BÓK KRUGMANS UM KREPPUNA

 

Ég var ađ ljúka lestri nýgamallar bókar Paul Krugmans um kreppu, The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008. Upprunalega útgáfan kom áriđ 1999 en svo bćtti kappinn viđ nokkrum köflum um heimskreppuna yfirstandandi. Reyndar er ţessi bók nóbelshagfrćđingsins ekki ýkja góđ ţví hann vitnar hvergi  í neinar heimildir. Aftanmálsgreinar geta veriđ hvimleiđar en ţćr eiga heima í svona riti, ţótt alţýđlegt sé. Hvađ um ţađ, meginstefiđ er ađ hagfrćđingar hafi veriđ full fljótir á sér ađ telja kreppuhagfrćđi úrelta, atburđir síđustu mánađa sýni hiđ gagnstćđa. Hann heldur mjög á lofti kenningum John Maynard Keynes um hvernig kreppur eigi ađ leysa, ríkiđ á ađ dćla peningum hagkerfiđ, t.d. međ ţví ađ styrkja innviđi samfélagsins, legga vegi, smíđa brýr o.s.frv. Krugman hćđist ađ frambođshagfrćđinni en samkvćmt henni er allra (efna)meina bót ađ efla hag hinna ríku ţví ţeir fjárfesti svo mikiđ. Hann hefđir ađ ósekju mátt gagnrýna frambođshagfrćđina međ málefnalegum hćtti. Hvađ sem ţví líđur ţá segir hann ađ  vandi dagsins sé skortur á eftirspurn, frambođi. Ríkiđ eitt getur aukiđ eftirspurnina í kreppum. Krugman andćfir kröftuglega ţeirri kenningu frjálshyggjumanna ađ rćtur meinsins séu í löggjöf sem ţeir telji ađ hafi nánast neytt banka til ađ veita  fátćklingum húsnćđislán sem ţeir svo voru ekki borgunarmenn fyrir. Hann bendir á ađ ţessi löggjöf hafi komist í gagniđ áriđ 1977, erfitt sé ađ sjá hvernig hćgt sé ađ kenna henni um kreppu sem skall á ţremur áratugum síđar (ég spyr: Af hverju skall ekki á kreppa fyrir 1990 ef ţessi löggjöf er sökudólgurinn?). Ţess utan náđi löggjöfin ađeins til sparibanka sem báru bara ábyrgđ á brot undirmálslánana sem tengdust húsnćđisblöđrunni. Einnig sé rangt ađ kenna Fannie Mae og Freddie Mac um ástandiđ ţó ţessir ríkisstyrktu bankar séu ekki án ábyrgđar. Stađreyndin sé sú ađ vegna ýmissa hneykslismála hafi veriđ ţjarmađ svo ađ ţessum bönkum ađ ţau .léku bara minniháttarhlutverk í húsnćđislánaleiknum ljóta sem leikinn var af hvađ mestri ákefđ frá 2004 til 2006. Meginástćđan fyrir bankahruninu sé ađ ekkert opinbert eftirlit var međ nýjum  bankaígildum, ţ.e. stofnunum  sem í reynd voru bankar.

Sem sagt frćgasti stjórnmálahagfrćđingur samtímans andćfir frjálshyggjugreiningum á kreppunni!


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband