmálum segir Geir Ágústsson að markaðurinn sé stikkfrí þegar heimskreppan er annars vegar, eins og Bubbi syngur "ekki benda á mig, segir varðstjórinn". Varðstjórinn hefur líklegar verið í frjálshyggjufélaginu og sungið með Geir sönginn um að undirrót vandans hafi verið einokun ríkisins á peningaprentun. Heimild Geirs fyrir þessu er frjálshyggjupáfinn og hagfræðingurinn  Ludwig von Mises. En Mises þessi var þeirrar skoðunar að hagfræði væri hrein hugvísindi og að reynslurök skiptu hana engu máli. Sé  kenning hans um að ríkiseinokun á peningaprentun valdi kreppum ekkert annað en hans hugarsmíð er ég ekki viss um að hana beri að taka alvarlega. Enda vitnar Geir ekki í neina "empiríu" máli sínu til stuðnings, aðeins í hugarsmíðar þar sem rakið er hvernig upplýstir og eigingjarnir gerendur myndu hegða sér við tiltekin skilyrði. Í ofan á lag þá hef ég ástæðu til að ætla að kreppur hafi átt sér stað áður en ríkið fékk einokun á peningaprentun. Til að gera illt verra segja þeir Mises og Geir að vextir sem skapast við frjáls viðskipti séu náttúrulegir vextir. En hvernig vita þeir það? Er hugtakið um náttúrulega vexti ekki jafn inntakslaust og hugtak marxismans um vinnugildi? Gefa þeir Geir og Mises sér ekki einfaldlega fyrirfram að hið góða og náttúrulega sé markaðskynja, hið illa og þar með kreppur séu ríkiskynja?


JÓLASVEINATAL

 

Athugasemdum  mínum um ósmekklegar jólaskreytingar var svarað á ummælasíðu með hefðbundnum skætingi fólks sem ekki veit hvað málefnaleg umræða er. Skammast er út höfund bloggsins (mig)  en staðhæfingum hans er ekki svarað. Þetta heitir á fræðamáli ad hominem rök, "rök" sem beinast að manninum, ekki rökum hans. Ég eyði ekki tíma mínum í að svara svona útúrsnúningum.


Um mjaðmadillandi Kana-jólasveina

Mín vegna mætti freta á svona amerískan viðbjóð, skammast mín altaf þegar ég kem heim til Íslands í jólafrí og sé amerísku fjöllita kúlurnar í æpandi, ógeðslegum litum. Svo ættu menn að sjá sóma sinn í að spara í kreppu, þessi mjaðmadillandi Kana-Sankti-Klás hlýtur að kosta talsvert fé.
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÉTTAFLUTNINGUR

 

Netmogginn birtir frétt um gagnrýni dansks blaðamanns á útrásarhöfingjana, sérstaklega Jón Ásgeir, Fréttablaðið ekki. Það birtir aftur á móti frétt um að Davíð hafi hótað að kljúfa Flokkinn yrði hann rekinn, Mogginn ekki. En eigendur blaðanna hafa náttúrulega engin áhrif á fréttaflutningin. Einkaframtakið er nú svo heilagt.


ÞURFA ÍSLENDINGAR OXÍTÓXÍNSPRAUTU?

 

Nýlegar rannsóknir sýna að hormónið oxítoxín eykur traust manna á öðru fólki. Aðrar rannsóknir sýna að Íslendingar treysta öðru fólki miklu síður en nágrannaþjóðirnar, trauststigið íslenska er u.þ.b. það sama og í BNA (þetta hlýtur að gleðja Kanasleikjurnar sem helst vilja gera Ísland að 51 ríkinu). Vandinn er sá að vantraust er dýrt, Adam Smith lagði þunga áherslu á að traust væri nauðsyn í viðskiptum. Í sama streng tekur Paul Zak sem stundar þá merku fræðigrein taugahagfræði (!!) en sú fræðigrein rannsakar samband heilastarfsemi og hagrænnar hegðunnar.  Hann hefur einmitt athugað samband oxítóxíns og slíkrar hegðunar. Þriðji fræðimaðurinn landahagfræðingurinn Mick Dunford segir að minna traust Kana á öðru fólki en ESB-búa skaði amerískt efnahagslíf en styrki hið evrópska. Og þá vaknar spurningin: Hefur ekki dregið verulega úr trausti Íslendinga á fólki á hinu helga framfaraskeiði útrásarinnar? Hve mikið kostar vantraust landsmanna þá mælt í beinhörðum peningum? Er lausn kreppunnar drjúgur skammtur af oxítoxín?


KREPPULÚÐI, GRÝLA OG NÝJÓLASVEINARNIR

 

Það gerðist hér á dögunum að hún Grýla gamla skildi við hann Leppalúða og giftist honum Kreppulúða. Áttu þau saman 9 syni í einum grænum hvelli og stukku þeir alskapaðir út úr höfði Grýlu (var hún ekki kölluð Útrás þegar hún var ung og fögur?). Synirnir eru nefndir "nýjólasveinar" og hafa tekið við störfum hinna fyrri jólasveina. Einn nefnist Lánasníkir og verður sendur til höfuðstöðva IMF, gott ef ekki til Rússlands líka. Annar nefnist Auðvaldssleikir og gengur honum illa að finna auðvaldið, það er víst stokkið úr landi með útrásargullið. Sá þriðji heitir Gáttaði Þefur og er hann algerlega gáttaður á hinum póltitíska og efnahagslega ódaun sem fyllir vit landsmanna. Hinir sex eru víst óskírðir enn og má gera ráð fyrir fréttum um nöfn þeirra innan tíðar. Mun ég blogga um þau þegar þar að kemur.


ÚTIFUNDUR Í BOÐI FJÁRGLÆFRAMANNA?

Á útifundinum í dag á að krefjast kosninga, afsagnar Seðlabankastjórnar o.s.frv. En eins og venjulega sleppa fjárglæframennirinir við gagnrýni, hinir frjálshyggnu Íslendingar vilja ekki skilja ábyrgð þessara manna á ástandinu. Einkaframtakið er heilagt, halelúja! Það fylgir sögunni að norska ríkissjónvarpið sagði að Jón Ásgeir skuldaði þúsund miljarða króna, skuld sem nú fellur á skattgreiðendur. En hann er náttúrulega saklaus, samanber það að mótmælandi nokkur hafði Bónusfánann með sér er hann klifraði upp á þak Alþingishússins. "Die Fahne hoch..." sungu nasistar, "dragið fánann að húni".


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EYKUR MARKAÐSFRELSI HAGVÖXT? Um efasemdir Dani Rodrik.

 

Á Íslandi veit maður hvað það er voðalega satt að markaðsfrelsi orsaki hagvöxt. Enda mega íslenskir álitshafar vart ljúka sundur munni án þess að boða þennan dásamlega sannleika. Til dæmis vegsömuðu þeir Hannes Gissurarson og Birgir Tjörvi Pétursson rannsóknir William Easterlys og samstarfsmanna hans sem áttu að sýna að því frjálsari sem markaðurinn væri, því meiri væri hagvöxturinn. En hinn frægi hagfræðingur Dani Rodrik komst að annarri niðurstöðu. Hann dró  þær ályktanir af hagsögulegum rannsóknum sínum að ekkert samband væri milli tollfrelsis og hagvaxtar. Svo gerði hann  úttekt á þeim rannsóknum sem áttu að sýna að meiri hagvöxtur væri í opnum hagkerfum en öðrum. Niðurstaða hans var sú að svo miklar veilur væru á þeim mælingaraðferðum sem notaðar voru í þessum rannsóknum að ekkert væri að marka niðurstöður þeirra.

Hvorum eigum við að trúa, Rodrik eða Easterly? Sá síðarnefndi gerði rannsóknina á vegum frjálshyggjuáróðursstofnunarinnar Fraser Institute, Roderik er prófessor við Harvard. Líklegt er að Fraserstofnunin þrýsti á um að niðurstöður rannsóknanna verði frjálshyggjunni í vil, ráðamenn á Harvard hafa ekki slíkra hagsmuna að gæta. Því treysti ég Rodrik betur þar til annað sannarra reynist. 


NORSKA RÍKISSJÓNVARPIÐ UM JÓN ÁSGEIR

 

 

Í gær var sýndur stuttur þáttur í norska ríkissjónvarpinu um "afrek" Jóns Ásgeirs og hann sagður skulda eitt þúsund miljarða króna. Viðtal var við Jón Gerald Sullenberger sem staðhæfði að Hringadrottinn hafi stefnt fjölda auðherra til Miami árið 1999 og þar lagt drögin að yfirtöku bankakerfisins innan frá. Á heimasíðu ríkissjónvarpsins birtist svo yfirlýsing Jóns Ásgeirs þar sem hann sagði þáttinn gera Davíð Oddson og félaga að sannleiksvitni. Það er nokkuð til í því, í þættinum var talað eins og Jón Ásgeir hefði nánast keypt sig lausan úr skattsvikamálinu. Hann hafi getað notað margfalt meira fé við vörn sína en ákæruvaldið hafði undir höndum. Það er grábölvað og sýnir auðvaldsmennsku útrásarinnar en það breytir engu um þá staðreynd að margt bendir til þess að skattamálið hafi verið blásið upp af Davíð. Hann  notaði   sömu brellur og Pútin þegar hann felldi Kodorovskí með meira eða minna lognum skattsvikaákærum. Ofurveldi Jóns Ásgeirs og útrásarherranna var einnig til umræðu og sagði fyrrum ritstjóri Séð og heyrt ekki farir sýnar sléttar, Hann hafi verið rekinn þegar nýir eigendur tóku blaðið yfir en þeim þótti hann ekki nógu fylgispakur Jón Ásgeiri. Sá herramaður lét á sínum tíma reka sjónvarpsfréttamann sem neitaði að fylgja fyrirskipunum hans um að skattamál hans yrðu ekki rædd í fréttum. En þessi svívirðilega framkoma gerir þátt Davíðs ekki hætishót betri. Í þættinum býsnaðist Óli Björn Kárason yfir yfirgangi Jóns Ásgeirs. En ef lýsingarnar í grein í Tímariti máls og menningar á ritsjórnarferli Óla Björns á DV eru réttar er hann kannski ekki rétti maðurinn til að hneykslast á öðrum. Í þeirri grein  var staðhæft að auðmenn tengdir Davíð hafi þá tekið DV yfir og meðhöndlað blaðamennina eins og skepnur. Þeir tóku líka Dag yfir og lögðu niður að bragði. Mín spurning er: Var það fjandsamlega yfirtaka, var ekki hægt að bjarga Degi frá gjaldþroti? Eða vildi þetta hyski ekki eina vinstrablaðið á Íslandi feigt? Kannski þetta fólk eigi meira sameiginlegt með Hringadrottni en það vill viðurkenna.


VARNARRÆÐUR SÓKRATESAR OG DAVÍÐS

 

Ekki verður af Davíð Oddsyni skafið að hann er mælskur vel og ágætlega skrifandi, það kemur klárlega fram í Varnarræðu hans hjá Verslunar(ó)ráði. Heimspekingurinn Sókrates var ekki síður mælskur, það kom klárlega fram í Varnarræðu hans hjá þingi  Aþeninga. Báðir eru með storminn í fangið, einir á móti næstum öllum. Og þó, Platon stóð með Sókratesi, Hannes með Davíð! Báðir eru einkar staðfastir, hvika hvergi. Sókrates gekk heldur í dauðann en að hvika frá sannfæringu sinni, líklega verður að bera Davíð með tærnar upp úr úr Seðlabankanum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband